blaðið - 17.04.2007, Side 16

blaðið - 17.04.2007, Side 16
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 kolbrun@biadid.net Sólskinsbarn Saga Dagsbrúnar 1906 - 1930 Baráttusaga hvunndagsins Sólskinsbam er ný barnabók sem kemur út hjá Sölku í viku bókarinnar. Höfundur er Hulda Ólafsdóttir en hún hefur skrifað fjölmörg leikrit og leikstýrt áhugaleik- hópum. Karli The- LjÍÍLLiíLÍá'í' ódór finnst gamaníleik- skólanum og enn / * »*/ skemmti- V. > / legraþegar y V hann byrjar jfc íl.bekk. ií,,v.v /w " Ævintýrin r-iy'rK eru sifellt handan við hornið og hann hefur brennandi áhuga á öllu í kringum sig, hvort sem það er sandkassaleikur, lífið í skólanum, fótbolti eða heimsmálin. Við brún nýs dags er bók sem nýlega kom út en þar er rakin saga Verka- mannafélagsins Dags- brúnar frá 1906 til 1930. Höfundur bókarinnar er dr. Þor- leifur Friðriksson sagnfræðingur. „Þegar ég hóf þetta starf fékk ég algjörlegafrjálsarhendur um efnis- tök og efnisskipan. Ég var frá upp- hafi ákveðinn í að skrifa hvorki hetjusögu né stofnanasögu heldur hvunndagssögu félags og fólks,“ segir Þorleifur. „Ég vil miðla skiln- ingi á fólkinu sem stóð á bak við Dagsbrún og átti allt sitt undir félaginu. Ég lýsi lifnaðarháttum, greini frá kjörum og kjarabaráttu, fjalla um fæði, klæði, húsnæði, at- vinnu og atvinnuleysi. Auk þess verður ekki hjá því komist að fjalla um stjórnmál, enda Dagsbrún hverfipunktur stjórnmálaátaka um langt skeið. Umfram allt er þetta saga alþýðufólks eins og sést líka af myndavalinu. Þar eru vissu- lega myndir af formönnum Dags- brúnar en meira ber á myndum af alþýðufólki að störfum.“ Verkföll og herstjórnarlist Spurður um áhrif af stofnun Dagsbrúnar segir Þorleifur: „Stofn- un Dagsbrúnar skipti fyrst og fremst máli fyrir reyk- víska verkamenn. Þó er greinilegt að tilraunin í Reykjavík skipti líka máli fyrir aðra. Hafnfirðingar fóru strax af stað ári síðar og báðu Dags- brúnarmenn um að- stoð við að stofna eig- ið verkalýðsfélag og úr varð blandað félag karla og kvenna. Dags- brún aðstoðaði síðan konur í Reykjavík við að stofna sitt eigið félag, Verkakvenna- félagið Framsókn. Dagsbrún skipti fljótt máli hvað kaup og kjör varðaði en taxtar nágrannafélaganna voru gjarnan miðaðir við taxta Dagsbrúnar.“ Bók Þorleifs nær til ársins 1930. Þorleifur segir áratugina frá stofn- un félagsins til 1930 ekki hafa ver- ið stórt verkfallatímabil. „Verkföll voru alls 15 og stóðu samtals í 135 daga, þar af stóð hafnarverkfallið Þorleifur Friðriksson „Ég var frá upphafi ákveðinn í að skrifa hvorki hetjusögu né stofnanasögu heldur hvunn- dagssögu félags og fólks.“ Vika bókarinnar og þjóðargjöf Vika bokarinnar er naldin ár Vika bokarinnar er naldin ár hvert í tengslum við alþjóðadag bókarinnar, 23. apríl, sem nú ber upp á mánudag. Vika bókar- innar hefst í dag, þriðjudaginn 17. apríl, og stendur til mánu- dagsins 23. apríl. [ tilefni af viku bókarinnar 2007 efla Félag íslenskra bókaútgef- enda, bóksalar og Glitnir hf. til átaksins Þjóðar- gjöfin 2007 til eflingar bók- menningu. faer senda útgefnar á íslandi fyrir andvirði 3.000 króna getur nýtt sér ávísunina sem innborgun fyrir þriðjungi upphæðarinnar og leggur því aðeins út sjálfur 2.000 kr. Gildistími ávísananna er frá 17. apríl til 7. maí. Á Islandi eru hátt í 107 þúsund heimili, í viku bókarinnar eru íslensku þjóðinni því gefnar 107 milljónir króna og raunar 110 milljónir ef heildarfjöldi ávísana er talinn. Tapist ávísunin eða vilji heimilin nýta sér fleiri ávís- anir til að kaupa fleiri bækur er hægt að fá viðbótarávísanir f öllum útibúum Glitnis. Þjóðar- gjöfinni 2007 verður dreift með ÞORLEIFOR FRIÐRIKSSON VIÐ BRÚN NÝS DAGS •LAíiSíxs;daosbrCnak | 1913 f Ó2 daga. ijflVerkfallaþró- _ fgg un er alveg ftS eins hér á 1 landi og ann- ars staðar í HHhk!| Evrópu, það // er að scgja íyrstu árin eru verkföll óskipulögð, gjarnan skyndiuppþot sem smám saman verða skipulagð- ari,“ segir hann. „Menn eru að feta sig áfram, bæði draga þeir álykt- anir af eigin reynslu og líka af því sem er að gerast úti í heimi. í stað þess að gerðar séu mismunandi vel undirbúnar skærur þá verða verk- föll stórstyrjaldir þar sem menn ræða sín á milli hvaða herstjórn- arlist eigi að beita hverju sinni. Síðan breytist þessi þróun á ný, í takt við þróun í Evrópu, og verk- fallshneigðin færist frá ófaglærð- um verkamönnum til opinberra starfsmanna. Við skulum þó ekki gleyma því að verkföll hafa aldrei verið sérstakt áhugaefni verka- lýðsfélaga. Menn velja ekki stríð af þeirri ástæðu einni að stríð sé í boði eins og Þorgeir Hávarsson.“ er nánast tilbúið þótt útgáfa hafi ekki enn verið ákveðin. Hann seg- ist hafa haft mikla ánægju af þessu starfi. Hann hóf að skrifa sögu Dagsbrúnar árið 1984 og skilaði af sér handriti árið 1994 en útgáfa dróst mjög á langinn. „Þessi langa bið hefur gefið mér tækifæri: tæki- færi til ítarlegri rannsókna en ella, heimildaleitar og að sjálfsögðu til að uppfæra verkið með hliðsjón af nýjustu rannsóknum hér og er- lendis. Tímapressu verður því ekki kennt um ef eitthvað hefur misfar- ist. Þótt biðin hafi verið löng og oft erfið var óskaplega gaman að skrifa þetta verk og mér hefur aldr- ei leiðst," segir Þorleifur. Biðin langa Þorleifur hefur lokið við að skrifa sögu Dagsbrúnar fram á níunda áratuginn og annað bindi Irving Thalberg jf’lheilsa U /l tuttu !>,>•} gott UÐ-AKTÍN MGM verður til Á þessum degi árið 1924 runnu þrjú kvikmyndafyrirtæki saman í eitt og til varð Metro-Goldwyn- Mayer kvikmyndafélagið, sem hét í daglegu tali MGM. Frá stofnun og til loka seinni heimsstyrjaldar var MGM öflugasta kvikmynda- fyrirtækið í Hollywood og stærstu stjörnurnar störfuðu á vegum þess. Blómatími félagsins var á þeim ár- um þegar Irving Thalberg var í hópi yfirmanna. Hann lagði mik- ið upp úr gerð vandaðra mynda, sem oft voru byggðar á klassískum skáldsögum. Thalberg lést árið 1936, einungis 37 ára gamall. Louis B. Mayer varð þá yfirmaður MGM og stjórnaði þar af mikilli festu, jafnvel hörku. Fyrirtækið tók að dala eftir seinna stríð og Mayer var rekinn úr starfi árið 1951. Við tók erfiður tími og árið 1973 hætti fyrirtækið dreifingu á myndum sínum. Glucoiaminc & Chondroitin 60 töflur Heldur liðunum liðugum! Rí Klheilsa '*öA\j<yr im -hafðu það gott ‘*öaVo Afmælasborn dagsms ISAK DINESEN (KAREN BLIXEN) RITHÖFUNDUR, 1885 NIKITA KHRUSHCHEV STJÓRNMÁLAMAÐUR, 1894 William James menningarmolinn 1 r« |l|! T H || ul | Ij 11if1 iil Ujj jí rJrI , j|h m - 111■11 |f1 H

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.