blaðið - 29.03.2007, Síða 24

blaðið - 29.03.2007, Síða 24
32 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 blaðið 48k 48k@bladid.net Kílóbæt f f A>j.nijn.iy!i',i Fullt af litum ZX Spectrum var fyrsta fjöldaframleitfda breska einkatölvan. Hún kom á markað árið 1982. Helsti keppinautur hennar var hin ameríska Commadore64. Nafnið Spectrum átti að undirstrika litaskjá vélarinnar. Tölvan var vinsæl leikjavél og voru framleidd hátt í 14.000 forrit fyrir hana, mestmegnis leikir. Raftækjaeftirhermur skjóta upp kollinum: MILLJÚN DOLLARA FERÐAVÉL Breska fyrirtækið Luvaglio hefur nú líklegast fram- leitt dýrustu ferðatölvu í heimi. Vélin státar af 17" LED upplýstum skjá, Blu Ray-drifi, 120gb flash hörðum diski og innbyggðum skjáhreinsibúnaði. Vélin er svo skreytt með fágætum gimsteinum og mun komatil með að kosta hátt í 70 milljónir. ÞRIÐJA HÖNNUNARSVÍTAN I vikunni kynnti Adobe-fyrirtækið nýjan Creative Suite 3 forrita pakka. Hafa öll forritin eins og Photoshop, lllustrator og InDesign fengið stórar uppfærslur, ásamt því að forritin sem Adobe eignaðist frá Macromedia eins og Dreamweaver og Fiash, verið samhæfð öðrum Adobe-forritum. Makkar fá núna fuil- kominn stuðning fyrir Intel-örgjörva sem mun gleðja margan Makkamanninn. EPLA-SJÓNVARPIÐ HAKKAÐ AppleTV fór í sölu í Bandaríkjunum nú í vikunni. Tækið gerir manni kleift að streyma hljóð og vídeó úr tölvu í sjónvarp. Tækið spilar þó ekki allar tegundir vídeó-skráa, en þaö leið ekki á löngu þar til tækið var „hakkað" til að spila fleiri tegundir skráa. Ferlið fyrir það þykir þó með ein- dæmum . flókið. PS3 HJÁLPAR AÐEINS TILI nýjustu upp- færslu Playstation 3-stýrikerfisins kemur forrit sem kallast folding@home. Forritinu er ætlað að aðstoða við leit lækninga á sjúkdómum á borð við Alzheimers. Forritið sækir gögn á Netinu, reiknar og sendir svo niðurstöð- urnar út. PS3 er strax komin átopp 10 lista yfir afkastamestu tölv- urnar, á aðeinsfáeinum dögum. SAMSUNG MINNKAR FLÖGURNAR Sam- sung kynnti um daginn nýja 8,4 megapixla CMOSflögu. Hún er minni og þarfnast minni orku en sambærileg- ar CMOS- og CCD-flögur. Nýja flagan gerir það mögulegt að hafa t.d. öflugri myndavélar í far- símum, ásamt því sem rafhlöður símans endast mun lengur. SPILAKASSAR ERU EKKI ALVEG DAUÐIR Japanski tölvuleikjaframleið- andinn Namco stendur nú í þróun næstu kynslóðar af spilakössum, en spilakassar eru enn mjög vinsælir í Japan. Namco hefur ákveðið að notast við vélbúnað byggð- an á PS3 í kassana. Fyrsti leikurinn sem kemur verður að öll- um líkindum Tekken 6 og mun nýr Time Crisis-leíkur fylgja I skömmu seinna. Treysti of mikið á tæknina Tæknin er ekki alltaf það allra besta sem völ er á. Fólk hefur í síauknum mæli verið að leggja meira og meira traust á tæknina, stundum það mikið traust að það tekur frekar mark á tækninni en sinni eigin dómgreind. Bresk kona á þrítugsaldri ætti virkilega að fara að athuga sinn gang eftir að hún ók rándýrum Mercedes Benz SL500 út í á fyrr í mánuð- inum. Þetta óhapp er hægt að rekja til þess að konan tók frekar mark á GPS-leiðsögutækinu í hinum fokdýra Benz en að treysta hinum fjölmörgu skiltum sem vör- uðu við því að vegurinn væri ekki hæfur vélknúnum ökutækjum Konan barst með bílnum um 200 metra niður eftir ánni en var þá bjargað af bónda sem var í grenndinni. Hin 12 milljóna króna Benz-bifreið slapp hins vegar ekki eins vel þar sem hún náðist ekki úr ánni fyrr en eftir viku og var þá afskrifuð sem ónýt. Það er alveg spurning hvort fólk ætti ekki að horfa aðeins betur á veg- inn heldur en að glápa á leiðsögu- tækið. Árás klónanna Eftir Elías R. Ragnarsson elli@bladid.net Með vinsælum vörum koma óvin- sælar eftirhermur. Alveg eins að öllu leyti nema fyrir smávægilegar útlits- breytingar og mikinn gæðamun. Apple-tölvurisinn er oft fórnarlamb eftirhermu-fyrirtækja, þá sérstak- lega iPod-spilarinn. Frægt er kæru- mál Apple gegn fyrirtækinu LuxPro sem gaf út SuperShuffle-spilarann örfáum vikum eftir að Apple gaf út iPod Shuffle. Ekki var nóg með að spilarinn væri alveg eins, heldur var auglýsingaherferð LuxPro nánast alveg eins og auglýsingar iPod Shuffle Eftir lagabar- áttu við Apple var hönnun s p i 1 a r a n s breytt lítillega og nafninu einn- ig í SuperTangent. Meizu er annað fyrirtæki sem hef- ur gert það gott með eftirhermum. Þeir ganga þó ennþá lengra, því spil- arinn þeirra „Meizu MiniPlayer" hef- ur verið í framleiðslu um nokkurn tíma. Þegar Apple kynnti iPhone-sí- mann liðu aðeins nokkrar vikur þar til Meizu kynnti M8 MiniOne, sem er nánast alveg eins og iPhone í út- liti. Hvorki iPhone né M8 eru komn- ir á markaðinn en tilraunir Apple til að banna söiu hans ganga illa. Sam- i kvæmt Meizu Lhermdu þeir " bara smá“ eftir iPhone. Það er far- ið að verða algengara að fyr- i r t ækin selji svokall- aða Apple iP- hone. Nú þegar eru nokkur dæmi þar sem gengið er svo langt að stela bakgrunnum og íkonum úr MacOS X-stýrikerfinu og setja í símana. Þó er meira af eftirhermum sem eru líkar en þó auðsjáanlega eftir- hermur. Apple-merkið snýr öfugt eða er með tvö lauf, svo eru breyting- ar á nöfnum sem geta oftar en ekki hljómað hálfkjánalega, eins og til Gígabæt dæmis iBob nano. Apple er þó langt frá því að vera eina fyr- irtækið sem hermt er eftir. Stuttu eftir að Nok- ia kynnti 7260 tískusí- mann, kom á markaðinn sími sem var nánast alveg eins. Hann var þó kallaður MP4 7260. Eftirhermufram- leiðendur auglýsa gjarnan tækin með mögu- leika á afspilun Mp4-skráa. Eða einfaldlega kalla tækið MP4, hvort semþað spil- ar slíkar skrár eður ei. Gjarnan er hermt eftir Razr-símum Motorola og Walkman-símum SonyEricsson, sem þá eru auglýstir sem Mp4- símar. Leikjatölvur eru einnig klónaðar. Sony PSP, Gameboy og Nin- tendoDS eru mjög vinsælar, hins vegar spila þessar vélar náttúrlega enga leiki, nema kannski innbyggðan Tetris-leik. Þessi iðja er ólögleg um mestallan heim, hins vegar eru höfundarrétta- lög víða i Austurlöndum ónákvæm. Því er hægt að framleiða þessar vör- ur og dreifa, án þess að fyrirtækin Mikil litadýrð Þessir auglýsa sig bara sem iPod Mini, samt eru þeir augijósiega frábrugðnir þeim up- prunalegu sem hermt er eftir geti nokkuð gert í því. Til dæmis hefur Apple tapað lögsóknum vegna iPod-klóna. Ein- hver dæmi hafa komið upp um sölu klóna í Evrópu, þar á meðal hér á Is- landi, þegar reynt var að flytja inn iPod-miniklóna. Þó er lítið um slík tæki á Vesturlöndum þar sem sala og dreifing klóna er ólögleg. blaðið SMAAUGLYS!NGAR@BLADID. Skjálfhentir varist þennan Það er hægara sagt en gert að flokka Kororinpa-leikinn með ein- hverjum öðrum leikjum. Á vissan hátt má segja að ef Locoroco- og Merc- ury-leikirnir myndu eignast afkvæmi þá væri Kororinpa afsprengið. í leikn- um reynir spilarinn að stýra litlum kúlum í gegnum þrautabraut, safna kristöllum og passa sig á gildrum. Það er pottþétt að Kororinpa gæti ekki gengið á neinni annarri tölvu en Wii, a.m.k. ekki nema með mjög breyttum stýritækjum. Leiknum er stýrt með því að halla fjarstýring- unni á alla kanta og með því er braut- inni hallað og kúlan rúllar sína leið. Þarna kemur sér vel hversu næm Wii- fjarstýringin er og bókað mál að PS3 Sixaxis-stýripinninn gæti ekki höndl- að þessar stýringar. Kúlurnar í leiknum eru með mis- munandi útliti, eiginleikum og hljóð- =37% um. Spilarinn vinnur sér inn fleiri kúlur með því að vinna fleiri borð og eru kúlurnar til dæmis í formi panda- bjarna, kettlinga og ýmissa annarra fígúra. Bæði grafíkin og hljóðin í leiknum eru einföld. Kúlurnar tísta og skrækja en annars er hljóðið í leiknum eitthvað sem tekur vart að minnast á. Leikurinn er bæði í útliti og spilun barnalegur og er því ekki fyrir alla að taka þennan undarlega leik í sátt. Einnig er vert að taka það fram að skjálfhentum mun væntanlega ganga mjög illa að spila leikinn því einn smá- vægilegur kippur getur orsakað það að kúlan fellur út af borðinu og því þarf að byrja borðið upp á nýtt. Það gerir það að verkum að leikurinn nær að breyta mesta rólyndisfólki í garg- andi villidýr á mettíma.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.