blaðið - 29.03.2007, Qupperneq 34

blaðið - 29.03.2007, Qupperneq 34
-+ HVAÐ SÁSTU Rocky var ömurleg „Ég man eiginlega ekki hvenær ég for síöast í bíó,“ segir Sigurjón Brink tónlistarmaður. „En ætli ég hafi samt ekki séð Rocky siðast í bíó. Mér fannst hún ömurleg, ótrúlega léleg. Ég fór með smá væntingar en varð fyrir miklum vonbrigðum. Þar á undan sá ég Borat og hún var frábær. Annars fer ég alltof sjaldan í bíó. Ég er alltaf á leiðinni en svo gef ég mér aldrei tíma. Svo reyni ég líka eiginlega bara að forðast að leigja spólur af því að ég skila þeim alltaf svo seint, það er eiginlega bara orðið ódýrara fyrir mig að kaupa myndirnar en leigja. Ég á eiginlega ekki neina uppáhaldsmynd, það eru bara margar mjög góðar. En ég held að sú mynd sem ég hef oftast horft á sé Jesus Christ Superstar, rokkóperan. Svo finnst mér eiginlega bara skemmtilegast að horfa á DVD- tónleikamyndir". Whitaker magnaður „Ég sá síðast í bíó The Last King of Scotland," segir Jóna Kristín Heimis- dóttir, fyrrverandi fegurðardrottning. „Hún var mjög góð og aðalleikarinn, Forest Whitaker, alveg magnaður í sínu hlutverki. Þetta er án efa ein af bestu myndum sem ég hef séð. Ég reyni að fara reglulega í bíó en ann- ars eru það engar sérstakar myndir sem ég sæki endilega í. Ég horfi alveg eins á rómantískar gamanmyndir sem og spennu- eða grínmyndir. Svo tek ég líka spólur af og til, er dugleg við það líka. Annars man ég ekkert eftir neinni sérstakri mynd sem er í uppá- haldi en auðvitað hef ég séð margar góðar. Ég get heldur ekki nefnt neina uppáhaldsleikara eða leikstjóra, það eru svo margir sem koma til greina." lafur Jóhannesson segir að vinnusýki sé aðallega ástæðan fyr- ir þeim fjölda mynda sem frá honum óg sam- starfsfélögum hjá Poppoli films hafa komið á undanförnum árum. „Þetta ber kannski vott um ákveðna geðveiki en samt er þetta bara svo gaman og hefur þróast svona. Ég reyni að taka eina mynd á 10 til 12 mánaða fresti og það er fyrst og fremst hægt vegna þess að ég er með gott og traust lið í kringum mig.“ Á undanförnum þremur árum hafa Ólafur og félagar hjá Poppoli sent frá sér þrjár heimildarmynd- ir, Blindsker, Africa United og Act Normal og þykir það nokkuð gott í kvikmyndaheiminum. Nýjasta verkefnið sem Ólafur og félagar hjá Poppóli ráðast í er leikin mynd og ber titilinn Stóra planið. Handritið er byggt á sögu Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistar- ans. „Ég og Þorvaldur höfum verið vinir lengi og þetta er afrakstur ást- arsambands okkar á milli og sagan hans er mjög góð. Æfingar hafa stað- ið yfir í mánuð og við förum í tökur á næstunni sem munu standa yfir í um 2 mánuði. Þetta er gamanmynd og glæpasaga í leiðinni,“ segir Ólaf- ur en á heimasíðu Poppoli mynda segir að nánast sé um kungfú-mynd að ræða. Tveir kínverskir leikarar leika í myndinni og einnig skartar myndin erlendri stjörnu, Michael Im- perioli, sem lesendur kannast við úr þáttaröðinni Sopranos. Með aðalhlutverk fara Eggert Þor- leifsson og Pétur Jóhann Sigfússon en með smærri hlutverk fara margir af þekktari leikurum landsins eins og Ingvar Sigurðsson, Ilmur Krist- jánsdóttir, Benedikt Erlingsson og Jón Gnarr. Nú er Ólafur að leggja lokahönd á myndina Queen Raquel sem fjall- ar um líf svokallaðra stelpustráka Queen Raquel Heimild- armynd um stelpustráka, svokallaða ladyboys. Myndin er stærsta verk- efni Ólafs til þessa. og myndin kemur fyrir sjónir al- mennings í haust. „Þetta er stærsta verkefni mitt til þessa og vinnan við myndina hefur staðið í tvö ár og myndin er tekin á Filippseyjum, í Taílandi, New York, á lslandi og í París.“ Myndin er óhefðbundin heimildarmynd, þar sem leikararn- ir leika sjálfa sig og aðstæðurnar eru raunverulegar en uppbygging myndarinnar er í líkingu við leikna kvikmynd. „Ég hef verið að reyna að mastera frásagnartæknina og hef lært það að maður þarf að fjarlægjast verkefnið á ákveðinn hátt. Það fylgir þessu ákveðinn búddismi.“ PALL FEKK29 SKEYTI, NÆSTFLEST í BEKKNUM. HeiLLaskeyti á fermingardaginn er persónuleg leió til aó tjá vináttu og væntumþykju. Sendu skeyti - faróu inn á www.postur.is eóa hringdu í síma 1446. Einfalt og skemmtilegt!

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.