blaðið - 24.02.2007, Side 4

blaðið - 24.02.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 blaöiö INNLENT LOGREGLAN Hafnaði tíu metra utan vegar Ölvaður ökumaður slapp ómeiddur eftir að hafa velt bíl sínum til móts við Vallá á Kjalarnesi snemma í gærmorgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Hafnaði bíllinn um tíu metra frá veginum og ofan í skurð. MOSFELLSBÆR Stolið frá Reykjalundi Málverki eftir Tolla var stolið frá endurhæfingarmiðstöð S(BS á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Því var líklega stolið um síðustu helgi. Málverkið er um það bil 140 sinnum 120 sentimetrar á stærð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið og biður þá sem geta um upplýsingar. Kviknaði í sendibifreið Eldur kom upp í sendiþifreið undir Hafnarfjalli í gærmorgun en talið er að bilun í bifreiðinni hafi valdið eldinum. Ökumaðurinn var búinn að stöðva hana við bústaðinn og kominn út úr henni þegar eldurinn kom uþþ en bifreiðin varð fljótt alelda. Bretland: Gjaldskrá Póst- og fjarskiptastofnunar: Fleiri til Afganistans Stjórnvöld í Bretlandi munu brátt tilkynna um íjölgun breskra hermanna í Afganistan. Sam- kvæmt heimildum dagblaðsins The Guardian mun Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, tilkynna að þúsund breskra hermanna verði sendir aukalega til Afganistan til að aðstoða herlið Atlantshafs- bandalagsins við að berja niður þau ofbeldisverk sem talibanar hafa boðað á næstu mánuðum. Heimildir blaðsins herma að fjölgunin kosti breska ríkið allt að 250 milljónir punda. Um þrjátíu þúsund hermenn á vegum Atlants- hafsbandalagsins er nú að finna í Afganistan, en þeir styðja við bakið á ríkisstjórn Hamid Karzai, forseta Afganistans. Blair tilkynnti fyrr í vikunni að breskum hermönnum í Irak yrði fækkað úr 7.100 í fimm þúsund á næstu mánuðum. Á léttu nótunum Veldu létt og mundu eftir ostinum! Ekki bara ódýrt aðra leið! Gjöld hækkuð um 130 prósent ■ Bagalegt fyrir útgerðarmenn ■ Hafa ekki fengið nægar skýringar Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net SkoðunargjaldPóst-ogfjarskiptastofn- unariradíótækjum í skipum og flug- vélum hefur hækkað um 130 prósent. Vilhjálmur Jens Árnason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Landssambands islenskra útgerðarmanna (LfO), segir breytingarnar koma mikið niður á fé- lagsmönnum þeirra. Ný gjaldskrá Póst- og fjarskipta- stofnunar tók gildi um síðustu ára- mót og varð hækkun á flestum liðum hennar. Mest varð hækkunin á fyrrn- enfdu skoðunargjaldi fyrir radíó- tæki í skipum og flugvélum en sam- kvæmt henni hefur gjaldið á tækjum með milli-/stuttbylgju hækkað úr 25.000 krónum í 57.500 krónur. Skoð- unargjaldið fyrir radíótæki í skipum og flugvélum án milli-/stuttbylgju hefur hækkað úr 16.000 krónum í 36.500 krónur. LÍÚ krefst skýringa „Þetta eru miklar hækkanir og koma 'sér mjög illa fyrir útgerðar- menn“, segir Vilhjálmur. „Þetta er bara afar óheppilegt og erum við mjög ósáttir. Auðvitað er það hagur útgerðarfyrirtækjanna að tæki og búnaður sé í góðu lagi en það kemur í hlut okkar félagsmanna að standa undir svona kostnaði. Þeir hafa ekk- ert val um það hvort þeir borga eða ekki,“ segir Vilhjálmur, því skoðunin er skylda. Vilhjálmur segir að GJÖLD FYRIR 0G EFTIR BREYTINGU: Skoðunargjald fyrir radiótæki i skipum og fyrir br. eftir br. flugvélum með milli-/stuttbylgju: 25.000 57.500 Skoðunargjald fyrir radiótæki í skipum og flugvélum án milli-/stuttbylgju: 16.000 36.500 Leyfisbréf skipa og flugvéla með milli-/stuttbylgjustöð: 4.400 7.000 Leyfisbréf skipa og flugvéla án milli-/stuttbylgjustöð: 2.200 4.000 *án virðisaukaskatts LÍÚ hafi leitað eftir skýringum á brey t- ingunni hjá Póst- og fjarskiptastofnun. „Við teljum okkur ekki hafa fengi við- hlitandi skýringar. Við teljum okkur ekki hafa fengið nægar skýringar á því af hverju þörf er á svona mikilli hækkun og höfum farið fram á frek- ari skýringar. Við viljum bara fá að vita hvað er á bak við þetta og hvernig þeir sjá það út að kostnaður við þetta sé þessi. Mér finnst við eiga fullkom- lega rétt á slíkri skýringu.“ Nauðsynlegar hækkanir Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að þetta hafi verið nauðsynlegar hækkanir. „Þetta er einfaldlega vegna þess að við endurskoðun á gjaldskránni núna í haust kemur það í ljós að sumir þættir voru of háir og aðrir voru of lágir. Þetta skoðunargjald er fyrir að tiltekinn starfsmaður héðan fer um borð í tiltekið skip og skoðar það samkvæmt ákveðnum verklags- reglum og gefin er út ákveðin skýrsla. / Þettavoru I t nauðsynlegar I hækkanir I yiSSSjfr * , * Hrafnkell Gíslason forstjóri Póst- og liiii'l i|il lilolnunar Það einfaldlega stóð ekki undir þeim kostnaði sem að til féll vegna skoðun- arinnar. Það var einfaldlega of lágt miðað við tilkostnað og þess vegna var það hækkað.“ Um áramótin var megnið af þeim liðum sem voru í gjaldskrá Póst- og fjarskiptastofnunar frá árinu 2002 felldir út úr gjaldskrá og fluttir inn í lög um stofnunina. Þau atriði sem færð voru yfir í lögin eru þau sem snúa að þjónustu sem er ekki afhent eins og gjald fyrir tíðniheimild. At- riðin sem eftir eru í núgildandi gjald- skrá, sem tók gildi í lok desember, eru þau sem snúa að svokallaðri persónu- bundinni þjónustu eins og skoðun á fjarskiptabúnaði um borð í tilteknu skipi þar sem starfsmenn stofnunar- innar mæta á staðinn. Keflavík o Osló Keflavík o Stokkhólmur Aðrir áfangastaðir í Noregi og Svíðjóð á frábæru verði aukfjölda tenginga um Evrópu. Bókaðu núna á: www.flysas.is Skráðu þig á www.flysas.com f EuroBonus - frfðindaklúbb SAS, sem opnar heilan heim af frföindum hjá SAS og öllum samstarfsflugfélögum. Flug til Stokkhólms hefst 27. aprll. Slmifjarsolu: 588 3600 Mí A STAR ALLUMCe M Leiðréttingu Blaðsins á fyrirsögn ábótavant: Siðanefnd úrskurðar Siðanefnd Blaðamannafélags- ins segir Blaðið hafa brotið þriðju grein siðareglna félagsins. Brotið $£■ ámælisvert. 1^nn 20. október birtist röng fyr- irsögn við frétt á forsíðu Blaðsins. Blaðið fjallaði þar um sérsamning Orkuveitu Reykjavíkur við Sveitarfé- lagið Ölfus. Sagt var í fyrirsögninni að Orkuveitan hefði ekki virkjana- leyfi fyrir borunum á Hellisheiði en hið rétta er að Orkuveitan hafði ekki framkvæmdaleyfi. Það kom fram í fréttinni. Orkuveitan krafð- ist leiðréttingar og taldi leiðrétting- una sejn var í næstu frétt ábótavant. Því samsinnir siðanefndin. Blaðið sagði einnig frá ákvæðum ^érsamnings milli Orkuveitunnar og sveitarfélagisins þar sem heim- ildamaður Blaðsins taldi virði hans nema 500 milljónum. Orkuveitan var ósátt við að fá ekki að leggja mat á verðgildi samningsins. Siða- nefndin telur að ekki hafi komið nægilega skýrt fram að matið var annars en Blaðsins. Nákvæmni hafi þar skort sem og í myndatextum við fréttirnar. Blaðið biðst velvirðingar á mis- tökum sínum. ÞRIÐJA GREIN: Blaöamaöur vandar upplýsingaöflun sina, urvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólkl, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.