blaðið - 28.03.2007, Síða 17

blaðið - 28.03.2007, Síða 17
blaðið MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 Litadýrðin og föndrið ríkjandi Fólk frakkara við að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. Litadýrð og föndur vinsælt á ný Það er óhætt að segja að und- anfarin ár hafi borðskreytingar í fermingum verið almennt séð frekar fábrotnar. Nú virðist sem litadýrðin sé á nýjan leik að ná fót- festu í borðskreytingum. Heiðrún Björk jóhannsdóttir, innkaupa- stjóri hjá Blómavali, segir að und- anfarið hafi fólk verið að leyfa sér í sífellt meira mæli að nota ímyndun- araflið og sköpunargleðina þegar kemur að borðskreytingum fyrir ferminguna. Allskonar borðskraut er nú orðið algengt á veisluborðunum og Heið- rún segir að það sé mikil breyting frá því sem áður var. „Það er allt búið að vera svo ofboðslega einfalt undanfarin ár en nú er dúlleríið að koma aðeins meira inn. Fólk er að setja allskonar fiðrildi, fjaðrir og smáskraut á borðið." Fólk er því farið að leyfa sér mun meira föndur við veisluborðið en áður tíðkaðist. í gegnum tíðina hefur litadýrð í islenskum fermingum verið frekar fábrotin. Heiðrún segir að nú sé það orðið algengt að fólk blandi saman litum eða litatónum við fermingarveisluna. „Fólk er ekki feimið við að blanda saman litum, hér áður fyrr var alltaf einn og sami tónninn í gegnum ferminguna." Hún segir að vinsæl- ustu litirnir séu sem fyrr blátt fyrir drengi og bleikt fyrir stelpur en þó eru margar litablöndur einnig vin- sælar. „I strákafermingunum eru helstu litirnir blátt og limegrænt, jafnvel blátt, limegrænt og túrkis- blátt. Hvað stelpurnar varðar þá er þetta mjög mikið bleikt og svo bleikt og appelsínugult. Svo hefur líka bleikt, rautt og appelsínugult verið vinsælt.“ Heiðrún segir að þó litadýrðin og föndrið sé vissulega áberandi um þessar mundir þá sé það síður en svo ríkjandi. „Einfaldleikinn er vissulega ennþá til staðar." ywaö \5Ú 9enr sVóptir 30.00° &*»**?* KAorBooV.íarto ,a trte\ra 'U" t\\ vtöbótar \ ltttakenduro pöa 'Pod sVlV Landsbankinn &|ÉÍ!pS. Wr-rrr, rrrr,rm;r ■M ; v: A-,1,' 1 ' '.' v .-. ■ www.mjolka.is Veldu þann sem þér þykir bestur! Q ÁN BRAGÐEFNA Q ÁN GELATÍN* Q ÁN ROTVARNAREFNA * i8% Sýrður rjómi

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.