blaðið - 29.03.2007, Page 29

blaðið - 29.03.2007, Page 29
blaðið FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 37 ■■n Sjópottur í Laugardal I Laugardalslaug er nýbúið að koma upp heitum potti sem fylltur er með 40 gráða heitum sjó úr bor- holu Orkuveitu Reykjavíkur við Laugarnes. „Fyrir nokkrum árum var lögð sjólögn úr Laugarnesinu upp í selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Við fórum í samstarf við Orkuveituna og þeir aðstoðuðu okkur við að koma af- leggjara úr lögninni inn í laugina,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðu- maður Laugardalslaugar. Sjórinn fer í gegnum öflugan hreinsibúnað og er hitaður áður en honum er veitt í pottinn sem er úr plasti til að koma í veg fyrir tæringu af völdum salts. Svipaður pottur er í betri stofunni í World Class en hann er innandyra og veit Logi ekki um annan slíkan pott undir berum himni. Potturinn var tekinn í notkun fyrir nokkrum dögum og hefur slegið í gegn að sögn Loga. „Fólk talar mikið um hvað þetta er þægilegt og hvað húðin sé góð á eftir og líkar þetta vel. Ef fram heldur sem horfir þá þurfum við að bæta öðrum við því að hann er stöðugt stútfullur. Við ætlum aðeins að sjá hvort nýjabrumið fer af þessu. Annars þurfum við að íhuga alvarlega að bæta öðrum við,“ segir hann. „Gárungarnir, þeir allra hörð- ustu sem eru búnir að vera í pott- kominn tími á að fá þetta í laugina inum frá því að hann var opnaður, líka. Það er alla vega hugmynd,' hafa verið að tala um að það sé segir Logi að lokum. 3arins Þrýstihópar áhrifamiklir „Ég tók dæmi af þrýstihópum framleiðenda, og þá átti ég frekar við lobbýismann í Bandaríkjunum en Mjólkurdagsnefnd eða eitthvað slíkt, sem hugsa meira um hag sinna umbjóðenda en lýðheilsu. Samtök sykurframleiðenda vilja meina að ekki hafi verið sýnt fram á nein tengsl milli sykurs í matvæl- um og offitu og óhollustu. Það eru náttúrlega bara þeirra rannsóknir sem má algerlega vefengja. Hins veg- ar tók ég dæmi af markaðssetningu gagnvart börnum en óhollum mat er aðallega haldið að þeim. Það er kannski líka á jaðrinum yfir hvað er siðferðilega rétt þó að það brjóti ekki endilega í bága við lög,“ segir Friðrik að lokum. Nautakjöt og sæðismyndun Hætt er við því að mikil nautakjöts- neysla bandarískra kvenna meðan á meðgöngu stendur komi niður á sæðismyndun sona þeirra þegar þeir vaxa úr grasi. Þetta eru niðurstöður rannsókna vísindamanna við læknadeild Roc- hester-háskóla sem birtar voru fyrr í vikunni. Vísindamennir telja að hugsanlega sé við skordýra- eitur, hormón og aðskotaefni ( nautgripafóðri að sakast. Efni geta safnast saman í fitu dýr- anna sem éta fóðrið og þeim eru jafnframt reglulega gefin hormón til að auka vöxt þeirra. Rannsóknirnar leiddu í Ijós að hjá uppkomnum sonum mæðra sem neyttu mikils af nautakjöti (meira en sjö nautakjötsmáltíða á viku) á meðgöngu var sæðismagn 24,3% lægra en að meðaltali.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.