blaðið - 29.03.2007, Síða 26

blaðið - 29.03.2007, Síða 26
34 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 blaöið konan i konan@bladid.net Kjósið rétt! Nú eru kosningar framundan, bæði í Hafnarfirði sem og alþingiskosningar i maí. Kosningaréttur hvers og eins er mik- ilvægur og því ættu allar konur að nýta sinn kosningarétt. Gluggaveður Þótt úti virðist sem vorið sé á næsta leiti getur ennþá verið frekar kalt. Það er því ekki ráðlegt að þakka niður húfum og vettlingum strax. Hólmfríður Anna Baldursdóttir ,UNICEF bólusetur 100 milljónir barna gegn misiingum og er talið að það bjargi lífi 2,5 milljóna barna." Hólmfríður Anna er í gefandi og skemmtilegu starfi Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Hreinsun Styrking Dagfeg vernd Hrcínsikrem Andlitsvatn Rósakrem Hreinsimjólk Fljótandi dagkrem Kveðukrem Hiö sérstaka viö Dr.Hauschka snyrtivörurnar Húðin býr yfir cigín krafti til að víðhalda jafnvægi pg cndurnýja sig. Húðsnyrtivörur ættu að styðja þcssi ferli. Það gera snyrtivörurnar frá Dr.Hauschka og þess vegna eru þær svo sérstakar. Kynning á hinum virtu náttúrulegu Dr.Hauschka snyrtivörum í verslun Yggdrasils Skólavörðustíg 16, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Dr.Hauschka snyrtifræðingur veitir ráðgjöf. Frá náttúrunni til þín Starf mitt skiptir máli Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsd. svanhvit@bladid.net Hólmfríður Anna Baldursdóttir hefur verið upplýsingafulltrúi UN- ICEF ísland í rúmlega þrjú ár og segir starfið vera einkar skemmti- legt. „Mig hafði alltaf dreymt um að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum, langaði að vinna í þróunarsamstarfi og láta gott af mér leiða. Þetta er ótrúlega gefandi starf og ég finn það á hverjum einasta degi að starf mitt skiptir máli. Ég er alltaf að fá frétt- ir af þvi hvernig við hjálpum til og hvað UNICEF er að gera úti í hinum stóra heimi. Það er rosalega gefandi og gefur manni aukakraft þegar við vinnum mikið,“ segir Hólmfríður Anna sem hefur hlotnast sú gæfa að ferðast á vegum UNICEF til að fylgj- ast með verkefnum stofnunarinn- ar. „Það er skemmtilegt að sjá hve miklu máli peningarnir skipta sem við söfnum. Til að mynda bólusetur UNICEF 100 milljónir barna gegn helstu barnasjúkdómum og er talið að það bjargi lífi 2,5 milljóna barna.“ Tilfinningalegur rússíbani Fyrsta ferðin sem Hólmfríður Anna fór á vegum UNICEF var til Úkraínu þar sem hún heimsótti götubörn og fylgdist með verkefni sem snýr að ungum mæðrum með HlV-smit. „Þetta var tilfinningarík og áhrifamikil ferð, eins og allar þessar ferðir eru. Þær geta verið erfiðar en þær eru líka tilfinninga- legur rússíbani því maður sér mikla eymd en líka hvernig hægt er að skipta máli. Sem gerir það að verk- um að maður fyllist stolti og vilja til þess að halda áfram,“ segir Hólm- fríður Anna og bætir við að börn verða í auknum mæli fórnarlömb HlV-sjúkdómsins. „1 átaki UNICEF er lögð áhersla á að það er auðvelt að koma I veg fyrir smit frá móður til barns. Nýsmit verða sífellt algeng- ari í yngri einstaklingum og sérstak- lega ungum konum. Þessu vill UN- ICEF brey ta og þá helst með fræðslu um smitleiðir, umönnun munaðar- lausra, lyfjagjöf ásamt því að koma í veg fyrir smit frá móður til barns.“ Umræðan litast af for- dómum og fáfræði Hólmfríður Anna er ein af stofn- endum Bríetar, félags ungra femín- ista og hefur því ákveðnar skoðanir á jafnréttisbaráttu. „Fyrir kosning- ar fyrir fjórum árum var jafnréttis- baráttan sett á oddinn en í ár finnst mér vanta meiri umræðu um jafn- réttismál. Ég hef séð alls kyns um- ræður á bloggsíðum þar sem talað „77/ að mynda bólusetur UNICEF100 milljónir bama gegn helstu bama- sjúkdómum og er talið að það bjargi lífi 2,5 milljóna bama“ er um að femínistar geri ekki nógu mikið eða of mikið í staðinn fyrir að meta það sem femínistar hafa gert hingað til og læra af því hverju þær hafa áorkað í gegnum tíðina. Kjarn- inn í þessari umræðu eru fordóm- ar og fáfræði gagnvart femínisma. Fólk segist vera jafnréttissinnar en ekki femínistar því það vill ekki flokkast undir öfgafemínisma og er af einhverjum ástæðum hrætt við þann stimpil. Femínismi er í raun mannréttindabarátta og vilji til að bæta samfélagið. Enda er mikil sam- staða í jafnréttisbaráttunni eins og sjá mátti á baráttukvöldi Bríetar 8. mars síðastliðinn. Þá fann ég fyrir mikilli gleði og samstöðu og ég vildi óska að í stað þess að nöldra yfir því að einhverjir öfgafemínistar séu að eyðileggja allt þá myndu fleiri taka þátt í baráttunni og vinna saman að jafnrétti kynjanna. Það er það sem skiptir máli.“ Innréttingar í öll herbergi heimilisins. Fagleg ráðgjöf og glæsilegur sýningarsalur. JKE DESIGN / Oteljandi möfjuleikar Veldu möguleika Mörkinni 1 108 Reykjavlk sími 515 0700 www.jke-design.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.