blaðið - 15.05.2007, Síða 21

blaðið - 15.05.2007, Síða 21
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 29 í fullum skrúða Börnunum finnst afskaplega spennandi að sjá lög- regluna. Felix vinsæll Börnin horfa meðal ann- ars á mynd sem Felix Bergsson gerði sérstaklega fyrir Umferðarskóiann. h kost enda sé það þeirra hlutverk að fylgja fræðslunni eftir. „Það er mjög mikilvægt að þeir fylgi henni eftir og það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir að fara með barninu sínu út að ganga, út- skýra hætturnar fyrir því og vera með lifandi kennslu. Börn eru svo mikið keyrð núna og það er miklu minna um að þau gangi eða fari nokkuð nema í bíl. Svo þurfa for- eldrarnir svo sannarlega að vera börnum sínum fyrirmyndir í um- ferðinni og aka með beltin spennt og nota hjálm þegar hjólað er og svo framvegis," segir hún. Umferðarskólinn er starfrækt- ur á vorin og að þessu sinni hófst starfsemin seint í apríl og stendur fram í miðjan júnímánuð. Því fylg- ir óneitanlega mikil skiplagning og vinna að koma skólanum á koppinn enda nær hann til meira en 120 leik- skóla á höfuðborgarsvæðinu auk leikskóla á Suðurnesjum og á Akur- eyri. „Það eru rúmlega 4000 börn í hverjum árgangi og við erum að ná til um 6000 barna af rúmlega 8000 sem er mjög gott,“ segir Kristín sem lýkur sérstöku lofsorði á samstarfs- aðila Umferðarstofu, lögregluna, leikskólakennara og sveitarfélögin sem taki skólanum fagnandi á vori hverju. Kynning lokaverkefna Lífeindafræðinemar við Háskólann í Reykjavík verja lokaverkefni sín til BSc-prófs í dag og á morgun í húsnæði skólans að Höfðabakka 9. Verkefnin eru unnin á ýmsum rannsóknarstofum þar sem stundaðar eru rannsóknir til að greina sjúkdóma hjá mönnum og dýrum og rannsóknir sem stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á eðli sjúkdóma. Leiðbeinendur og prófdómarar eru sérfræðingar á því sviði líf- og læknavísinda sem verkefnið fellur undir. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Ur níunda bekk í menntaskóla Menntaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli {slands hafa fengið leyfi menntaráðs Reykjavíkur til að innrita nemendur sem lokið hafa 9. bekk í grunnskólum borgarinnar. í báðum skólum verður fjöldi 9. bekk- inga sem fá að hefja nám á næsta ári takmarkaður og þurfa þeir að auki að uppfylla viss skilyrði fyrir skólavist. Um tilraunverkefni er að ræða og munu báðir skólarnir skila menntamálaráðuneyti skýrslu um framgang þess eftir skólaárið 2007- 2008. Yngvi Pétursson, rektor Mennta- skólans í Reykjavík, segir að ef verk- efnið gefist vel verði vonandi fram- hald á því. Komið til móts við nemendur „Það má segja að þetta sé leið bekkjaskólanna til að koma til móts við nemendur sem vildu kannski ella taka framhaldsskólaáfanga og geta þá fengið þá metna inni í áfangaskól- unum,“ segir Yngvi en á undanförn- um árum hefur færst í vöxt að nem- endur í efstu bekkjum grunnskólans ljúki framhaldsskólaáföngum. Verzlunarskólinn mun innrita allt að 30 nemendur úr 9. bekk en Menntaskólinn mun innrita nemend- ur úr 9. bekk í einn til tvo bekki á málabraut og náttúrubraut. Nemend- urnir þurfa að uppfylla ýmis skilyrði til dæmis hvað varðar einkunnir og umsögn grunnskólans. „Hugmyndin er að bjóða upp á námsleið fyrir nemendur sem eru búnir að taka hluta af námsefni 10. bekkjar og það er gert ráð fyrir því að nemendur hafi tekið eitt til tvö sam- ræmd próf,“ segir Yngvi og bætir við að greinarnar ráðist af því á hvora brautina nemendurnir fara. Margar fyrirspurnir „Bekkirnir verða þá saman fyrstu tvö árin á meðan verið er að fara yf- ir námsefni fyrstu tveggja ára fram- haldsskólans og síðan tvinna það við það námsefni úr 10. bekk sem þarf að bæta við. Það þýðir það að þetta verða litlir bekkir og vonandi verða þetta nemendur af svipuðu getustigi þannig að námsefni og námsyfirferð miðast við það,“ segir Yngvi. Að sögn Yngva hafa margir lýst yf- ir áhuga á verkefninu og margar fyr- irspurnir borist um það á skrifstofu skólans. Ekki er þó ljóst hve margir munu sækja um enda hófst innritun í framhaldsskóla í gær og lýkur ekki fyrr en 11. júní. Fjölbreytt störf í framsækinni atvinnugrein íslenskur sjávarútvegur er öflugur og framsækinn. Hann er í fremstu röð í heiminum og sóst er eftir sjávarafurðum, þekkingu og þjónustu frá íslandi. Skipstjórnar- og vélstjórnarnám í Fjöltækniskólanum, er fjölbreytt nám sem veitir aðgang að vel launuðum störfum, bæði á sjó og í landi. Kynntu þér skipstjórnar- og vélstjórnarnám hjá Fjöltækniskólanum á www.fti.is. Umsóknarfrestur rennur út 10. júní n.k. Við bjóðum einnig nám í flugstjórn til atvinnuflugs og nám á náttúrufræðibraut, skipstækni, véltækni, raftækni og flugtækni og Diploma nám á háskólastigi. I I sssst FJÖLTÆKNISKÓLI ÍSLANDS TÆKNi VÉIAR SIELINGAR ÚTVEGUR

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.