blaðið - 24.02.2007, Page 8

blaðið - 24.02.2007, Page 8
Hita og Nú getur þú framreitt Ijúffenga súpu frá Knorr úr úrvals hráefni á augabragði. Tilvalin í forrétt eða sem hressandi aðalréttur fyrir tvo. Hún er tilbúin - bara að hita og njóta! Slæmt ástand í Glasgow Dánartidni af völdum áfeng- isneyslu er helmingi hærri i Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Nordiœholoi'AFP f " \ Vörulistinn er komin með vinnufatnaði og heilsuskóm hringið og pantið lista ... Þegar þú vilt þægindi 8 LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 2007 blaóió KH Cheney gagnrýnir Kínverja I Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti yfir áhyggjum sínum af hernaðar- stefnu kínverskra stjórnvalda í ræðu sem hann flutti í gær. Cheney, sem er nú í opin- berri heimsókn í Ástralíu, sagði stefnu Kínverja vera á skjön við yfirlýsingar þeirra um friðsama stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Cheney hrósaði þó Kínverjum fyrir þátt sinn í kjarnorkuviðræðunum við Norður-Kóreumenn fyrr í mánuðinum. Suðvesturhluti Kína: Tígrisdýr drap stúlku mbi.is Tígrísdýr varð sex ára gamalli stúlku að bana í dýragarði í Kunm- ing í suðvesturhluta Júnan-héraðs í Kína. Stúlkan var að stilla sér upp fyrir myndatöku þegar dýrið réðist á hana. Fram kemur í ríkisfjölmiðl- unum að tígrisdýrinu hafi brugðið við flass myndavélarinnar og náð að grípa um höfuð stúlkunnar með kjaftinum. Starfsmenn dýragarðsins hófu að berja dýrið þar til það sleppti takinu á stúlkunni en hún höf- uðkúpubrotnaði og lést á sjúkra- húsi. Forsvarsmenn dýragarðsins hafa nú bannað gestum að láta taka mynd af sér með tígrisdýr- unum, en gestirnir hafa greitt um 130 krónur fyrir myndatökuna. Fram kemur á fréttavef BBC að móðir stúlkunnar hafi særst á hand- legg þegar hún reyndi að koma dóttur sinni til bjargar. Kínverskum fjölmiðlar segja að dýragarðurinn hafi boðið gestum að láta mynda sig gegn gjaldi frá þvi í maí 2005. ASIAN SOUP bean sprouts and bamboo sho^ * 41 Tölur vegna drykkju ungs fólks árið 2004: Síðumúli 13 108 Reykjavík Sími5682878 www.praxis.is Auglýsingasíminn er 510 3744 300 dou af drykkjunni ■ Áfengiseitrun og skorpulifur ■ Verst í Skotlandi Eftir Atla fsleifsson atlii@bladid.net Dauðsföllum tengdum áfengisneyslu hjá fólki í Bretlandi á aldrinum fimm- tán til 34 ára hefur fjölgað um sextíu prósent frá árinu 1991 samkvæmt nýjum tölum bresku hagstofunnar. Tölur bresku hagstofunnar sýna að 198 karlar og 98 konur í aldurs- hópnum hafi dáið úr áfengiseitrun eða skorpulifur árið 2004. Ef litið er til allra aldurshópa sést að tilfelli í Bretlandi höfðu tvöfaldast á þrettán árum og verið 8.221 talsins árið 2004. Bílslys og önnur þar sem áfengis- neysla kom við sögu eru ekki tekin með í reikninginn. Talsmenn breskrar stofnunar um áfengisrannsóknir segja tölurnar sýna fram á nauðsyn þess að ráða ungu fólki frá því að drekka áfengi. Andrew McNeill, forstjóri stofnunarinnar, segir neyslu áfengis hafa aukist í Bret- landi á undanförnum árum, öfugt við þróunina í Frakklandi og á Italíu. „Ástæðan er sú að verð á áfengi hefur farið lækkandi og nú reynist auðveldara en nokkru sinni fyrr að nálgast vöruna í Bretlandi. Hægt er að nálgast áfengi 24 tíma sólarhringsins. Ein afleiðingin er sú að sífellt yngra fólk leggst nú inn á sjúkrahús með veikindi sem tengjast áfengisneyslu,“ segir hann. Samkvæmt tölum bresku hag- stofunnar deyja um helmingi fleiri karlar af völdum áfengisneyslu en konur í öllum aldurshópum. Ástandið í Bretlandi er verst í Glasgow í Skotlandi þar sem dán- artíðnin er um helmingi hærri en í annars staðar í landinu. Skotar vinna nú að því að taka á mikilli áfengisneyslu landsmanna. Andy Kerr, heilbrigðisráðherra Skotlands, segir að yfirvöld hafa hrundið af stað herferð gegn þeim stöðum sem selja áfengi til unglinga undir lögaldri. Rannsóknir sýna að dauðsföll af völdum áfengisneyslu eru fimm sinnum fleiri meðal karla og þrisvar sinnum fleiri meðal kvenna í fá- tækum hverfum landsins. Sam- kvæmt tölum hagstofunnar eru fimm- tán af þeim tuttugu svæðum þar sem tíðnin er hæst í Skotlandi, þrjú eru í Englandi og tvö á Norður-írlandi. Rannsóknir benda þó til þess að fjöldi þeirra karla sem drekka 21 einingu áfengis eða fleiri á viku og þeirra kvenna sem drekka fjórtán einingar eða fleiri á viku, hefur ekki farið fjölgandi á undanförnum árum. Sérfræðingar telja því að dauðsföllin megi þvi skýra með fjölgun fyllerís- túra ungmenna þar sem óhóflega mikils áfengis er neytt og breytingu á þeim tegundum áfengis sem ung- menni neyta. I

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.