blaðið - 25.04.2007, Page 12

blaðið - 25.04.2007, Page 12
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Ritstjóri: Trausti Hafliðason Fréttastjórar: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Ritstjórnarf ulltrúi: Elín Albertsdóttir Hjálpin sem ekki fæst Tíu ára gamalt, fársjúkt barn var sent heim af bráðamóttöku geðsviðs Land- spítala eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af geðlyfjum. Móðir barnsins greindi frá því í sjónvarpsfréttum að barnið hefði tekið lyfin því það hélt að þá myndi því líða betur. Sorgleg frétt. Margrét Ómarsdóttir, varaformaður Barna- geðs, sagði að foreldrum væri haldið í gíslingu vegna þess að geðfötluð börn þeirra fengju ekki læknishjálp. Um 200 börn eru á biðlista hjá BUGL, barna- og unglingageðdeild. Að sögn yfirlæknis BUGL hefur ástandið versnað umtalsvert á síðustu tveimur árum og ekki væri síst um að kenna að stofnuninni héldist illa á starfsmönnum vegna lágra launa. Geðhjúkrun er hugsjónastarf og aðeins sérlega vandaðir ein- staklingar geta sinnt svo erfiðu starfi. Löng menntun er að baki hverjum starfs- manni, svo og starfsreynsla sem er engan veginn nógu vel metin. Siv Friðleifsdóttir tók skóflustungu að nýrri byggingu BUGL í febrúar. Víst er ástæða til að stækka húsakynnin en það þýðir litið að byggja ef innvolsið er í ólagi. Það þarf að halda í vel þjálfað starfsfólk því það er ekki síst það sem hefur áhrif á framtíð þessara sjúklinga og þá þjóðfélagsins alls. Fólk með geðraskanir hefur þurft að mæta miklum fordómum og þess vegna hljóta það að vera mjög þung skref fyrir foreldra að fara með barn sitt inn á geð- deild. Þar fyrir utan leggst þessi sjúkdómur ekki einungis á þann sem veikur er heldur alla fjölskylduna. Það er því rétt sem Margrét segir að foreldrar þessara sjúklinga eru í gíslingu. 1 janúar 2005 skrifaði heilbrigðisráðherra íslands og annarra Evrópulanda undir aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum þar sem segir meðal annars: „Með aukinni áherslu á geðheilbrigði aukast lífsgæði og geðheilbrigði þjóða í heild sinni, þar með talið einstaklinga með geðræn vandamál og þeirra sem annast þá. Þróun og innleiðing raunhæfra áætlana um að efla geðheilbrigði mun bæta líðan allra. Góð geðheilsa er undirstaða heilbrigðs og arðbærs samfélags fyrir alla. Þróun og innleiðingu stefnu á sviði geðheilbrigðismála má ekki tefla í tví- sýnu vegna hinna útbreiddu fordóma sem tengjast geðrænum sjúkdómum og hafa mismunun í för með sér. Á mörgum sviðum nýtur fólk með geðraskanir ekki jafnréttis vegna slikrar mismununar. Vernda þarf mannréttindi fólks með geðraskanir. Sjálfsefling er mikilvægt skref í átt að þessum markmiðum þar sem slíkt stuðlar að þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Stofna þarf til að- gerða sem vinna gegn fordómum og mismunun og leggja áherslu á hve geðræn vandamál eru útbreidd, hve meðferð og batahorfur eru almennt góðar, og þá staðreynd að þau tengjast sjaldan ofbeldi." Þótt heilbrigðisráðherra hafi skrifað undir þetta stóra og góða skjal, sem lesa má í heild á síðu heilbrigðisráðuneytisins, fyrir rúmum tveimur árum hefur lítið breyst til batnaðar í geðheilbrigðismálum þessarar þjóðar svo sem marg- sinnis hefur verið fjallað um að undanförnu. Bent hefur verið á aðgerðaleysi varðandi mál fólks með geðræn vandamál á öllum stigum, hvort sem hlut eiga að máli börn, ungt fólk eða aldraðir. Umræðan um þessi mál hefur verið að opnast í fjölmiðlum, enda skipta geðheilbrigðismál alla þjóðina máli. Það veit enginn hvar þessi sjúkdómur getur stungið sér niður eða hvenær. Mörg mál innan geðfötlunar voru hvorki þekkt né viðurkennd fyrir fáum árum, eins og t.d. átröskun, hegðunarröskun, einhverfa eða athyglisbrestur. Meira að segja kvíði og þunglyndi voru mál sem ekki voru rædd manna á meðal. Nú er sem betur farið að greina þessa sjúkdóma og hægt er að fá góða hjálp við þeim en hún verður þá líka að vera til staðar fyrir alla. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðaisími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Inniheldur hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur ÓRTÚLEGUR ÁRANGUR POLAROLÍU!!!!! "Eftir að hafa verið of þungur í mörg ár og þjáðst af verkjum í iiðum og stoðkerfi tók ég mig til og létti mig um 65-70 kg. Ég sat eftir með þessar þjáningar og reyndi ailt til að mér liði betur. Það var ekki fyrr en ég uppgötvaði POLAROLÍU að þjáningar mínar hurfu og nú get ég þess vegna hlaupið 100 m grindarhlaup." --------------\ Polarolje Selolía einstökolía Gott fyrir: • Liðina • Maga- og þarma- starfsemi Magnús Ólafsson, leikari. • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið Polarolían fæst í apótekum, heilsuhúsum og Fjarðarkaupum L Á 12 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 blaðið ...FHH...R.‘ÉTTLár 1 He-Fmu FyRHI /|LMÍ 1 ^FSSa KoLKtoKKPVU ' u UQ9ÓM5PtWj*l | | í SAMFELffGíMU? jLm HElMlLAwn CT LtEKkAi/pi i FYfiíri/ ibú-p (0íoc(ui$íhhi FYaP iiiBtiEBHH nSawlS Geir Haarde og geislabaugurinn í kjölfar landsfundar Sjálfstæðis- flokksins hafa talsmenn flokksins reynt að láta líta svo út sem formaður þeirra væri eins og nýbaðaður vatns- greiddur kórdrengur sem ekkert aumt mætti sjá og ekkert hefði á pólitískri samvisku sinni. Flestir fjölmiðlar landsins eru hallir undir Sjálfstæðis- flokkinn og hafa tekið undir þennan áróður af fullum þunga. í kosninga- baráttu reyna stjórnmálaflokkar að tjalda því sem þeir telja best fyrir sig og greinilegt er að sjálfstæðismenn telja best að reyna að koma þeirri ímynd inn hjá venjulegum f slendingi að Geir Haarde forsætisráðherra hafi aldrei komið að neinu misjöfnu eða því sem ágreiningur kann að hafa verið um í stjórnmálum undanfar- inna ára. Þessi mynd er röng. Geir Haarde er búinn að vera þingmaður Sjálfstæðisflokksins um langan tíma, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Geir Haarde var nánasti samverkamaður Dav- íðs Oddssonar og vissi því af og tók ákvarðanir í þeim málum sem þeir félagar töldu nauðsynlegt að komið yrði fram. Geir Haarde var ekki sofandi þegar ákvörðun var tekin um að breyta um stefnu í utanríkismálum og víkja frá þeirri farsælu stefnu sem Bjarni Bene- diktsson, fyrrum formaður Sjálfstæð- isflokksins, mótaði um að við færum ekki með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Hann tók þátt í að setja okkur á lista hinna viljugu ríkja sem fóru með hernaði á hendur f rak. Auk heldur ver Sjálfstæðisflokkurinn enn innrásina í írak og neitar að verða við sanngjörnum óskum um að fsland verði tekið af lista yfir hinar viljugu þjóðir. Geir Haarde ber fulla ábyrgð á gjafakvótakerfinu. Hann ber ásamt öðrum stjórnarþingmönnum ábyrgð á því að athafna- og ein- staklingsfrelsi hefur verið skert og stærsta ráni íslandssögunnar er viðhaldið. Geir Haarde stóð að því ásamt fé- lögum sínum í stjórnarflokkunum að samþykkja umdeild eftirlaunalög sem sennilega er ein mesta svívirða sem meirihluti Alþingis hefur sam- Jón Magnússon þykkt. Alþingismenn ákváðu með því að úthluta sjálfum sér einstökum sérkjörum á kostnað skattgreiðenda. Meira að segja Halldór Ásgrímsson sagði að það þyrfti að taka þessi lög til endurskoðunar en Geir Haarde tók það ekki í mál. Hann krafðist þess að þessari hræðilegu spillingu yrði viðhaldið. Geir Haarde var fjármálaráðherra meðan ríkisútgjöld jukust til muna, báknið óx úr hófi og skattar hækk- uðu meira hér á landi sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu en í nokkru öðru þróuðu ríki. Með því var vikið frá þeirri grundvallarstefnu Sjálf- stæðisflokksins að gæta aðhalds og sparnaðar í ríkisbúskapnum. Geir Haarde stóð að skerðingu á bótum aldraðra og öryrkja allan sinn ráð- herraferil þrátt fyrir endalaust tal um góðæri í landinu. Skattkerfinu var beitt í fjármálaráðherratíð hans til að auka mismun í þjóðfélaginu. Hygla þeim tekjuhæstu en láta skattbyrðina bitna þyngst á lágum tekjum og millitekjum. Furðuhlutir vegna einkavæðingar ríkisfyrirtækja voru ekki bara á borði Davíðs Oddssonar, nánasti ráðgjafi hans ber fulla ábyrgð á því sem þá gerðist. Sem fjármálaráðherra leitaði Geir Haarde eftir því að einu fyrirtæki yrði veitt 200 milljóna dollara víkj- andi lán. Eftirlitsstofnun EFTA sam- þykkti það ekki og fyrirtækið fékk lán annars staðar. Skattgreiðendur komust hjá að greiða 200 milljónir dollara en fyrirtækið hefur tapað þessum fjármunum á þessu kjör- tímabili. Þannig var fjármálaráð- herra tilbúinn til að víkja frá öllum grundvallarreglum markaðssinna. Það var raunar með ólíkindum að sjálfstæðismenn skyldú láta sér detta slíkt og þvílíkt í hug en þannig var það. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn töldu nauðsyn- legt að skipta um formenn áður en gengið yrði til kosninga vegna valda- hroka þeirra og spillingar. Imyndar- fræðingum flokkanna var ljóst að fyrri formenn höfðu farið þannig fram að stórum hluta þjóðarinnar var nóg boðið. Það sem boðið var upp á í staðinn voru helstu ráðgjafar hinna föllnu foringja. Þeir báðir, Jón Sigurðsson og Geir H. Haarde, bera því sem nánustu samstarfsmenn forvera sinna fulla ábyrgð á öllu því sem gert var. Þar fara ekki hvítskúr- aðir kórdrengir. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Klippt & skorið Athyglisvert væri að vita hvað rætt er utandag- skrár hjá stjórn knatt- spyrnufélagsins Víkings í Reykjavík. Ástæðan er sú að þrír af fimm stjórn- armönnum þar starfa hjá bönkum þessa lands sem væri vart í frásögur færandi nema fyrir þá sök að þeir starfa hjá öllum stærstu bankarisum fslands. Friðrik Magn- ússon vinnur hjá Glitni, Jón Otti Jónsson hjá Landsbankanum og formaður stjórnarinnar, Róbert Agnarsson, hjá Kaupþingi. Gárungar gætu fullyrt að allt samráð þar væri óbeint bankasamráð en væntanlega koma hinir tveir meðlimir stjórnarinnar í veg fyrir slíkarumræður. Einnersá biðlisti í heil- brigðiskerfi Islend- inga sem lítið ferfyrir en hefur lengst mikið undan- farináren það er biðlisti eftir tíma á húð- og kynsjúkdóma- deild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Fyrir tíu árum var biðtíminn einn til tveir dagar en er nú allt að tveimur vikum og stöku sinnum lengri en það. Stutt er síðan könnun smokkafyrirtækisins Ourex hérá landi sýndi að 60 prósent aðspurðra vildu að ríkið sæi um að gera getnaðarvarnir aðgengilegar og ókeypis fyrir landsmenn. Er ekki þarna tækifæri fyrir heilbrigðisráðherra að ráðast að rót vandans í stað þess að bregðast við honum? Bjóða ókeypis getnaðarvarnir og bíða þess svoað biðlistar vegna húð- og kynsjúk- dóma styttist? Nokkrir prestar hafa skipt um skoðun Orkusamningur undirritaður - Jeltsín lát- inn - Kosningar í Frakklandi. Þessar fréttir voru fyrstar hjá Sjónvarpinu á mánudagskvöld og munu að flestra mati vera allbærilegt fréttaefni. Fimmta frétt bar fyrirsögnina „Tíu ára barn í sjálfsvígs- hugleiðingum sent heim". Fjallaði fréttin um langa biðlista á barna- og unglingageðdeild LSH en hefð hefur myndast fyrir biðlistum þar undan- farin ár. En að alvarlega veikum börnum niður í tíu ára aldur sé vísað frá með pillur í poka er væg- ast sagt óhugnanleg tilhugsun. Slíkar fréttir eiga brýnna erindi við almenning en þærfjórar fréttir sem fréttastjóri RÚV kaus að sýna á undan. albert@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.