blaðið - 28.03.2007, Page 10
10 • FERMINGAR 2007
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 blaöiö
Hollustu Mmsendingar
heimí?
Ávaxtabíllinn keyrir
til heimila síðdegis
á fimmtudögum
www.avaxtabillinn.is
Skartgripaskrín
er góð gjöf
Margar gerðir
0r£ingey
Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is
k- iÉ*-
Fermingarfræðsla:
Séra Vigfús hefur staðið
fermingarvaktina i 30 ár.
FERÐATÖSKUR
ÍÞRÓTTATÖSKUR
BEAUTYBOX
BAKPOKAR
SEÐLAVESKI
blaöi
Auglýsingasíminn er
510 3744
Hefur fermt mörg þúsund íslendinga
Fermingarbamið
svaraði „yes
Vigfús Þór Árnason, sóknar-
prestur í Grafarvogskirkju, hefur
fermt íslensk ungmenni í 30 ár.
Hann stendur vaktina sem aldrei
fyrr og leiðir stærsta söfnuð lands-
ins en meðlimir hans eru um 20.000.
„í ár fermast 316 börn i Grafarvogs-
kirkju. Það er reyndar stórfrétt að
segja frá því að nánast hvert einasta
barn í 8. bekk í Grafarvogi fermist í
einhverri þjóðkirkju, sem er óvenju-
legt miðað við þéttbýli.”
í vor verða 16 fermingar í Grafar-
vogskirkju, tvær á hverjum helgum
degi og er hver þeirra í umsjón
tveggja presta en við kirkjuna eru
starfandi fjórir prestar.
Vigfús hefur verið lengi að og
hefur að eigin sögn fermt mörg þús-
und íslendinga. Finnst honum vorið
einn skemmtilegasti tími kirkjuárs-
ins vegna páskahátíðarinnar og
ferminga.
„Varðandi fermingarbörnin í heild,
þá eru þau víðsýn, alveg ótrúlega
jákvæð og einfaldlega skemmtileg.
Þau vita alveg hvað athöfnin snýst
um.”
Vinnan fyrir fermingardaginn
hefst strax í ágúst; setnar eru
kennslustundir í fermingarfræð-
unum, farið í fræðslu- og skemmti-
ferð í Vatnaskóg auk þess sem ýmis
verkefni eru unnin allt fram að vori.
Þá er þreytt próf sem á að tryggja
grunnkunnáttu í fermingarkverinu,
en ef útkoma þess er eigi ásættan-
leg eru fermingarbörn send í þar til
gerða aukatíma.
„Þegar ég fermdist, fyrir 46
árum, þá vissu fermingarbörn ekki
næstum því jafnmikið og þau gera
í dag,” segir Vigfús og minnir á
að fermingar hafi í gegnum tíðina
haft mikil og sterk áhrif á íslenskt
þjóðlif.
Aðspurður hvort hann haldi
að ungmenni láti einungis ferma
sig vegna gjafanna stendur ekki á
svörum hjá Vigfúsi. „Ég held nú að
fermingarbörn myndu ekki standa
í vinnunni við ferminguna frá því i
ágúst og fram á vor einungis vegna
gjafanna, þó það sé að sjálfsögðu
gaman að fá þær. Alveg eins og fólki
finnst skemmtilegt að fá góðar gjafir
í fimmtugs- eða sextugsafmælisgjöf.
Við förum nú í gegnum þessi mál í
JJ
fræðslunni og börnin brosa og vita
alveg hvað þau eru að gera.”
Þegar Vigfús er inntur eftir eft-
irminnilegu atviki á fermingarferl-
inum minnist hann sérstaklega
eins atviks. „Það átti sér stað þegar
áhrifin frá enskri tungu leyndu sér
ekki meðal yngri kynslóðarinnar.
Þá spurði ég eitt fermingarbarnið
hvort það vildi leitast við að gera
Jesú Krist að leiðtoga lífs sína. Og
það svaraði, mjög ákveðið í bragði:
„yes” svo ómaði um alla kirkju. Að
sjálfsögðu skelltu margir kirkju-
gestir upp úr en fermingarbarnið sá
alls ekki hvað var svona skondið við
tilsvar þess.”
Nú hafa miklar öfgar sprottið upp
af markaðnum í sambandi við gjafir
og útlitsfegranir fermingarbarna;
brúnkumeðferðir, rándýrar gjafir
og svo framvegis. Hvað ætli Guðs
mönnum þyki um það? „1 þeim
efnum má ekki síður benda þeim
eldri á að kunna sér hóf. En hingað
til hefur nú reynst allra best að fara
milt í þau efni,” segir séra Vigfús að
lokum, sem hefur farið í ansi margar
fermingarveislur á ævinni.
1 ássLil
■ 20 % fermingarafsláttur
á öllum trönum
og málarasettum
til páska
LITIR OG FOMPUR
Skólavörðustíg 12 Reykjavík og Smiðjuvegi 4 Kópavogi
HPI Firestorm ÍOT Nýr og
öflugur bíll frá HPI
Tómstundahúsið
Nethyl 2,
sími 5870600,
www.tomstundahusid.is