blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 44
44
LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 2007
blaðið
íþróttir
ithrottir@bladid.net
Skeytin in^
Stórkostleg frammi- ■
staða Cristiano
Ronaldo hjá
Manchester United
í vetur hefur ekki
farið fram hjá nein
um.Ýmsar kenningar eru uppi um
brottför hans í sumar og nú hefúr
forseti Inter Milan haít á orði að
skipti á honum og brasilíska sóknar-
manninum Adriano séu möguleg.
Óliklegt er þó að Ferguson sé
hrifinn af því enda hefúr Adriano
náð hylli í Milan fyrir partístand
fremur en knattspyrnuhæfileika.
20.00 Sýn Extra
Golf
Accenture mótiö
20.50 Sýn
Knattspyrna
Atletico Marfrirt -
Sunnudagur
12.50 SkjárSport
Knattspyrna
Wigan - Newcastle
14.45 Sýn
Knattspyrna
Arsenal - Chelsea
14.50 SkjárSport
Knattspyrna
Tottenham - Bolton
Fallbaráttuslagur Sáttur viö Pardew Líklega meö í dag Ósammála Eggerti
17.50 Sýn
Knattspyrna
Gimnastic - Valencia
19.50 Sýn
Knattspyrna
Barcelona - Athletic Bilbao
20.00 Sýn Extra
Golf
Accenture mótiö
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@bladid.net
Það kann að vera tilviljun ein að
gengi Charlton Athletic í ensku úr-
valsdeildinni á sama tíma og Her-
mann Hreiðarsson hefur verið frá
vegna meiðsla er hörmulegt. Hitt
er aftur á móti staðreynd að hans
er sárt saknað en þegar neyðin er
stærst er hjálpin næst. Líkurnar á
að Hermann verði í leikmannahópi
Charlton fyrir botnslaginn við West
Ham í dag eru góðar.
Mikilvægasti leikur leiktíðarinnar
Verði Hermann Hreiðarsson
með liði Charlton í dag er það vart
vatn á myllu annars íslendings
sem kemur að leiknum f dag. Egg-
ert Magnússon, stjórnarformaður
West Ham, mun ekki eiga sjö dag-
ana sæla nái fjárfesting hans ekki
stigi eða stigum gegn Charlton því
þá er farið að syrta verulega i álinn
eigi að takast að bjarga liðinu frá
falli úr úrvalsdeildinni. Sömu sögu
er að segja um Charlton en bæði lið
eru sex stigum frá 17. sætinu góða
eins og staðan er í dag.
Ánægður með Pardew
Fyrir utan þjóðernið eiga Her-
mann og Eggert fátt sameiginlegt.
Eggert sparkaði núverandi þjálfara
Charlton úr starfi hjá West Ham
vegna þess að mórallinn var svo
slæmur og við tók fyrrverandi þjálf-
ari Charlton, Alan Curbishley.
Hermann segir Pardew hafi verið
sem ferskur gustur í herbúðum
Charlton og stemmningin hafi ekki
verið betri hjá liðinu í langan tíma.
„Ég kann afar vel við hann og
hans aðferðir. Þetta var orðið dapur-
legt undir stjórn Ian Dowie og langt
síðan það var svona gaman að æfa
og spila eins og nú þó staða liðsins
sé ekki góð. Fyrir mitt leyti skil ég
ekki gagnrýni Eggerts á Pardew því
ég þekki hann af góðu einu.“
Klár í slaginn
Hermann segist vona að meiðsl
sín séu yfirstaðin en hann hefur
átt við hnémeiðsl að stríða síðan
fyrir jól sem hafa angrað hann af
og til síðan.
„Þetta er ekkert alvarlegt og ég
næ mér alveg fullkomlega. Ég var
bara of fljótur af stað síðast og hef
verið að bíta í súrt út af því nú. Það
er alltaf þessi keyrsla á manni og
ég vil spila hvern leik þannig að
kappið verður stundum meira en
forsjáin. En vissulega er einnig
pressa frá liðinu og þjálfara enda
hópurinn ekki stór og það munar
um hvern og einn.“
Hverjum degi nægir sín þjáning
Aðspurður hvort hann hafi
hugsað sér til hreyfings frá Charl-
ton segir Hermann svo ekki vera.
„Auðvitað er freistandi að álykta
sem svo þegar liðinu gengur illa
að leikmenn skoði slíka mögu-
leika' en það geri ég ekki. Mín
trú er að við björgum okkur frá
falli og að þvi vil ég einbeita mér.
Samningur minn rennur ekki út
fyrr en eftir tvö ár og þann tíma
sé ég mig spila fyrir Charlton og
enga aðra.“
B0TN ENSKU DEILDARINNAR:
Sætl Félag Leikir Mörk Stig
15 Sheffield Utd. 27 -12 30
16 Man.City; 26 -12 30
17 Wigan 1 27 -16 26
18 West Ham, 27 -24 20
19 Charlton i 27 -27 20
20 Watford f 27 -22 19
LIKUR VEÐBANKA:
Heimasigur (2,4) Jafntefli (3,3) Utisigur (3,1)
Fyrri leikir:
19. ágúst 2006 West Ham - Charlton 3-1
02. apríl 2006 West Ham - Charlton 0-0
31. des. 2005 Charlton - West Ham 2-0
22. jan. 2003 Charlton - West Ham 4-2
ÁRANGUR LIÐANNA
Charlton í vetur:
Heimasigrar 40%
Jafntefli heima 20%
Töp heima 40%
West Ham í vetur:
Útisigrar 34%
Jafntefli úti 18%
Töp úti 48%
Eggert Magnússon og West Ham United:
uð-aktín Fallbaráttan ekki eina áhyggjuefnið
GXTRA
Glucosamine & Chondroitirt
60 töflur
Heldur liöunum
liöugum!
fH) heilsa
M haföu þaö gott
Það eru spennuþrungnir dagar
framundan hjá Eggert Magnússyni,
eiganda West Ham United. í dag
spilar liðið við Charlton á útivelli en
báðum liðum er bráðnauðsynlegt
að ná stigum í fallbaráttu ensku
deildarinnar. En það er fleira sem
Eggert þarf að hafa áhyggjur af.
Enska knattspyrnusambandið
mun ákveða í dag eða strax eftir
helgina hvort refsa beri West
Ham vegna kaupanna á Argentínu-
mönnunum Javier Mascherano
og Carlos Tevez. Þykir margt und-
arlegt við hvernig þau kaup fóru
fram gegnum þriðja aðila sem
átti „réttinn” að leikmönnunum
tveimur. Reglur sambandsins eru
skýrar um aðkomu þriðja aðila að
kaupum og sölum á leikmönnum
og þykir æði margt vafasamt varð-
andi West Ham. Til dæmis að West
Ham, þrátt fyrir samning við þá
tvo félaga, hafði engan rétt til mót-
mæla ef fyrirtæki það er á réttinn
hefði ákveðið að selja. Er mögulega
hér komin ástæða þess hversu lítið
Argentínumennirnir voru notaðir
í vetur. Hefðu báðir staðið sig vel
hefði enginn grætt á því nema við-
skiptajöfrar þeir er réttinn eiga.
Þeir hefðu þá báðir verið seldir
þegar rétt verð hefði fengist, burt-
séð frá óskum West Ham.
West Ham getur verið sektað og
jafnvel dæmt til að tapa stigum þyki
sannað að reglur hafi verið brotnar.
Þá gæti fyrst virkilega farið að
kólna á gljáðum kolli Eggerts.