blaðið - 15.05.2007, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007
blaöið
Auglýsingar á
störfum hjá
hinu opinbera
Auglýsing um stöðu aðstoðar-
ríkislögreglustjóra hefur verið
til umfjöllunar í fjölmiðlum
að undanförnu. Það að auglýs-
ingin hafi einungis birst í Lög-
birtingablaðinu brýtur alls ekki
í bága við lög eða reglur um aug-
lýsingu embætta en hins vegar
hefur verið bent á að kröfur um
embættispróf í lögfræði stang-
ist á við nýsamþykkt lögreglu-
lög. Eins og fjölmiðlaumfjöllun
síðustu daga sannar hvað best
Við viljum jú
öll að ríkið eigi
kost á færum
og hæfum
starfsmönnum.
Umrœðan
Halldóra Friðjónsdóttir
vekur það tortryggni þegar aug-
lýsingar um embætti eru vísvit-
andi gerðar lítt áberandi. Reglur
um auglýsingu starfa hjá hinu
opinbera voru auðvitað settar
til að tryggja gagnsæi og góða
stjórnsýsluhætti en með regl-
unum var líka verið að tryggja
að allir ættu að eiga tækifæri á
að sækja um laus störf hjá rík-
inu. Við viljum jú öll að ríkið
eigi kost á færum og hæfum
starfsmönnum eins og segir í
dreifibréfi fjármálaráðuneytis-
ins um auglýsingar á lausum
embættum.
Formaður Bandalags háskólamanna
Eitt atkvæði
tryggir meirihluta
Morgunblaðið leggst eindregið á
þá sveif í leiðara sínum í dag, að rík-
isstjórnin eigi að halda áfram, enda
hafi hún til þess meirihluta. Forsíðu-
frétt blaðsins er einnig í þeim anda.
Þar má lesa, að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir hafi sýnt svo mikinn
hroka í samtölum við einhverja sjálf-
stæðismenn að loknum kosningum,
að hafi þeir haft áhuga á að ræða við
hana um stjórnarsamstarf, sé hann
fokinn út í veður og vind. Hvers
vegna halda menn, að vandræðin
séu svona mikil í forystu Samfylk-
ingarinnar? Hafa menn gleymt því,
hvernig Ingibjörg Sólrún kom fram
við samstarfsfólk sitt í R-listanum,
eftir að hún ákvað að brjótast til
valda í landsmálum?
ívitlausu landi?
Norræna módelið, sem vinstri
flokkarnir kynntu í kosningabarátt-
unni, blasir við á forsíðu Fréttablaðs-
ins, þar sem sagt er frá því, að þau
Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J.
Sigfússon hafi rætt það í gær, að þau
mynduðu minnihlutastjórn með
hlutleysi eða stuðningi framsókn-
armanna. Stundum dettur manni í
hug, að fólk sé í vitlausu landi, þegar
lesið er um norræna draumóra
vinstrisinna. Og nú erum við einnig
% Pólitískur vilji
1 er allt sem þarf
LT__________
Umrœðan
Björn Bjarnason
að upplifa skopmyndastríð hér, að
vísu ekki vegna spámannsins Mú-
hameðs, heldur annars, sem teikn-
aður var með skegg og mótmæla-
spjald og krefst afsökunar, áður en
hann talar við framsóknarmenn.
Framlag Morgunvaktar á rás 1
var að kalla á Guðna Th. Jóhannes-
son sagnfræðing til að geta sagt það
síðan sem fyrstu frétt kl. 08.00, að
hér hefðu bæði setið ríkisstjórnir
með 32 atkvæði og einnig að þær
hefðu talist of veikburða. Allt ræðst
þetta af pólitískum vilja, hann var
fyrir hendi í viðreisnarstjórninni,
en hvorki eftir kosningar 1991 né
1995. Eitt atkvæði tryggir meirihluta
- málið er ekki flóknara en það og pól-
itískur vilji er allt, sem þarf.
Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra
Greinin ertekin af www.bjorn.is
1 námBkelp |
Stelpur - Konur/ Staðurinn - Ræktin
Ný námskeið hefjast 29. maí
Innritun í síma 5813730
í boði eru morgun-,
hádegis- og síðdegisnámskeið
Þú léttist og styrkist andlega og líkamlega!
Átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri
TT-1
• Lokuð 5 vikna námskeið 3 x f viku
• Fræöslufundir 1x í viku, vigtun og mælingar
• Líkamsrækt
• Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi þar
sem alger trúnaður ríkir
• Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu
og tækjasal
leggur línumar
Lágmúla 9 • 108 fíeykjavík • Sími 5813730 • Bréfasími 5813732 • jsh@jsb.is • www.jsb.is
Barnagæsla - Leikland JSB
Vertu velkomin í okkar hóp!
Sumar-TT!
5 vikna námskeið á kr. 18.500.-
7 vikur í opna kerfinu í bónus!
DflNSRfEKT
Samfylkingm fær næstbestu
útkomu í sögu vinstri flokka
Einum mest spennandi kosn-
ingum í seinni tíð er lokið. Eflaust
geta flestir flokkar fagnað einhverju
þótt allir hafi viljað fá eitthvað meira.
Við í Samfylkingunni erum auð-
vitað ánægð með að hafa náð næst-
besta árangri sem nokkur vinstri
flokkur hefur náð á íslandi. Gömlu
A-flokkarnir náðu aldrei hærra
fylgi en við höfum séð hjá Samfylk-
ingunni í undanförnum þrennum
alþingiskosningum. Sömuleiðis er
rétt að halda því til haga að árangur
Samfylkingarinnar er talsvert betri
en skoðanakannanir síðustu mán-
aða gáfu til kynna. Stærstu tíðindin
sem lúta að Samfylkingunni eru þó
vitanlega þau að með kosningunum
er fengin staðfesting á því að flokka-
kerfið hér á landi hefur gjörbreyst
með tilkomu Samfylkingarinnar.
2,6 prósenta munur á
Framsókn og VG
Vinstri græn ná sömuleiðis
ágætis kosningu þótt fylgi þeirra sé
langt undir því sem skoðanakann-
anir gáfu til kynna að væri þeim
mögulegt. Einungis er 2,6 prósenta
munur á fylgi Framsóknar sem
geldur afhroð og síðan fylgi Vinstri
grænna. Fylgi Vinstri grænna í kosn-
ingunum í gær er nákvæmlega jafn-
mikið og Alþýðubandalagið fékk í
sínum síðustu kosningum árið 1995
og það er eilítið minna en það sem
Alþýðubandalagið fékk árið 1991.
Samfylkingin verður með helm-
ingi fleiri þingmenn en Vinstri
græn næsta kjörtímabil og vantar
í rauninni einungis tvo þingmenn
upp á til að hafa jafnmarga þing-
menn og allur samanlagður þing-
mannafjöldi VG, Framsóknar og
Frjálslyndra. Samfylkingin er því
þriðju kosningarnar í röð annar
stærsti stjórnmálaflokkurinn.
Sjötta versta útkoma Sjálf-
stæðisflokksins í 60 ár
Sjálfstæðismenn hrósa sigri eins
Utstrikanirá
tilteknum þing-
mönnum Sjálf-
stæðisflokksins
eru nánast
Jordæmalausar
Umrœðan
Ágúst Ólafur Ágústsson
og þeim er einum líkt og líta hentug-
lega framhjá þeirri staðreynd að ár-
angur þeirra fyrir fjórum árum var
einn sá versti frá stofnun flokksins.
Sé árangurinn núna settur í sögu-
legt samhengi má raunar glöggva
sig á því að á síðastliðnum 60 árum
hefur hann einungis fimm sinnum
fengið verri útkomu. Útstrikanir á
tilteknum þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksinserueinnignánastfordæma-
lausar í íslenskum stjórnmálum.
Ríkisstjórnin með minni-
hluta atkvæða
Auðvitað eru það vonbrigði að
ríkisstjórnin skyldi ekki falla. En
það er þó rétt að benda á að rík-
isstjórnarflokkarnir fengu bæði
minnihluta atkvæða (48,3 prósent)
og færri atkvæði en kaffibandalagið
svokallaða. Samanlagt fylgi Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
hefur aldrei verið eins lítið og í
þessum kosningum sé litið framhjá
því þegar Borgaraflokkurinn klauf
Sjálfstæðisflokkinn 1987. En þótt
ríkisstjórnin haldi velli með einum
manni þá finnst mér það ólíklegt að
Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn
haldi inn í sitt þrettánda ár saman í
ríkisstjórn. Ekki þegar hver einasti
stjórnarþingmaður hefur í raun neit-
unarvald um öll mál sem sett verða
á dagskrá. Að mínu viti er því allt
óvíst um hvernig næsta ríkisstjórn
muni líta út.
Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar
Greinin er tekin af www.agustolafur.blog.is
Undarleg kennsla
í fagmennsku
Trausti Hafliðason ritstjóri
skrifaði leiðara Blaðsins þann 10.
maí, síðastliðinn. I leiðara þessum
tekur Trausti undir þá kröfu Sveins
Magnússonar, framkvæmdastjóra
Geðhjálpar, að fram fari faglegri
greining á þunglyndi íslendinga en
nú mun tíðkast, að mati Sveins. En
Sveinn þessi Magnússon hafði, í við-
tali við Blaðið deginum áður, haft
uppi endurteknar dylgjur um það, að
heimilislæknar hér á landi væru alls
ekki faglega hæfir til að sinna þung-
lyndissjúklingum og nefndi því til
staðfestingar sjúkling, sem heimilis-
læknir hefði stofnað í lífshættu með
því að setja hann á sjö mismunandi
þunglyndislyf. Samkvæmt frásögn-
inni var sjúklingi þessum bjargað
með afeitrun. I leiðaranum segir
Trausti, að hann gruni, að sumir
þunglyndissjúklingar láti sér það
nægja að leita aðstoðar hjá heimilis-
lækni. Hann segist einnig gruna, að
sjúklingar þessir hafi verið settir á
lyfjameðferð. Og síðan segir Trausti
orðrétt: „Að reiða sig eingöngu á
þunglyndislyf er í mörgum tilfellum
eins og að setja plástur á sárið. Sár
gróa hægt undir plástrum og það er
Heilbrígðis-
þjónustan
hefur bara gott
afgagnrýnu
aðhaldi
Umrœðan
Gunnar Ingi Gunnarsson
því nauðsynlegt að brýna fyrir fólki
að lyf eru ekki lausn, nema kannski
fyrir örfáa.”
Það er í sjálfu sér auðvitað ekkert
athugavert við það að kalla á aukna
fagmennsku í heilbrigðisþjónust-
unni. Hún hefur bara gott af gagn-
rýnu aðhaldi. En þegar menn, svona
almennt, en þó sér í lagi ritstjórar
dagblaðanna, gagnrýna vinnubrögð
í heilbrigðisþjónustunni, þá eiga
þeir í fyrsta lagi að forðast órök-
studdar dylgjur í garð starfsstéttar,
eins og Trausti gerir sig sekan um,
og í öðru lagi að láta það vera að fara
með glórulaust fleipur um meðferð
sára - og annarra sjúkdóma.
Höfundurerlæknir