blaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 22
Verslar Klara Ósk Elíasdóttir er betur þekkt sem Klara * í Nylon. Klara hefur mikinn áhuga á fötum og hannar meðal annars peysur sjálf en annars segist hún ekki fá nóg af jökkum og kaupir sér reglulega vintage skó á Portobello. Einn af uppáhaldskjólunum Þennan kjól keypti ég í Spútnik. Hann er gamall og rosalega rómantískur. Fyrsta hettupeysan Þetta er fyrsta peysan sem ég hannaði. Uppáhaldsstígvélin Ég keyptl stígvélin á Portobello og þau eru uppáhaldsstígvélin mín þó ég sé sjaldnast í þeim af stígvélunum mínum. Þau eru líka svo áPerandi að það er ekkert gaman að vera í þeim of oft. Bestu kaupin Þessi Júníform- skokkur er í miklu uppáhaldí hjá mér og ég er í honum mjög oft þar sem hann gengur við allt. Hvaða flik langar þig mest í? Núna langar mig mest í stuttbuxur til þess að vera í í sumarvið gammósíur. Helst einhverjar sem eru mjög háar í mittið þannig að þær séu hnepptar svona upp undir brjóstum. Ég væri til í buxur úr gallaefni en það er bara frekar erfitt að finna þannig án þess að þær séu hallærislegar. Hvaða flíkur notar þú mest? Ég er oftast í einhverjum síðum peysum eða kjólum viö gammósíur. Ég nota líka mikið af stórum bolum, gammósíum og sandölum eða stígvélum við og svo er ég sjálf að hanna peysur sem ég nota mikið. Það eru hettupeysur úr jogg- ^ ing-efni sem eru síðar og í mörgum litum. ^ Ég vel þá ákveðinn grunnlit og svo vel ég stykki í og nota til dæmis blúndur mikið. Ég er eitthvað aðeins farin að selja þetta og gera fyrir helst erlendis vinkonur mínar en þetta er ekki orðið neinn bisness ennþá en það kemur kannski að því þegar ég hef tíma. Af hverju er mest i fataskápnum þínum? Bolum, sumarkjólum og jökkum; ég á ótrúlega mikið af þeim og kaupi mér örugglega jakka í hverri einustu verslunarferð þegar ég er úti. Suma nota ég kannski bara einu sinni og svo hangir þetta uppi í skáp. Þetta eru alls konar jakkar, vindjakkar, silkijakkar og spari, flauelskápur og síðir jakkar. Mín fíkn eru því jakkar og yfirhafnir. Hverju færðu ekki nóg af? Ég verð auðvitað að segja jökkum en svo fæ ég heldur ekki nóg af vintage skóm. Ég kaupi enda- laust af þeim þó ég noti þá kannski ekkert alla. Þegar við (Nylon) erum í London þá förum við mikið á Portobello-markaðinn en þar er einn skóbás sem við förum alltaf á. Konan sem er með hann er eiginlega orðin vinkona okkar þannig að hún gefur okkur góðan afslátt. Hvaða verslanir eru í uppáhaldi? Ég versla svo lítið hér heima. Þegar maður getur verslað úti þá gerir maður það miklu og allar second hand búðirnar eru alltaf skemmti legar og líka Topshop og Urban Outfitters sé aðeins dýrara. Hvað gerirðu til þess að líta vel Ég reyni að sofa vel. Þetta gilt beauty tip hjá okkur stelpunum í Nyion. Maður sér það bara að maður lítur betur út þegar manni líður vel og svo er líka ráð að borða vel. Og síðast ekki síst að vera eðlilegur, nota of mikinn farða og ekki oflita á sér hárið. Eðlilegt og náttúrulegt er fallegra. Bestu kaupin? Það er örugglega Júníform- skokkurinn minn. Ég er mikill aðdá- andi Birtu, mér finnst eiginlega sama hvað kemur frá henni, það er alltaf flott. Ég keypti mér svartan skokk hjá henni ekki alls fyrir löngu og nota hann mjög mikið, bæði hversdagslega og við fínni tækifæri. !► Hymer-Nova 54! •ðÍmMÍir'H' EEHYMER -Feeling 440 A fyrsta farrými Hymer-hjolhýsi Þau allra bestu og flottustu. Falleg hönnun, fullkomin þægindi og framúrskarandi gæði. Margverðlaunuð þýsk eðalframleiðsla.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.