blaðið - 15.05.2007, Síða 18

blaðið - 15.05.2007, Síða 18
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 2007 blaöiö menning@bladid.net Framlag Listasafns Islands til Listahátíðarinnar 2007 er sýningin Cobra Reykjavík, sem stendurtil 8. júlí. Á næsta ári verða liðin 60 ár frá því að alþjóðlegi listamannahópurinn Cobra var stofnaöur, en hann var mikilvægur og frjór vettvangur fyrir abstraktlistina. Tyrkjaránsins minnst (ár eru 380 ár liðin frá Tyrkjaráninu, skelfilegasta sjóráni í sögu Is- lands. Af því tilefni stendur Vestmannaeyjabær fyrir margvíslegum viðburðum. Meðal annars verður sett uþp sýningin „Sjóræningjar og kristnir þrælar - ferðir og örlög fórnarlamba Tyrkjaránsins". Sýning um feril Helga Helgi Tómasson, stjórnandi San Francisco ballettsins, er staddur hér á landi þessa dagana og af því tilefni verður sett upp í and- dyri Borgarleik- hússins sýning um feril Helga, allt frá því að hann steig sín fyrstu spor á sviði sem kornungur list- dansnemi. Sýningin er samstarfs- verkefni Leikminjasafns íslands, Listahátíðar í Reykjavík og Borgar- leikhússins og er þetta í fyrsta sinn sem ferli þessa listamanns eru gerð slík skil hér á landi. Sýningin verður opnuð þann 16. maí klukkan 18.30. Tómas R. á Vorblóti Latínsveit Tómasar R. Einars- sonar leikur á Vorblótstónleikum á NASA næstkomandi fimmtu- dag, þann 17. maí. Sveitin er skipuð Kjartani Hákonarsyni trompetleik- ara, Samúel J. Samúelssyni básúnuleikara, Ómari Guðjóns- syni gítarleik- ara, Matthíasi M.D. Hemstock trommu- og slagverksleikara, Sig- tryggi Baldurssyni kóngatrommu- leikara og Tómasi R. Einarssyni bassaleikara. Hljómsveitin hefur spilað á ýmsum djasshátíðum síð- ustu árin og árið 2006 lék hún á helsta djassklúbbi Moskvuborgar, Le Club, og hélt útgáfutónleika (því sögufræga húsi Casa de la Amistad í Havana. Bútasaums- verðlaun Sýningin „Ég bið að heilsa" er nú hafin í Gerðubergi en þar eru sýnd 13 bútasaumsverk í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar. Við opnun sýningarinnar í gær afhenti formaður dóm- nefndar, Hildur Bjarnadóttir, verðlaun í samkeppni um besta teppið. Fyrstu verðlaun hlaut Guðný Benediktsdóttir fyrir verkið Vorboðinn og Svava K. Egilsson hlaut önnur verðlaun fyrir verkið Hugsað heim. Sýningin stendur til 9. september næstkomandi. ír vel heppnaðrl ferð; Kínverskt dansævintýri Ótrúlega mikil aðsókn Uppselt var á allar þrjár sýningar Islenska dansflokksins og á einni þeirra þurfti að mæta aðsókninni með hjálp nútímatækninnar. „I Guangzhou átti fyrst bara að selja um 8oo miða að mig minnir, en vegna mikillar eftirspurnar var fleiri sætum bætt við í salnum. En það dugði ekki til þannig að á end- anum var settur upp myndbands- skjár fyrir utan salinn til þess að þeir, sem ekki höfðu náð í miða í tæka tíð, gætu horft á sýninguna úr anddyrinu. í heildina voru rúm- lega þúsund manns sem sáu okkur þar,“ segir Hjördís og bætir því við að hópurinn sé vitaskuld í skýjun- um yfir þessum góðu undirtektum. „Sum okkar höfðu aldrei sýnt fyrir svona mikinn mannfjölda og okk- ur hefur reiknast til að fjöldinn sem kom á þessar þrjár sýningar jafnist sennilega á við tvö og hálft leikár hérna heima.“ Sáu kínverska kollega Dansflokkurinn notaði líka tækifærið og skellti sér á tvær nú- tímadanssýningar hjá kínverskum kollegum sínum. „Það var mjög athyglisvert að sjá þær, en við sá- um að það var töluverður munur á kínverskum og íslenskum nú- tímadönsurum. Þau voru á öðru róli og virtust einbeita sér meira að tækninni heldur en við. I okk- ar sýningum fá dansararnir hins vegar meira að skína í gegn og það gefur sýningunum mikið líf, þann- ig að ég hugsa að við höfum haft eitthvað nýtt fram að færa þarna í Kína,“ segir Hjördís. Fall er fararheill Aðspurð segir hún að vissulega hafi komið upp smávægileg vanda- mál í ferðinni. „Á leiðinni út lent- um við í smá töf af því að einn dansarinn, sem er frá Kanada, var ekki með dvalarleyfi frá Islandi inni í passanum sínum þannig að við lá að hann yrði sendur aft- ur til Kanada. Önnur lenti í því að dvalarleyfið fyrir Kína virtist hafa horfið úr hennar passa þann- ig að allt útlit var fyrir að henni yrði ekki hleypt inn í landið. En svo kom í ljós að síðurnar þar sem leyfið var höfðu einfaldlega límst saman.“ Bandaríkin næst á dagskrá I haust er fyrirhuguð sýningar- ferð til Bandaríkjanna og munu æfingar fyrir hana fljótt hefjast. „Svo eigum við vonandi eftir að fara aftur til Kína í nánustu fram- tíð enda var markmiðið með ferð- inni að kynna okkur með það fyrir augum að geta farið þangað aftur,“ segir Hjördís að lokum. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net íslenski dansflokkurinn er nýkom- inn heim úr vel heppnaðri sýn- ingarferð til Kína. Sýningar voru haldnar í þremur borgum þar í landi, í Sjanghai, Guangzhou og Peking. Hjördís Lilja Örnólfsdóttir er ein dansaranna sem fóru í ferð- ina og segir hana hafa gengið von- um framar. „Við vorum þarna úti í tvær og hálfa viku og þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og frábær lífs- reynsla,“ segir Hjördís. „Ég held að við höfum verið um 16 manns sem fórum saman, en á milli sýn- inga skoðuðum við okkur um og ákváðum til dæmis að taka erfið- ustu leiðina alla leið upp á topp á Kínamúrnum." Hún segir borgirnar þrjár hafa verið mjög ólíkar. „Sjanghai er langnútímalegust og svona mesta stórborgin. Þar eru rosaleg háhýsi og til að byrja með minnir borgin dálítið á New York. Inni á milli há- hýsanna eru þó stór og eldgömul fátækrahverfi þar sem fólk býr í hálfhrundum húsum. I Guangz- hou eru líka mörg háhýsi en and- rúmsloftið er dálítið rólegra, enda er þetta mun suðlægari og heitari borg en Sjanghai. Peking er síðan eiginlega minnst nútímaleg af þessum þremur borgum þótt það sé reyndar mjög mikil uppbygging í gangi þar núna vegna Ólympíu- leikanna sem verða haldnir þar á næsta ári.“ Hjordis Lilja i Summer Palace i Peking „Þetta var otrulega skemmti leg ferð og frábær lífsreynsla." Betri heyrn — bætt lífsgæði # Orgelsnillingur á íslandi Pantaðu tíma í heyrnarmælingu og fáðu ráðgjöf um hvernig nýjasta kynslóð heyrnartækja getur hjálpað þér að heyra betur Einn mesti orgelsnillingur okk- ar tíma, Michael Radulescu, er staddur hér á landi á vegum Kórs Langholtskirkju, Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónskóla þjóðkirkjunnar. Hann heldur barokktónleika á Noak-orgelið í Langholtskirkju á uppstigning- ardag 17. maí klukkan 20. Sunnu- daginn 20. maí leikur hann á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju og næstu þrjá daga á eftir held- ur hann meistaranámskeið fyrir organista í Langholtskirkju og Hallgrímskirkju. Michael Radulescu er prófess- or í organleik við Tónlistarhá- skólann í Vínarborg og mjög eftirsóttur kennari á meistara- námskeiðum og til tónleika- halds.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.