blaðið - 15.05.2007, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007
blaöiö
INNLENT
UMFERÐARLAGABROT
Tveggja mánaða fangelsi
Karlmaður á þrítugsaldrí var í gær dæmdur í tveggja
mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir aðaka bíl án
ökuréttinda. Maðurinn fullyrti að unnusta sín hefði
ekið bílnum en lögreglumennirnir fullyrtu að maður-
inn hefði sjálfur verið undir stýri.
VIÐURKENNING
Helgi Tómasson fær stórkross
Helgi Tómasson, stjórnandi San Francisco ballettsins,
hiaut í gær stórkross hinnar íslensku fálkaorðu. Það
er æðsta viðurkenning sem forsetinn, Ólafur Ragnar
Grímsson, veitir einstaklingum fyrir hönd lýðveldisins.
Halldór Laxness hlaut þessa viðurkenningu á sínum tíma.
EUROVISION
ísland fékk 77 stig
fsland fékk 77 stig í undankeppni Eurovision.
Svíar, Finnar og Norðmenn gáfu íslenska laginu
12 stig. Þaö fékk tíu stig frá Dönum og Ungverjum,
sex frá Eistum og fsraelum, fimm frá Litháum, þrjú
frá Hvít-Rússum og eitt frá Georgíumönnum.
ítalska undralyftan, sem
kemst um allt innanhúss.
Samanþjöppuð og fljótvirk
Auðveld í flutningi
Hefur aðgengi á flesta staði
Lítið viðhald
Sparar vinnuafl og
vinnutíma
Þessi frábæru tæki eru til
afgreiðslu með stuttum
fyrirvara
Smiöjuveg 4 A
200 Kópavogur
Sími: 564-3220
Farsímar: 894-3836
894-3933
m
iV
Auglýsingasíminn er
510 3744
Sjálfstæðisflokkurinn í lykilstöðu við stjórnarmyndun:
Allir vilja í sæng með Geir
■ Framsókn gæti kallaö inn varaþingmenn ■ Tortryggni milli Framsóknar og Vinstri grænna
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
Meiri líkur en minni eru á að
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur myndi nýja ríkisstjórn. For-
menn flokkanna hafa verið í stöð-
ugu sambandi eftir kosningar, en
báðir hafa gefið það út að þeir ætli
sér að taka nokkra daga til ákvörð-
unar. Forystumenn Framsóknar-
flokksins hafa dregið verulega úr
þeim ummælum sem þeir viðhöfðu
fyrir kosningar, að flokkurinn færi
ekki í stjórnarsamstarf fengi hann
slæma kosningu.
Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla f slands,
segir að slík stjórn yrði vel starfhæf
þrátt fyrir aðeins eins manns meiri-
hluta. „Það hefur verið gott á milli
flokkanna og það eru engir erfiðir
þingmenn innan þeirra, ef svo má
komast að orði. Það er hins vegar
ágreiningur innan Framsóknar-
flokksins um hvað beri að gera. Það
er spurning hversu mikill þrýst-
ingur verður innan flokksins á að
fara í vinstri stjórn eða hreinlega að
vera utan stjórnar.“
Jón áfram ráðherra
í ljósi niðurstaðna kosninganna
er talið líklegt að Framsóknar-
flokkurinn verði að láta Sjálfstæð-
isflokknum eftir að minnsta kosti
eitt ráðherraembætti. Flokkurinn
hefur aðeins sjö þingmenn og þar
af gætu fimm orðið ráðherrar og
einn yrði þingflokksformaður. Þá
stæði aðeins eftir einn óbreyttur
þingmaður.
Baldur gerir ráð fyrir að Jón Sig-
urðsson haldi áfram sem ráðherra,
þrátt fyrir að hann hafi ekki náð
kjöri áþing. Hann minnir á að árið
1983 hafi Geir Hallgrlmsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, orðið
ráðherra þrátt fyrir að hafa dottið
út af þingi. „Það gæti líka gerst að
því verði hagað þannig til að vara-
þingmenn verði kallaðir inn á þing
fyrir ráðherra flokksins, sem yrðu
þá bara ráðherrar. Þannig myndi
Framsóknarflokkurinn nærri tvö-
falda fjölda þeirra sem ættu aðkomu
að þinginu. Þeir munu skoða þann
möguleika mjög vel. En þá má velta
því fyrir sér hvort það sé
eðlilegt að flokkur-
inn minnki um
helming en
tvöfaldi hann
næstum með
þessu móti
aftur.“
T r e y s t i
flokkarnir
sér ekki til
að starfa með
svo naumum
meirihluta, er sá
möguleiki fyrir
hendi að Frjálslynda
flokknum verði
boðið að treysta
meirihlutann
með stjórn
arþátttöku.
Hefur þessi
möguleiki
verið kall-
aður þríhjólsleiðin eða varadekks-
leiðin. Sú leið hefur þó ekki enn
verið rædd af fullri alvöru.
Vinstri stjórn ólíkleg
Forystumenn vinstri flokkanna
hafa gælt við þá hugmynd að
mynduð verði vinstri stjórn
af sömu flokkum og mynd-
uðu R-listann í Reykjavík.
Yrði sú stjórn undir for-
sæti Samfylkingarinnar.
Baldur segir slíkt stjórn-
armynstur ólíklegt,
ekki síst vegna þeirrar
tortryggni sem ríkir
milli VG og Framsóknar.
„Það vekur athygli
mína hvað
Vinstrl grænir
hafa gagnrýnt
Framsókn mikið
Baldur Þórhallsson, pró-
fessor í stjórnmálafræöi
við Háskóla Islands
Steingrímur og Vinstri grænir
hafa gagnrýnt Framsóknarflokk-
inn mikið að loknum kosningum.
Þeir útiloka Framsókn ekki beint,
en þeir hafa gengið það langt að ég
efast um að framsóknarmenn leiti
til þeirra eftir stjórnarsamstarfi."
Möguleiki á minnihlutastjórn
Samfylkingar og VG hefur verið
uppi á borðinu, þá með hlutleysi
Framsóknarflokksins. Baldur telur
hins vegar þann möguleika ekki
fyrir hendi, af sömu ástæðum og
vinstri stjórn.
„Ég á eftir að sjá ráðherra
Framsóknarflokksins gefa
eftir embættin og hleypa
öðrum í þau með því að
styðja minnihlutastjórn.
Það er ekki spennandi
kosturfyrirFramsóknar-
flokkinn. Ég hefði talið
vænlegra til árangurs
fyrir VG og Samfylk-
inguna að bjóða Fram-
sóknarflokknum til
samstarfs."
Þess vegna telur
Baldur að sjálfstæðis-
menn sitji uppi með
öll tromp á hendi,
því bæði Samfylk-
ingin og VG hafa
lýst yfir áhuga á að
ganga til viðræðna
við Sjálfstæðisflokk-
inn. „Þessum tveimur
flokkum virðist vera
það mikið kappsmál að
komast í ríkisstjórn. Af um-
mælum forystumanna VG er ljóst
að þeir geta vel hugsað sér að vinna
með Sjálfstæðisflokki. Sama gildir
um Samfylkinguna.“
Jón segir flokkinn ákveða hvort hann verður ráðherra:
Útstrikanir:
Rí kisst j ór nar samstar f ið
veltur á málefnasamningum
„Staðan er óbreytt. Við erum að
tala saman innan flokksins og það
hafa verið haldnir óformlegir fundir.
Ég held að það sé þannig bæði hjá
sjálfstæðismönnum og okkur,“ segir
Jón Sigurðsson, formaður Fram-
sóknarflokksins. Hann telur menn
einfaldlega vera að fara yfir málin
og ræða þá stöðu sem upp sé komin
í íslenskum stjórnmálum.
„Menn eru að hittast og það er
náttúrlega ríkisstjórnarfundur í
fyrramálið [í dag] með reglulegum
hætti. Við erum bara að fara yfir
þetta, ráðherrarnir og þingmenn-
irnir, eins og gengur. En málið er
„ enn á umræðustigi.“
Jón segir að hann hafi verið í sam-
bandi við Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra en að ekki sé um formlegar
viðræður að ræða. „Við Geir höfum
verið í sambandi í dag og erum að
leyfa hvor öðrum að fylgjast með.
Ég held að sjálfstæðismenn séu með
ýmsa fundi hjá sér í dag líka. Það
eru mörg mál sem þarf að fara yfir,
skoða og ræða.“
Að sögn Jóns veltur áframhald-
andi ríkisstjórnarsamstarf Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokks alfarið
á því hvort samkomulag næst um
málefni. „Það fer náttúrlega eftir
málefnunum og því hverskonar
málefnasamningur yrði gerður. Við
erum í þessu samstarfi og verðum
að halda okkur við það á meðan svo
er. Siðan þarf að komast niðurstaða
í það hvort við teljum að við getum
haldið því áfram og það verður þá
fyrst og fremst ef samstaða er um
málefni."
Jón náði sjálfur ekki kjöri til
Alþingis og því hafa verið uppi efa-
semdaraddir um tilkall hans til
ráðherraembættis ef ríkisstjórnin
heldur samstarfi sínu áfram. Hann
segir það vera þingflokksins að
skera úr um slíkt ef af verður. „Það
eru flokksmennirnir sem íhuga það
og segja mér svo frá því. Þetta gerist
þannig. Það er þingflokkurinn sem
ákveður það.“
Um 2.000
höfnuðu Árna
Árni John-
sen fellur að
öllum lík-
indum niður
um eitt sæti á
framboðslista
Sjálfstæðis-
flokksins í Suð-
urkjördæmi.
Um 1.940 manns strikuðu nafn
Árna út eða 21,4 prósent. Næst á
eftir Árna Johnsen kom Lúðvík
Bergvinsson Samfylkingunni
en 2,4 prósent kjósenda strikuðu
nafn hans út. Nafn Árna Mathie-
sen fjármálaráðherra var strikað
út af 2,2 prósentum kjósenda.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
nafn Árna Johnsen er strikað út
af kjósendum því árið 1999 strik-
uðu 5,6 prósent kjósenda nafnið
hans út á kjörseðlum. Sjónvarpið
greindi frá því í kvöldfréttum í
gær að útlit væri fyrir að Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra
færðist niður um tvö þingsæti.