blaðið - 15.05.2007, Síða 16

blaðið - 15.05.2007, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 blaöið fólki folk@bladid.net ALLSÉRSTÆÐ auglýsingaherferð Öryggismiðstöðvarinnar hefur náð athygli manna. Þar er mynd af Lalla Johns með textanum: „Hver vaktar þitt heimili?" Sem kunnugt er þá er Lalli svokallaður góðkunningi lögreglunnar og hefur augljóslega fallist á að vinna með Öryggismiðstöðinni að þessu verkefni. Síðan er spurning hvort fyrirtækið hafi tekið loforð af Lalla, um að hann muni ekki brjótast inn á heimili merkt Öryggismiðstöð- inni í framtíðinni...? BLOGGARINN Gísli Freyr Hall- dórsson kemur með skemmtilega sýn á útstrikunarauglýsingu Jóhannesar í Bónus fyrir kosningar. Hann segir að annað hljóð hefði komið í strokkinn hjá fjölmiðlum og stjórnmála- mönnum ef Steingrímur J. hefði keypt sams- konar auglýsingu, undiryfirskrift- inni: Kaupum mat - bara ekki í Bónus... KOSNINGASJÓNVÖRP RÚV og Stöðvar 2 börðust um hylli kjós- enda á kosninganótt. Stöð 2 aug- lýsti nýja byltingarkennda grafík sem átti að taka öllu öðru fram. Virtist hún byggja á því að Sig- mundur Ernir Rúnarsson dansaði í kringum súlurit sem spratt fram úr hverju kjördæmi fyrir sig. Þótt grafíkin hafi mælst misjafnlega fyrir þótti Sigmundur standa sig með mikilli prýði og virtist aldrei vefjast tunga um tönn. Hins vegar galt Bogi Agústsson á tíðum fyrir tæknileg mistök í grafík, sem þó innihélt nytsamlegri upplýsingar við upplestur talna. Verður því gaman að sjá áhorfstölurnar, hvort súludans Sigmundar eða bagalegur Bogi hefur haft betur... HVAÐ Óskaðirðu Ólafi Ragnari fit^nst til hamingju með daginn? ÞER? „Nei, en ég nota þá bara tækifærið og geri það hér með.“ Ásta Möller, alþitigismaður Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, átti afmæli í gær. Ásta Möller hafði áhyggjur af því um daginn að forsetinn gætti ekki hlutleysis þegar kæmi að stjórnarmyndunarviðræð- um. Hún leiörétti hins vegar þær áhyggjur síðar um daginn. Lét gamlan draum rætast Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Elsta öldurhús landsins, Gaukur á Stöng, hefur verið reist til fyrri vegs og virðingar af athafnamann- inum Kristjáni Þór Jónssyni, sem er betur þekktur sem Kiddi Bigfoot. Kidda hefur löngum dreymt um að hreppa þetta hnoss íslenskrar dægurmenningar. „Mig hefur alltaf langað í þetta hús og núna rætist gamall draumur. Það hefur gríðarlegan karakter og sál og á sér langa sögu. Seldi meðal annars bjórlíki áður en bjórinn var leyfður 1989. Mér fannst synd hvernig farið var með húsið á tíma- bili og langaði til að sýna og sanna að hægt væri að reka staðinn, enda mikill bjartsýnismaður," segir Kiddi sem hefur mikla reynslu af slíkum rekstri. „Ég hef verið viðloðandi þennan bransa í 26 ár og unnið í öllum störfum sem reksturinn hefur upp á að bjóða held ég. Ég var með Tunglið á sínum tíma, Deja Vu, Casablanca á tímabili og Berlín, áður en það hét Astro og Pravda. Og síðast var ég með Nelly's þannig að maður er ekki alls ókunnugur slíkum rekstri." Gaukur á Stöng hefur gegnt hlut- verki tónleikastaðar um árabil, meðan hljómsveitir áttu varla í önnur hús að vernda. Nafnið sækir hann til Gauks Trandilssonar frá Stöng sem var sterkefnaður og vel ættaður höfðingi og kappi hinn mesti. Talið er að bærinn Stöng hafi eyðilagst í Heklugosinu árið 1104 og féll Gaukur fyrir hendi Ásgríms Elliða-Grímssonar, fóstbróður síns, væntanlega fyrir að hafa fíflað hús- freyjuna á Steinastöðum, sem var skyldkona Ásgríms. „Mér fannst synd hvemig faríö varmeö húsiö á tíma- bili og langaöi til aö sýna og sanna að hægt værí að reka staðinn, enda mikill bjartsýnismaöur“ En nóg af sögukennslunni. Stað- urinn var opnaður um helgina við góðar undirtektir og ekki sist fyrir þær sakir að staðurinn er reyklaus. Ánnars héldu böndin Buff og Vinir vors og blóma uppi stuðinu og strax á morgun mun hljómsveitin Spútnik stíga á stokk ásamt DJ Dod- delicius sem verður á efri hæðinni. „Við stefnum á að bjóða upp á fjöl- breytta og góða tónlist. Við höfum í raun engan einn markhóp, þó flestir gestir okkar séu komnir af unglingsárunum. í rauninni verða það böndin sjálf sem ráða mark- hópnum hjá okkur, en við ætlum okkur að vera þessi hefðbundni vinalegi ballstaður á mölinni. Ég er búinn að laga aðeins til hérna, fríkka staðinn aðeins. Hann hafði staðið auður í um eitt ár og því þörf á smávægilegum breytingum. Einnig lagaði ég hljóðkerfið, bætti við sjónvörpum á efri hæðinni og er staðurinn stórglæsilegur þótt ég segi sjálfur frá, jafnvel á heims- mælikvarða! “ segir Kiddi stoltur. En staðurinn mun ekki aðeins bjóða upp á góða tónlist: „Það er stefnan að hafa þetta kaffi- hús á daginn með léttum veitingum. Það er verið að endurnýja eldhúsið þannig að þetta er allt á leiðinni." Kristján situr sveittur við að bóka bönd fram á sumar. „Það er hellingur bókaður, ég er að vinna í að fá staðfestingar. Á laugardaginn leigi ég staðinn til Partyzone sem skartar erlendum plötusnúð, en annars verður lítið um svoleiðis uppákomur í fram- tíðinni, bara einstaka skipti. Ann- ars getur fólk fylgst með dagskrá staðarins á slóðinni prime.is þar sem tilkynningar um tónleikahald eru birtar," segir Kiddi Bigfoot að lokum. BLOGGARINN... L v Utstrikuð Kolbrún „Ég hefþað eftir áreiðanlegum heimildum, að töluverður fjöldi kjósenda vinstri grænna í umræddu Rvk-kjördæmi hafi strikað Kolbrúnu Halldórsdóttur út. Það voru því fleiri en Árni Johnsen og Björn Bjarnason sem fengu útstrikanir í massavís. En þetta má auðvitað ekki fjalla um í fjölmiðlum. Ég skal fúslega viður- kenna, að þetta kemur mér ekki á óvart. Það rennur úr henni eins og vatn úr krana, óstöðvandi orðaflaumur og það sem verra er, að það sem hún segir er sjald- an neitt sérstaklega skynsamlegt, ekki að mínum dómi amk. Zero Kolbrún.“ Snorri G. Bergsson , hvala.blog.is Kuldaleg kaflaskil „Jónina Bjartmarz, fráfarandi um- hverfisráðherra, fékk þungan skell í þingkosningunum um helgina er hún féli af þingi. Stjórnmálaferli hennar virðist lokið. Fall hennar kemur skömmu eftir margfrægt mál tengt veitingu ríkisborgararéttar til Luciu Celeste Molina Sierra, tengdadóttur hennar. Þá varJónína í eldlínu mjög erfiðrar umræðu og reifst við Helga Seijan, frænda minn, í eftirminnilegu Kastljósvið- tali. Allt til loka kosningabar- áttunnar barðist hún fyrir því að fá afsökunarbeiðni frá Rikisútvarpinu vegna umfjöllunar Kastljóss. Hún kom auðvitað ekki. “ Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is Umboðslaus Framsókn „Mín skoðun ersú að hrein hneisa væri að leiða Framsóknarflokkinn til valda eina ferðina enn. I fyrsta lagi hefur Framsóknarflokkurinn ekkert umboð frá kjósendum til að sitja ístjórn. Hvorki í hægri eða vinstri stjórn. Formaður flokksins, sem hef- ur ekki einu sinni traust almennings til að vera þingmaður, talar gjarnan um að axla ábyrgð. Ábyrgð hans er sú að útiloka, svo enginn vafi leiki á, að framsókn- armenn gangi á svig við vilja kjósenda." Þórður Víkingur Friðgeirsson thordurv.blog.is Su doku 5 1 7 9 4 3 7 2 6 9 9 4 5 7 8 9 7 3 8 5 9 5 2 6 2 3 7 9 2 4 6 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir i hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Þú ert ekki búinn að borða kjúklinginn þinn!

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.