blaðið - 17.04.2007, Page 2

blaðið - 17.04.2007, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 blaöiö VEÐRIÐ í DAG ÁMORGUN VÍÐA UM HEIM Hlýnar Suðvestan 5 til 10 með smá- éljum eða skúrum um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu eystra. Hlýnar heldur og hiti 3 til 9 stig. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt Kólnar Stíf norðanátt með éljum, en bjartviðri á Suður- og Suðvest- urlandi. Kólnar í veðri. Lægir með kvöldinu og frost 0 til 7 stig víðast hvar. 22 25 22 24 12 14 26 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 13 New Vork 26 Orlando w Osló w Palma 23 París 21 Stokkhólmur 2 Þórshöfn 7 10 17 22 23 18 8 Á FÖRNUM VEGI Horfðir þú á Söngva- keppni framhalds- skólanna? Ellefu mánaða bið eftir gerviliðaaðgerð á hné: Tvöfalt lengri bið ■ 400 hjúkrunarrými á 2 árum ■ Rúm teppast á legudeildum <y> C\J MSmmm 628 Skurðaögerðir á augasteini Gerviliðaaðgerðir áhné Gerviliðaaðgerðir á mjöðm Mars 2006 Ú Mars 2007 Hjartaþræðingar Kransæðavíkkanir (PTCA) Fjöldi á bið- og vinnulistum að meðtöldum þeim sjúklingum sem eiga bókað fram í tímann HeimitdiLandspltali-Háskólasjúkrahús Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Biðtfmi eftir gerviliðaaðgerð á hné er að jafnaði 11,2 mánuðir og er hann nær tvöfalt lengri en í fyrra. Skortur á hjúkrunarrými fyrir aldraða er meðal þeirra þátta sem valda langri bið eftir aðgerðum. „Við munum sjá til þess að á fyrstu tveimur árum í ríkisstjórn verði byggð 400 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða og biðlistanum eytt.“ Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í setn- ingarræðu sinni á landsfundi flokks- ins síðastliðinn föstudag. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar verða jafnmörg hjúkrunarrými tilbúin eftir ur ár. marsloks tilkynnti Siv Friðleifs- dóttir heilbrigðisráðherra að ákvarð- anir lægju fyrir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila sem munu fjölga rýmum samtals um 374 á næstu fjórum árum. Á biðlista á landinu öllu eru hátt á fjórða hundrað í mjög brýnni þörf. Löng bið eftir hjúkrunarrýmum er einn þeirra þátta sem lengja bið eftir aðgerðum á sjúkrahúsum. Annar þáttur er skortur á starfsfólki en nú vantar nær 100 hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítala-háskólasjúkra- hús. „Það eru ýmsir samverkandi þættir sem valda því að við höfum ekki haft undan. Auk skorts á starfs- fólki er það til dæmis bið eftir rými á öldrunarheimilum og í endurhæf- ingu. Vegna þessarar biðar teppast rúmin á legudeildunum og á meðan er ekki hægt að taka aðra í skurðað- gerð. En auðvitað fá alltaf sjúklingar forgang þegar ástandið krefst þess,“ segir Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarmaður hjúkrunarforstjóra á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Hún tekur það fram að bið innan þriggja mánaða sé það sem hægt er að kalla innan eðlilegra marka miðað við markmið spítalans. Meðalbiðtíminn eftir gerviliðaað- gerð á hné var í mars síðastliðnum 11,2 mánuðir en var í mars 2006 5,9 mánuðir. í mars síðastliðnum beið 151 eftir slíkri aðgerð og þar af höfðu 110 beðið í þrjá mánuði eða lengur. Meðalbiðtíminn eftir gerviliðaað- gerð á mjöðm var í mars síðastliðnum miklu styttri eða 3,5 mánuðir. Alls biðu 105 eftir slíkri aðgerð og af þeim höfðu 77 beðið í þrjá mánuði eða lengur. Eftir skurðaðgerð á augasteini biðu alls 628 1 mars síðastliðnum og hafði 481 beðið í þrjá mánuði eða lengur. Meðalbiðtíminn eftir slíkri aðgerð var í mars 5,2 mánuðir og hafði bið- tíminn styst frá því á sama tíma fyrir ári en þá var biðtíminn 6,2 mánuðir. Eftir hjartaþræðingu biðu í mars síðastliðnum 243 og höfðu 126 þeirra beðið í þrjá mánuði eða lengur. Á sama tíma í fyrra biðu 159 eftir hjarta- þræðingu og þar af höfðu 54 beðið í þrjá mánuði eða lengur. Meðalbiðtím- inn í mars í ár var 2,3 mánuðir en var i mars í fyrra 1,9 mánuðir. Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir „Ég sá bara eitt eða tvö atriði." Helgi Jónasson „Já, aðeins. Söngurinn var frekar falskur." Eyrún Viktorsdóttir „Ég fór á söngvakeppnina og fannst hún ágæt.“ Höskuldur Hrafn Guttormsson „Ég fylgdist með parti af henni, sem var ágætur." Pétur Erlendsson „Eitthvað voða lítið.“ Götusmiöjan: Gæti flutt að Efri-Brú í júní „Við erum ekki búin að fá nein svör um hvenær við getum flutt inn en við þurfum að vera farin héðan úr Gunnarsholti 1. júlí,“ segir Guðmundur Týr Þórarins- son, Mummi í Götusmiðjunni, um fýrirhugaðan flutning Götusmiðjunnar í Efri-Brú. „Á meðan þetta hefur ekki verið formfest með einhverj- um hætti heíjumst við ekki handa við þær lagfæringar sem þarf að-gera. En ef við fáum fljótlega að vita af formlegri ákvörðun um flutning Götu- smiðjunnar í Efri-Brú miðum við við að húsnæðið geti orðið tilbúið 1. júní,“ segir Snævar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Fasteigna ríkissjóðs. Hægrimenn fá stór embætti Hægriflokkurým í Finnlandi kynnti ráðherra_sína í nýrri ríkisstjórn Finnlands í gær, en hana mynda Miðflokkurinn, Hægriflokkurinn.Græningjaflokk- urinn og Sænski þjóðarflokkur- inn. Matti Vanhanen, formaður Miðflokksins, mun áfram gegna starfi forsætisráðherra, en Jyrki Katainen, formaður Hægriflokks- ins, verður fjármálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra. Menn úr röðum hægrimanna munu einnig skipa embætti forseta þingsins og ráðherra utanríkis-, innanríkis-, varn- ar-, mennta-, heilbrigðis-, félags- og íjarskiptamála. Laugardalshöll 10 Miðasala í fullum á midi.is'og I verslunum Skff BT Sel.fossi, Akureyri og Egil Mlöaverö: Stúkai kr.7400 Stœöl kr.5300 • Húsíö osaaaaBnoQcaGVQBO Erlendir verkamenn snuðaðir um laun: Fá 5,2 milljóna leiðréttingu „Það er algjörlega ólíðandi að fyrirtæki séu að misnota fólk með þessum hætti,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness. Félagið hefur á und- anförnum tveimur árum fengið leiðréttingu á launakjörum fyrir erlenda verkamenn upp á 5,2 millj- ónir króna. Brotin eru margvísleg en í flestum tilfellum eru lágmarks- launataxtar ekki uppfylltir auk þess sem algengt er að hvíldarákvæði kjarasamninga séu virt að vettugi. Verkalýðsfélagið hefur undan- farin tvö ár kallað eftir gögnum frá fyrirtækjum til að kanna hvort lágmarkssamningar séu uppfylltir. Komi í ljós að svo sé ekki er farið fram á leiðréttingu sem fyrirtækin borga. Vilhjálmur segir þessa upp- Erlendir verkamenn Verkalýðsfélag Akra- ness hefur fengið leið- réttingu á launakjörum erlendra verkamanna. hæð vera mjög háa. „Hún skiptir þetta fólk gríðarlega miklu máli. Það er áætlað að um 80 erlendir starfsmenn eigi hlut að máli. Það eru um 70 þúsund krónur á hvern einstakling þótt það sé misjafnt eftir hverju máli út af fyrir sig.“ Vilhjálmur segir að i flestum til- fellum séu fyrirtæki tilbúin til að leysa málin í sátt og samlyndi. Þó séu einstaka mál sem enda fyrir dómi. „Ég hef tekið þá ákvörðun að nefna ekki nöfn þeirra fyrirtækja sem eru tilbúin að laga þessa hluti með okkur. Aðalmálið er að verka- lýðsfélögin hafi víðtækar heimildir til að sinna þessu hlutverki og komi í veg fyrir að verið sé að gjaldfella ís- lenskan vinnumarkað með þessum hætti.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.