blaðið - 24.02.2007, Síða 41
blaðið
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 41
þegar mér var boðið að fara út. Það
voru mikil umskipti. Á einum mán-
uði var ég kominn úr venjulegum
fréttum og fréttalestri yfir í borgara-
stríð í Suður-Asíu, fljúgandi um í
þyrlum með aðmírálum og hershöfð-
ingjum, hittandi skæruliðaforingja
í tjaldi á samningafundi á miðju
jarðsprengjusvæði. Þetta var mjög
skyndileg breyting og þetta ár var
mögnuð reynsla.“
Teitur segir að þrátt fyrir að úr-
lausnarefnin á Sri Lanka hafi verið
krefjandi þá hafi hann í raun gert
sér grein fyrir því þar hversu lítið
hann vissi um þessi mál og þar
hafi þorstinn í aukna menntun á
þessu sviði vaknað. „Það er alltaf
þannig að þegar maður lærir mikið
á stuttum tíma þá kemst maður að
því hvað maður vissi lítið áður. Það
átti svo sannarlega við um mig í
þessu tilfelli. Þó svo að ég væri að
tala fyrir vopnahléseftirlitið við
Reuters og aðrar stórar fréttastofur
og segja þeim hvernig málin stæðu
lærði ég það engu að síður að ég vissi
mjög lítið um til dæmis alþjóðalög
og hvernig hlutirnir raunverulega
virka í þessum heimi. Ég fékk því
mikinn áhuga á því að læra eitt-
hvað meira og fór til að byrja með í
tveggja mánaða nám í Háskóla Sam-
einuðu þjóðanna í Tokyo í Japan.“
Teitur segir þessa tvo mánuði í To-
kyo hafa haft mikil áhrif á sig og þar
hafi hann náð að tengja tvö af sinum
stærstu áhugamálum, friðargæslu
og umhverfismál. Hann segist alltaf
hafa haft áhuga á málum sem margir
telja að himinn og haf sé á milli en ef
grannt er skoðað þá sé það kannski
ekki endilega þannig. „Þær blöndur
sem mörgum finnast skringilegar
finnast mér skemmtilegar. Átök og
stríð tengjast umhverfismálum mjög
mikið. Víða er verið er að berjast um
náttúruauðlindir; olíu, ferskvatn,
demanta. Hins vegar hefur stríð
hörmuleg áhrif á náttúruna. Sumir
sjá þetta kannski sem óskyld efni, frið-
argæslu og stríðsátök annars vegar og
hins vegar umhverfismál og sjálfbæra
þróun en mér finnst þetta vera eins og
heitt og kalt vatn. Hvað er varið í það?
Jú, ólíkir straumar koma saman og
mynda kjöraðstæður fyrir breytingar,
sköpun og fjölbreytt lífríki. Það er ein-
mitt þar sem fiskurinn lifir.“
Heillandi heimurinn
Þar er ekki fyrir hvern sem er að
taka hatt sinn og staf, hverfa úr ör-
uggu starfi í heimalandinu og gera
sitt til að stuðla að friði í framandi
heimsálfu. Ævintýraþráin hefur
kraumað lengi í Teiti en hann fór þó
ekki að fá almennilega útrás fyrir
hana fyrr um tvítugt.
„Þegar ég var 19 ára hafði ég aðeins
komið einu sinni til útlanda og það
var með foreldrunum til Svíþjóðar
5 ára gamall. Ég byrjaði að ferðast
upp úr tvítugu. Fór fyrst í skóla-
ferðalag en á næstu 2-3 árum var ég
í nokkrar góðar ferðir. Fyrst fjóra
mánuði í Evrópu og Karíbahafinu.
Svo kom ég heim, var eitt ár í heim-
speki og fór svo í átta mánaða ferð í
kringum hnöttinn með besta vini
mínum.“ Margir hika eflaust við að
leigja út íbúðina sína, selja bílinn
og gefa pottaplönturnar til þess að
leggja upp í langferð um heiminn en
Teitur segir hik vera það sama og tap.
„Það veit enginn nema sá sem reynt
hefur hvernig það er að ferðast í svo
langan tíma frjáls í kringum hnött-
inn. Það er ótrúlega skemmtilegt og
kostar miklu minna en flestir halda.
Vissulega eiga' menn misauðvelt með
þetta. Margir eru að borga mánaðar-
greiðslur af þvottavélum, bílum og
íbúðum og eiga ekki mikið af góðu
fólki að sem getur aðstoðað með hitt
og þetta. Það er þvi um að gera að
gera þetta meðan maður er ungur.“
Teitur er ekki bara heillaður af
framandi slóðum. Hann hefur ferðast
mikið innanlands og finnst best að
dvelja á ættaróðali móðurfíölskyldu
sinnar á Sandi í Aðaldal. „Eg er mik-
„þarna er rokk, diskó og pönk ásamt ýmsu öðru
Þetta er í raun tónlist sem höfðar til ailra aldurshópa og sameinar
þannig áhorfendur með allskonartónlistaráhuga og -þarfir...
...sex ára fylgdarmaður minn tilkynnti í hléinu að hann hefði
hug á því að sjá þessa sýningu þúsund sinnum...”
Þorgerður E Sigurðardóttir, Víðsjá
ill sveitadrengur, nýt þess að ferðast
um ísland og hef mikinn áhuga á því
hvernig umhverfismálin koma til
með að þróast hér á næstu árum.“
Friðargæslan á réttri leið
Eftir veruna í Tokyo kom Teitur
heim um tíma og fór að vinna fyrir
breska sendiráðið. „Ég var tals-
maður sendiráðsins og var það öllu
rólegra starf en það sem ég sinnti
á Sri Lanka. Ég þurfti ekki að taka
við símtölum 24 klukkustundir á
sólarhring frá öllum tímabeltum.
Þetta var samt miklu meira spenn-
andi starf en ég bjóst við, ég lærði
hvernig breska utanríkisþjónustan
virkar og reyndi margt nýtt. Þarna
var ég enn og aftur kominn í þá
stöðu að vera búinn að breyta um
lífsstíl. Úr fréttum í friðargæslu og
svo var maður stuttu síðar kominn
á tvíhliða fund með breskum og ís-
lenskum ráðherrum í viðræðum um
sjávarútvegsmál. Ég hafði verið að
taka viðtöl við þessa íslensku ráð-
Það gengur ekki aðfljóta
sofandi aðfeigðarósi á
meðan verið er að skuld-
binda stóran hluta aforku-
lindum þjóðarinnar.
herra meðan ég var í fréttum og sat
nú andspænis þeim í breskri sendi-
nefnd. Þannig hef ég alltaf stokkið
svolítið á milli dilka í réttinni, unnið
fyrir ýmsa en er alltaf trúr mínum
siðferðilegu og faglegu gildum.“
Aðspurður um hvernig Islend-
ingar standi sig í friðargæslumálum
segir Teitur að hann telji yfirvöld
vera á réttri leið í þeim efnum. „Ut-
anríkisráðherra er að marka skýra
stefnu sem margir hafa verið að
kalla eftir. Til dæmis með því að
setja fleiri konur í friðargæslustörf
og taka af henni þennan herblæ sem
hefur verið á íslenska friðargæslulið-
unum í Afganistan. Ég held það sé
afar þýðingarmikið.“
Sendiherra eigin lands
Teitur hefur mikinn áhuga á um-
hverfismálum og hefur ýmislegt
við stefnu íslenskra stjórnvalda í
þeim málum að athuga. Hann hefur
verið félagi í Framtíðarlandinu frá
stofnun þess og sinnir nú meðal ann-
ars stöðu verkefnisstjóra þar á bæ.
„Ég fann mig strax í stefnu Fram-
tíðarlandsins og sá að það gæti verið
farvegur fyrir þær væntingar sem ég
ber í brjósti til handa Islandi. Stefna
Framtíðarlandsins er svo eðlileg og
sjálfsögð og passar nákvæmlega við
þá ímynd sem ég hef af Islandi og
því landi sem ég vil segja öðrum í
heiminum frá. Það besta við að vera
íslendingur er það að landið er svo
lítið og fólkið er svo fátt. Maður fær
að vera sendiherra eigin lands án alls
farangurs. Maður er ekki Þjóðverji
og þarf því ekki að hlusta á fólk sem
vill láta mann bera ábyrgð á seinni
heimsstyrjöldinni. Það hefur enginn
neitt upp á okkur að klaga og það er
frábær staða.“
Að mati Teits er ákveðinn tvískinn-
ungur ríkjandi í umhverfismálum
hér á landi og hann telur nauðsyn-
legt að skapa heildstæða stefnu sem
skapast geti sátt um. „Ég trúi því
að slík stefna geti orðið til ef hver ís-
lendingur skoðar hug sinn og allar
staðreyndir málsins. Það er ekki
samræmi í því að berja fjölskyldu
sína og prédika svo það að aðrir eigi
að vera góðar manneskjur. Það er
ekki samræmi í því að ein allra rík-
asta, heilbrigðasta og menntaðasta
þjóð í heimi, með allt þetta hreina
loft, tæra vatn og óspillta náttúru
sjái ekki tækifæri í öðru en að gera
landið að stóriðjuparadís. Hér er
velsæld og velmegun ríkjandi og
ef maður skoðar það sem er að ger-
ast úti í heimi þá sjáum við að hér
eru engin vandamál sem orð er á
gerandi. Síðustu tíu árin er búið að
keyra á það af mikilli hörku að gera
þetta land sem ég er að lýsa að ein-
hverri sérstakri miðstöð fyrir meng-
andi frumbræðslu málma. Þetta
passar einfaldlega ekki saman og
við þurfum að breyta um stefnu. Og
fyrst þarf að móta þá stefnu. Stjórn-
málamenn segja að hér sé ekki rekin
stóriðjustefna i dag. En það hefur
verið gert með þvílíkum elegans að
áliðnaðurinn er mj ög æstur í að opna
hér verksmiðjur. Og hvaða stefna er
þá ríkjandi í dag? Hana bara vantar. "*
Það kallast stefnuleysi, stjórnleysi.
Og ef maður rennir augunum yfir
álvers-óskalistann sýnist mér ríkja
hér stjórnlaus stóriðjuvæðing.“
Teitur hefur miklar skoðanir á
því hvort álverið í Straumsvík verði
stækkað og telur að hver einasti Is-
lendingur ætti að hafa möguleika
til að lýsa skoðun sinni á málinu og
hafa áhrif. „ísland er ekki einhver
konfektkassi þar sem hver og einn
lifir í sínu héraði og fer aldrei út
fyrir það. Það sem þarf er heildstæð
stefna stjórnvalda sem er samþykkt **
af þjóðinni um nýtingu og vernd
landsins. Við þurfum að hægja á
okkur, skapa þessa stefnu og skapa
um hana sátt. Að því loknu getum
við haldið áfram. Það gengur ekki að
fljóta sofandi að feigðarósi á meðan
verið er að skuldbinda stóran hluta
af orkulindum þjóðarinnar marga r
áratugi fram í tímann og sökkva
heilu breiðunum af landi til að reka
hér mengandi verksmiðjur. Virkjun-
arsinninn getur gert grín að náttúru-
vernd hinna svörtu sanda, og sagt
að það sé allt í lagi að sökkva þeim,
enda tóri þar bara nokkur eilífðar
smáblóm með titrandi tár sumar-
langt. Og núna eru rökin að sökkva
megi Þjórsárbökkum af því að þeir
séu ekki óspillt náttúra, heldur hafi
þar verið ræktað og gróið land frá
landnámi. Með leyfi, með þessum
rökum, hvað er þá eftir af lslandi?“
hilma@bladid.net
Námsstyrkir
Við vitum hvað námsmenn þurfa. Árlega veitir
Landsbankinn viðskiptavinum Námunnar
veglega námsstyrki. í ár höfum við hækkað
þá enn frekar og sýnum námsmönnum þannig
sjálfsagða tillitssemi.
Styrkirnir skiptast þannig:
• 3 styrkirtil framhaldsskóla- og iðnnáms,
150.000 kr. hver
• 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd),
300.000 kr. hver
• 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi
350.000 kr. hver
• 3 styrkir til listnáms, 350.000 kr. hver
Umsóknarfrestur er til 2. mars 2007. Allar
nánari upplýsingar og skráningarblöð eru að
finna á landsbanki.is.
410 4000 I landsbanki.is
Náman - námsmannaþjónusta Landsbankans