blaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 1
Umferðarskóli í 40 ár
»/j Umferðarskólinn fagnar 40
ára afmæli sínu í ár. Umferðar-
|H stofa, lögreglan og sveitar-
félögin starfrækja skólann
H á vori hverju, krökkum til
[ mikillar ánægju.
Ilmandi blóm
Aðþrengda eiginkonan
Marcia Cross eignaðist
tvíburadætur í febrúar og
bera þær nöfnin Savannah
og Eden. Hún líkir dætrum
sínum við ilmandi blóm.
Sandra Erlingsdóttir var
dregin á námskeið í afró-
dansi fyrir 12 árum þegar
hún var unglingur og
kennir nú á byrjenda- og
framhaldsnámskeiðum.
SÉRBLAл 17-24
89. tölublaö 3. árgangur
þriðjudagur
15. maí 20QÍ7!
V
Jk
Þriðjud
Úr kjötborði
Kjötfars
421 kr.
kílóið
Opið alla daga frá kl. 10.-20
SPT R
Bæjarlind 1 - Sími 544 4510
Viðræður stjórnarflokkanna í kjölfar kosninga:
Geir telur góðar líkur á
að stjórnin haldi áfram
■ Jón segir að komast þurfi að samkomulagi um málefni ■ Geir líst hörmulega á vinstri stjórn
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net
----------------------------------*-------------
Góðarlíkureruáað stjórnarflokkarnir haldi sam-
starfi sínu áfram að sögn Geirs H. Haarde, forsæt-
isráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.
„Það eru náttúrlega engar stjórnarmyndunar-
viðræður hafnar enda hélt þessi stjórn,” sagði
Geir í samtali við Blaðið í gær. „Ég túlka niður-
stöðu kosninganna fyrst og fremst sem áskorun
frá þjóðinni um að Sjálfstæðisflokkurinn leiði
áfram ríkisstjórn.”
Geir segist hafa verið í góðu sambandi við
Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins,
síðan úrslitin urðu ljós. Þeir hafi rætt saman í
gær og muni halda áfram að ræða saman um
það hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi
samstarfi. Géir segir alveg ljóst að meirihlutinn
hafi veikst eftir þessar kosningar og það torveldi
málið nokkuð. Hann segir ekki hægt að rekja
laka útkomu Framsóknarflokksins í kosning-
unum til stjórnarsamstarfsins heldur innri mála
flokksins.
Að sögn Jóns veltur áframhaldandi ríkisstjórn-
arsamstarf alfarið á því hvort samkomulag næst
um málefni. „Það fer náttúrlega eftir málefn-
unum og því hverskonar málefnasamningur yrði
gerður. Við erum í þessu samstarfi og verðum að
halda okkur við það á meðan svo er. Síðan þarf
að komast niðurstaða í það hvort við teljum að
við getum haldið því áfram og það verður þá
fyrst og fremst ef samstaða er um málefni.“
Aðspurður hvort formenn annarra flokka en
Framsóknarflokksins hafi gert honum einhvers
konar tilboð segist Geir ekkert geta sagt um það.
Honum hugnast engan veginn sú hugmynd
sem viðruð hefur verið um að mynda hér
vinstri stjórn. „Mér líst alveg hörmulega á þá
tilhugsun ef menn reyndu að berja saman slíka
ríkisstjórn.” FRÉTTIR » 4 og 10
20 prósent ölvaðra
ökumanna erlendir
Fimmtungur þeirra sem voru kærðir
vegna ölvunar við akstur á íslandi fyrstu
fjóra mánuði ársins var með erlent
ríkisfang. Það er tvöföldun miðað viö
árið 2005. Brátt hefst átaktil að kynna
erlendum reglur um ölvun við akstur.
FRÉTTIR » 2
Fjölskylda slapp
með skrekkinn
Hjón og tvö börn ásamt heimilishund-
inum sluppu með skrekkinn er eldur
kom upp í húsi þeirra á sunnudags-
morguninn. „Maður er náttúrlega bara
í sjokki," segir Óli Þór Barðdal en hann
varð fyrstur heimilisfólks eldsins var.
FRÉTTIR » 8
Með nýja stjórn í hendi sér
Geir H. Haarde hitti þingflokk sinn á fundi í gær. Honum og aðstoðarkonu hans og nú einnig þingmanni Suðvesturkjördæmis,
Ragnheiði Elínu Árnadóttur, var vel tekið af nýju þingmönnunum Björk Guðjónsdóttur og Ólöfu Nordal. FRÉTTIR » 4
Djúpsteiktir
hrútspungar
[ gegnum tíðina hefur erlendum
gestum á (slandi jafnan veriö boðið
upp hrútspunga í þeim tilgangi að
ganga fram af þeim. Nú virðist sá
íslenski siður að leggja sér eistu
búfénaðar til munns vera aö breiðast
út um heimsbyggðina.
[ Wisconsin í Bandríkjunum er
nú haldin árleg eistnahátíð og var
sú tólfta í röðinni um helgina. Á
hátíðinni var reyndar ekki boðið upp
súrsaða punga heldur djúpsteikta
punga af hrútum, nautum og höfrum.
Eistun voru ýmist snædd ein og sér
eða á samlokum. „Um leið og þú
kemst yfir þann andlega þröskuld að
þú sért að borða eistu þá er þetta
bara eins og hver annar matur og
bragðast vel,“ sagði Buster Hoffman,
einn gesta hátíðarinnar.
NEYTENDAVAKTIN
Snúður m/glassúr
r#i
Bakarí Krónur
Mosfellsbakarí 122 kr.
Reynir bakari 135 kr.
Guðnabakari, Selfossi 136 kr.
Bakarameistarinn 150 kr.
Björnsbakarí 160 kr.
Bæjarbakarí 165 kr.
Verð á snúði m/glassúr í völdum bakaríum
Upplýsingar frá Neytendasamtökunum
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
m usd 63,72 -0,83 ▼
fefgj GBP 126,20 -0,95 ▼
SS dkk 11,59 -0,67 ▼
• JPY 0,53 -0,99 ▼
na eur 86,33 -0,68 ▼
GENGISVÍSITALA 116,68 -0,77 ▼
ÚRVALSVÍSITALA 7.932,13 1,0 A
Veldu 5 stjörnu öryggi
lífsins vegna!
*****
RENAULT MEGANE II
Nýskn 05/2005,1600cc, 4 dyra,
Flmmgíra, IJósgrár, eklnn 20.000 þ.
Verð: 1.840.000
RB-771
*****
RENAULT MEGANE II
Nýskr: 06/2005, ISOOcc, 5 dyra,
Hmmgíra, IJósgrár, Eklnn 29.500 þ.
Verð: 1.790.000
TT-641
★ ★ ★ ★ ★
RENAULT MODUS
Nýskr: 10/2006,1600cc, 5 dyra,
sjálffsklptur, IJósgrár, oklnn 5000 þ.
Verð: 2.090.000
UY-173
bilolond.is
575 1230