blaðið - 29.03.2007, Síða 15

blaðið - 29.03.2007, Síða 15
blaðiö FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 15 íslandshreyfingin Ætla mætti að manneskjur væru þróaðar og margbrotnar skyn- semisverur. Ekki hefur þær skort tímann til að svo mætti verða. En undanfarin tuttugu ár eða lengur hefur græðgisvæðing viðgengist sem aldrei fyrr. Fólk hefur meiri áhuga á peningum en mannlegum gildum og skilur ekki lengur mikil- vægi náttúrunnar. Ótrúlega margir loka skilningarvitum sínum fyrir skuggalegri breytingu í umhverf- inu. Ónáttúrulegur myrkraferill af mannavöldum er hafinn í háloft- unurn. Ógnin stafar af svifryki og koltvísýringi, ásamt öðrum sóða- skap rnanna gagnvart náttúrunni. Slíkt veldur óeðlilegri hlýnun sem flýtir bráðnun jökla langt umfram það sem verið hefur. Sérfræðingar hafa útskýrt hrikalegar afleið- ingarnar þess er sjór hækkar og lægstu hlutar landa sökkva í sæ. Loftslag mun versna og er þó víða við hættumörk. Ljósi punkturinn er að fólk sem fylgist með hefur áttað sig á hættunni og tekið af- stöðu gegn óþarfa landspillingu og mengunarvöldum. Mestu umhverfissóðar (slandssögunnar Núverandi stjórnvöld eru mestu umhverfissóðar íslandssögunnar. Þau svífast einskis ef hægt er að kreista krónur út úr landinu og þegar svo ber við má hin fegursta náttúruperla sín lítils. I augum núverandi stjórnar er flest verð- mætara en auðæfin í umhverfinu. Sjónarmið sem eitt og sér ætti að skelfa þjóðina. Formælendur virkj- ana og stóriðju fyrir útlenda auð- hringi eru voldugir og varasamir, því verkum þeirra fylgir eyðilegg- ing ómetanlegra náttúruauðæfa og stórhættuleg mengun. Ráðamenn segjast með þessu bjarga viðkom- andi landsbyggð. Öllu má nú nafn gefa. Hvar var sú umhyggja þegar sægreifum var gert mögulegt að færa lifibrauð byggðanna til og frá að eigin geðþótta? Þar eins og í stóriðjunni markar gróðafíkn ein- staklinga sporin án tillits til velfarn- aðar. Sá er hvorki ríkur né vel settur sem á erfitt með öndun vegna þess að grámi loftleysis umlykur allt. Fjórflokkarnir hafa ekki staðið sig í þessum málum, né þeim er snúa að æsku, elli og sjúkum. Láglauna- fólkið býr við þrældómskjör og getur lítið veitt sér. Stjórnarflokk- arnir eru þó verstir og fjandskapur þeirra gegn því sem veitir fólki vel- líðan og öryggi, torráðinn. Heilsteyptur og fær Hreyfing sem sameinar það besta úr öllum þessum flokkum og færir þjóðarviljann á hærra plan með nýjum og skýrari áherslum á börn og aldraða og alla þar á milli er komin til að gera sitt besta fyrir fólkið í landinu. Allir ættu að vita, að án hreins lofts og heilnæms umhverfis er lífið lítilsvirði. Því er umhverfisvernd ríkur þáttur í stefnu íslandshreyfingarinnar og ekkert sem varðar fólk og land henni óviðkomandi. Eflaust hefur Framtíðarlandið verið hluti af fyr- irmyndinni, en það eru félagssam- tök bestu gerðar sem stofnuð hafa verið á íslandi. Fyrir Islandshreyf- ingunni fer valinkunnur hópur með Ómar Ragnarsson í forsvari Leiðrétting Þau mistök urðu við vinnslu Blaðsins í gær að við mynd á blaðsíðu 2 stóð nafnið Guð- mundur A. Magnússon. Um var að ræða Guðmund A. Guðmundsson, sérfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Islands, og leiðréttist það hér með. Afhverju forgangsraða stjómvöld slíkrí kvenfyrirlitningu íþinglok? Umrœðan Albert Jensson bráðabirgðastjórnar. Hann hefur nú þegar orðið fyrir grunnhygg- inni, nánast illgirnislegri gagnrýni. Nú á að kveða Ómar niður á þeirri forsendu að skemmtilegur og rétt- sýnn maður geti aldrei orðið al- vöru þingmaður. Ómar er óvenju heilsteyptur og fær. Hann þekkir landið eins og fingurna á sér og hefur i þáttum sínum komist nær fólki en nokkur annar. Þeir sem finnst Ómar stressaður, jafnvel ofvirkur, leggja rangt mat á mál- flutning hans og framkomu. Ómar leggur sig allan fram þar sem hugur og tilfinningar fara ham- förum. Hann veit um alvöru næstu kosninga. Ég trúi að þjóðin treysti Ómari og hinu góða fólki sem stendur að íslandshreyfingunni. Áherslur þeirra í stjórnmálum munu snúast fyrst og fremst um land og fólk. Komist þau til áhrifa mun græðgi og spilling eiga erfitt uppdráttar. Ómar er snillingur sem aðskilur skemmtun annars vegar og alvöru hins vegar. Það þýðir þó ekki að Islandshreyfingin verði ekki skemmtilegur alvöru- flokkur. Fólk mun átta sig á síðustu verkum ríkisstjórnarinnar. Vændi var lögleitt, en málum blindra og heyrnarlausra frestað. Spurningar dagsins: Eiga vændi og mannfyr- irlitning samleið? Af hverju for- gangsraða stjórnvöld slíkri kven- fyrirlitningu í þinglok? Höfundur er trésmíðameistari RÝMINCARSALA afsláttur af öllum vörum í versluninni Komdu og gerðu frábær kaup t HÍ ö a r t BÆJARLIND 6 201 KÓPAVOGI SfMI 554 6300

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.