blaðið - 24.02.2007, Page 42
Fjör og fæða Alþjóðlega matarhá-
tíðin Food & Fun fer fram samhliða
Vetrarhátíð og munu meistarakokkar
sýna listir sínar íporti Hafnarhússins
í dag milli kl. 12 og 17.
Mynd/ÁmiSxberg
UM HELGINA
Köntrí á Akureyri
Köntrísveit Baggalúts skemmtir
Akureyringum og nærsveitar-
mönnum á Græna hattinum í
kvöld. Á dagskrá verða lög af
hljómdiskunum Pabbi þarf að
vinna og Aparnir í Eden. Tón-
leikarnir hefjast
um kl. 22
og er
aðgangs-
eyrir
2200
krónur.
Von í Vélsmiðjunni
Hljómsveitin Von leikur fyrir
dansi á skemmtistaðnum
Vélsmiðjunni á Akureyri f kvöld.
Frítt inn til miðnættis.
Hláturjóga fyrir alla
Hláturkætiklúbburinn verður
með opinn hláturjógatíma í dag
kl. 10:30 í sal heilsumiðstöðvar-
innar í Borgartúni 24. Aðgangs-
eyrir er 1000 krónur og eru allir
velkomnir.
42
LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 2007
hel
helgin@bladid.net
Rokkdrottningar á Broadway
Söngkonurnar Sigríöur Beinteinsdótttir og Bryndís
Ásmundsdóttir túlka helstu perlur rokkdrottningarinnar
Tinu Turner á Broadway í kvöld ásamt hópi valin-
kunnra listamanna.
blaðiö
Steinunn og Laxness
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur stýrir stofuspjalli um skáldsöguna
Heimsljós eftir Halldór Laxness á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag,
kl. 16. Hún mun einkum beina sjónum sínum að fyrsta hluta sögunnar,
' Kraftbirtíngarhljómi guðdómsins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Tónleikar í
Hafnarborg
Guðlaugur Kristinn Óttarsson
heldur tónleika ásamt níu
öðrum hljóðfæraleikurum í Hafn-
arborg á morgun, sunnudag,
kl. 20. Leikin verða verk eftir
Vivaldi, Bach og
Charles Mingus
auk tónverka
Guðlaugs sjálfs
sem verða í
fyrirrúmi á tón-
leikunum.
Hátíðarstemning verður í Reykjavík um helgina
Matur og menning
um alla Reykjavík
Söngtónleikar í
Salnum
Sópransöngkonumar Xu Wen
og Natalía Chow Hewlett halda
söngtónleika í Salnum í Kópa-
vogi ásamt Guðnýju Guðmunds-
dóttur píanóleikara í Salnum á
morgun, sunnudag, kl. 20. Á
efnisskránni eru Ijóðaflokkar
eftir Mahler og Julian Hewlett
og íslensk og erlend sönglög
og aríur.
Hljómsveitartónleikar
Tónlistarskólinn í Reykjavík
heldur seinni hljómsveitartón-
leika sfna á þessu starfsári í
Neskirkju í dag kl. 17. Stjórn-
andi er Gunnsteinn Ólafsson.
Aðgangur er ókeypis.
Franskur orgelleikari
Franski orgelleikarinn Vincent
Warnier heldur tónleika á
vegum Listvinafélags
Hallgrímskirkju á
morgun sunnudag
kl.17. Almennt verð
er 2000 krónur en
1000 krónurfyrir
félaga í Listvina-
félaginu og 1200
krónur fyrir nem-
endur og eldri
borgara.
Minningartónleikar
Minningartónleikar um Svandfsi
Þulu Ásgeirsdóttur sem lést í bíl-
slysi í desember verða haldnir
f Versölum, ráðhúsi ölfuss, á
mánudag kl. 18. Á þeim degi
hefði hún orðið sex ára. Meðal
þeirra sem fram koma eru
Lúðrasveit Þorlákshafnar og
hljómsveitirnar Tilþrif, Touch og
Corda, leikskólakór Bergheima,
Leone Tinganelli og Guðrún
Árný Karlsdóttir. Allir eru vel-
komnir og aðgangur er ókeypis.
Reykvíkingar og nágrann-
ar þurfa ekki að láta sér
leiðast í dag enda Vetrar-
hátíð í algleymingi og
margt um að vera víða í
borginni. Þá er enn fremur franska
menningarveislan Pourqoui pas?
nýhafin að ógleymdri alþjóðlegu
matarhátíðinni Food & Fun. Hún
er í fullum gangi í dag og erlendir
matreiðslumeistarar að störfum í
eldhúsum nokkurra helstu veitinga-
staða bæjarins. í dag milli kl. 12 og r7
gefst fólki einmitt tækifæri til að sjá
meistarana leika listir sínar í porti
Hafnarhússins við Tryggvagötu.
Dionysos tryllir lýðinn
Danshópurinn La Guardia Fle-
menca verður með danssýningu
á sama stað í kvöld kl. 21:30 og að
dansinum loknum stígur franska
hljómsveitin Dionysos á svið og
skemmtir áhorfendum.
Gömlu kartöflugeymslurnar í Ár-
túnsbrekku fyllast lífi á Vetrarhátíð
og þar fer fram fjölbreytt dagskrá í
allan dag. Sýningarnar Ólátagarður
og Dýrið í mér verða opnar þar milli
kl. 14 og 21. Þá verða kvikmyndir sem
Loftur Guðmundsson tók i Reykjavík
árið 1944 varpað á vegg allan daginn.
Ryþmísk áflog
Dansleikhús með Ekka verður
með uppákomu í kartöflugeymslun-
um í tilefni af tíu ára afmæli sínu kl.
20. Á sama tíma hefjast þar tónleikar
Flís tríós og Steintryggs sem standa
til kl. 22.
Borgarbókasafn býður upp á
ljóðagöngu í Elliðaárdal kl.14 en þar
hefur verið komið upp sértstakri
ljóðasýningu. Úlfhildur Dagsdóttir
og Jónína Óskarsdótttir leiða gesti
um sýninguna og skáldin Einar Már
Guðmundsson og Ingunn Snædal
slást í för. Lagt verður af stað frá Raf-
veituheimilinu.
Söguslóðir Frakka
Guðjón Friðriksson sagnfræðing-
ur leiðir göngu um slóðir Frakka í
Reykjavík og hefst gangan kl. 14 við
Vesturgötu 2 (Ingólfsnaust). Gengið
verður um miðbæinn auk þess sem
ekið verður að Franska spítalanum
og Höfða.
Sérstök hátíðardagskrá fyrir eldri
borgara fer fram í Tjarnarsal Ráð-
hússins kl. 15 þar sem Gerðuberg-
skórinn, Vinabandið, Sönghópur
Árskóga, hagyrðingar og grínistar
koma fram ásamt fleirum.
Yngri kynslóðin fær aftur á móti
eitthvað fyrir sinn snúð i Kjallaran-
um í Hinu húsinu þar sem fjölmarg-
ar efnilegar hljómsveitir troða upp
kl. 18.
Tónleikar í kartöflugeymslum
Flís tríó ásamt Steintryggi kemur
fram á tónleikum íkvöld kl. 20.
Mynd/Kristinn
Aðgangur er ókeypis á nær
alla viðburði Vetrarhátíðar. Dag-
skrána í heild sinni má sjá á
vetrarhatid.is.
Heimsmenning í Gerðubergi
Alþjóðlegt andrúmsloft fyllir sali
Gerðubergs í dag þar sem Heims-
dagur barnanna verður haldinn há-
tíðlegur í þriðja skipti. Þar fá börn
og unglingar tækifæri til að kynna
sér menningu frá öllum heimsálf-
unum og taka þátt í fjölbreyttum
listsmiðjum. Dagskráin hefst kl. 13 í
samkomusalnum þar sem nemend-
ur úr Háteigsskóla munu meðal ann-
ars setja á svið leikrit. Klukkustund
síðar hefjast listsmiðjurnar og tekur
hver um 45 mínútur þannig að krakk-
arnir geta tekið þátt í fleiri en einni.
Guðrún Dís Jónatansdóttir verkefna-
stjóri í Gerðubergi segir að smiðjun-
um sé ætlað að höfða til breiðs hóps.
,Það sem er nýtt að þessu sinni er að
nú erum við að reyna að fá ungling-
ana með líka,“ segir Guðrún Dís en
áður hefur dagskráin einkum verið
miðuð við yngri börn.
Óhætt er að segja að fjölbreytni ein-
kenni listsmiðjurnar og geta krakk-
arnir meðal annars lært að leika á
ástralska frumbyggjahljóðfærið did-
geridoo, kynnt sér arabíska stafrófið,
smíðað víkingavopn eða búið til tæ-
lenskar ávaxtaskreytingar. Einnig er
boðið upp á fjölda danssmiðja meðal
annars í afródansi, salsa, Bollywood,
íslenskum þjóðdönsum og krump
sem er nýjasti dansstíllinn frá Los
Angeles. „1 lokin verður afrakstur
af nokkrum smiðjum sýndur og við
vonum að þar verði sannkölluð karni-
valstemning þar sem allir koma og
sýna hvað þeir eru búnir að læra,“
segir Guðrún Dís.
Þeir sem ekki hafa áhuga á að taka
þátt í smiðju ættu samt sem áður
ekki að þurfa að láta sér leiðast því að
ýmsar uppákomur verða í anddyri
Gerðubergs og nóg að sjá og gera.
?r.
Dansarfrá Balkanskaga
Boöið verður upp á fjölda
danssmiðja á Heimsdegi
barna til dæmis í afródansi.