blaðið - 29.03.2007, Síða 27
blaðið
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 35
-X
Elma Lísa Gunnarsdóttir
Aldur: 33 ára Starfsheiti:
Hvað ætiaðir þú að verða
þegar þú varst lítil?
Ég ætlaði að verða dansari eða búð-
arkona.
Hvað er kvenlegt?
Góð lykt.
Er munur á körlum og konum
og ef svo er hver er hann?
Já, algjörlega. Það er tvennt ólíkt,
jafn ólíkt og harðfiskur og pylsa.
Er fullu jafnrétti náð?
Nei, alls ekki. Það er enn langt í
land.
Hvað skiptir þig mestu í lífinu?
Góð heilsa, ást og friður.
Leikkona
Helstu fyrirmyndir?
Þær eru margar; maðurinn minn,
fjölskylda og vinir mínir.
Ráð eða speki sem hef-
ur reynst þér vel?
Komdu fram við aðra eins og þú vilt
að aðrir komi fram við þig.
Uppáhaldsbók?
Ein af mínum uppáhaldsbókum
heitir Svo fögur bein eftir Alice Se-
bold.
Draumurinn minn?
Eilíft líf og friður á jörðu, halelúja.
E!
á laugardögum
Auglýsingasíminn er
510 3744
Staða innflytj-
enda á vinnu-
markaði
Menntun mun vera ein heppi-
legasta leiðin til að jafna kjör og
aðstæður þegna í hverju ríki og
um leið veitir hún hæfileikafólki af
öllum stigum tækifæri til að skara
fram úr og þroskast enn frekar.
Þetta á auðvitað við um innflytj-
endur eins og aðra, en forsendur
þeirra eru aðrar en þeirra sem eru
með þjóðtunguna að móðurmáli.
Þetta og fleira mun koma fram í
máli Gauta Kristmannssonar, dó-
sents í þýðingafræðum, á málþingi
um stöðu innflytjenda á vinnumark-
aðnum með tilliti til tungumálakunn-
áttu. Einnig munu Halldór Grönvold,
aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og
Barbara J. Kristvinsson, ráðgjafi
hjá Alþjóðahúsi, stíga á stokk.
Halldór mun fjalla um fjölgun út-
lendinga á vinnumarkaði síðustu
misseri og hvernig þessar breyt-
ingar horfa við innflytjendunum ann-
ars vegar og þeim sem fyrir voru á
vinnumarkaði hins vegar. Barbara
ræðir um þau vandamál sem mæta
innflytjendum á íslenskum vinnu-
markaði, mismun á vinnumenningu,
viðhorfum og væntingum starfs-
manna og stjórnenda. Allir eru
velkomnir á málþingið sem haldið
verður í Öskju á föstudag klukkan
14:00.
Kvenfólk og
brennivín
[ kvöld verður áhugaverður fyrir-
lestur um kvenfólk og brennivín
í Húsinu á Eyrarbakka klukkan
20:30. Erlingur Brynjólfsson sagn-
fræðingur flytur fyrirlesturinn sem
fjallar ekki um drykkjusögur eða
leit að drykkfelldum konum aftur
í tímann heldur um vöruna sjálfa,
viðhorf til hennar og hvernig hún
endurspeglar átök í samfélag-
inu. Einnig verður fjallað um áhrif
bindindishreyfinga á líf kvenna
um aldamótin 1900 og breytingar
á réttindum kvenna í tengslum
við áfengisnotkun, hvers vegna
sérstakt kvennavín var bruggað á
Eyrarbakka fyrr á tíð, hvernig konur
notuðu vín og sitthvað fleira.
www.ellingsen.is
Browning-dagar
í EUingsen 27. mars til 4. apríl
BRQwninG
Glænýir A-Bolt-veiðirifflar frá Browning í mismunandi útfærslum og hlaupvíddum á frábæru verði.
Allar Browning-haglabyssur eru á sérstöku tilboðsverði.
Einnig bjóðum við aukahluti, s.s.þrengingar, byssupoka, húfur, boli o.fl. með 25% afslætti.
Kynnið ykkur riffilpakkana frá Browning með ásettum sjónaukum (sjá www.etlingsen.is).
Veiðirifflar
A-Bolt Hunter Cal. 223, 22-250, 243 & 270WSIVI
Verð 99.900 kr.
Tilboð 84.915 kr.
A-Bolt Staintess Cal. 223, 243 & 308
Verð 114.9000 kr.
Tilboð 97.665 kr.
A-Bolt Composite Cat. 222,243 & 308
___ __________Verð 92.900 kr.
Haglabyssur
Tilboð 78.965 kr.
B525 tvíhleypa y/u 12/76
Verð 243.900 kr.
r
Tilboð 207.315 kr.
Gotd Sup Light 3,5"
Verð 138.216 kr.
Tilboð IIO.572 kr.
Fusion 2oga
Verð 147.900 kr.
Tilboð IIO.925 kr.
Phoenix Hunter
Verð 114.900 kr.
Tilboð 97*665 kr.
Fiskislóð 1 • Simi 580 8500 • Póstsendum um allt land
Tryggvabraut 1-3, Akureyri • Simi 460 3630
Ellingsen
fullt hús œvintýra