blaðið


blaðið - 15.05.2007, Qupperneq 26

blaðið - 15.05.2007, Qupperneq 26
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 2007 Risessan í myndum Þeir sem misstu af ferðum risessunnar um bæinn um helgina geta farið inn á artfest.is en þar er að finna myndir og myndbönd sem áhorfendur hafa sent inn af ferðum hennar og uppátækj- um. Ekki eins áhrifaríkt og að sjá hana í eigin persónu en skemmtilegt samt sem áður... »Vegvísir að heimili mínu Vigdís Hlíf Sigurðardóttir er að útskrifast úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Islands. Lokaverk hennar var myndskreyting við bókina Litla rauðhærða stúlkan eftir Auði Haralds. Vigdís er nýlega flutt í sína fyrstu íbúð ásamt kærastanum sínum en hún hefur ekki haft mikinn tíma til að koma sér fyrir þar sem vinna að lokaverkefninu hefur átt tíma hennar allan. Hún hlakkar hins vegar mikið til að fara að koma sér betur fyrir og það eru ýmis plön á dagskrá hvað varðar íbúðina. Vigdís hefur meðal annars nýtt grafíska hæfileika sína og hannað veggfóður og síðan ætlar hún að mála mynd á vegg í svefnherberginu. Staðhættir Fyrsta ibúð eigenda á Skarphéðinsgötu í Norðurmýrinni. Risi í garðinum ,Við vöknuðum á laugardags- morgun og kíktum út um glugg- ann og uppgötvuðum þá að það var risi sofandi í garðinum okkar. Dóttur okkar fannst þetta náttúrlega rosalegt og þetta var stærsti viðburður helgarinnar á okkar heimili,“ segir Reynlr Lyngdal leikstjóri en risinn sem um ræðir var að sjálfsögðu pabbi risessunnar sem rölti um götur bæjarins um helgina. ,Við fylgdumst síðan að sjálf- sögðu með ferðum þeirra feðg- ina um bæinn og skemmtum okkur konunglega. Listahátíð á hrós skilið fyrir að hafa skipu- lagt þetta atriði og gaman þegar skemmtunin höfðar til fullorðinna jafnt sem barna. Við fylgdumst síðan með Eurovision og kosningavökunni á laugar- dagskvöldið og buðum til okkar góðum vinum í kosningapartí. Gestirnir voru ekki allir á sömu skoðun í pólitíkinni þannig að það mynduðust eldheitar og fjörugar umræður meðan á kosningavökunni stóð. Þetta var æsispennandi og maður veit náttúrlega ekki ennþá hvernig þetta á eftir að fara þannig að það er bara spennandi að sjá. Það er síðan bara aftur komin vinnuvika og mikið að gera. Hvenær er hentugast að ferðast Það má koma hve- nær sem er... húsráðendur eru mikið heima og tesopi er yfirleitt í boði fyrir þá sem kíkja við. Hættur Nei, ekki svo ég viti. Vert að sjá Appelsínuguli hraðsuðuketillinn sem er bæði góður og nytsamlegur og eini hönnunarhlutur húsráðanda. Síðan er falleg upp trekkt tinkisa í miklu uppáhaldi húsráðanda en hana fékk hún að gjöf frá mikilli kattakonu. Heilsa Húsið er í góðu ásigkomulagi. Það þarf kannski aðeins að mála girðinguna og þak- ið en annars er það við mjög góða heilsu. Samfélag og menning Húsráð- endur eru tveir og menningin væri eflaust skilgreind sem krúttgoth. Matur og menning Húsráðendur eru mikið fyrir mexíkóskan mat eftir að þau heimsóttu landið í fyrrasumar. Allt sem er með annað hvort chili eða lime er vinsælt og það er alltaf til í ísskápnum. Siðir og venjur Það er ekki mikið um siði eða venjur en það á kannski eftir að breytast þar sem húsráðandi er búinn með skóla og fer senn að vinna. Húsráðandi hefur hins vegar vanið sig á að fara í heitt og gott bað á hverju kvöldi og á bágt með að sofna ef hún sleppir því. Dýralíf Kisan Snúður sem er 6 mánaða býr í íbúðinni. (dag flutti svo inn lítil kisa sem hefur fengið nafnið Doppla. Hvað þarf að hafa með Góða skapið er það eina sem nauðsynlegt er að koma með. Á heimilinu er til spilið Partý og CO þannig að allir aðrir hlutir eru óþarfir. Afmælis-Eurovision og kosningapartí ,Föstudagurinn var æðislegur en þá slæptist ég í bænum í góða veðrinu með dóttur mína í kerru og við fylgdumst með ferðum risessunnar," segir Póra Tóm- asdóttir sjónvarpskona. „Mér fannst risessan alveg stórkost- leg en stelpan mín var ekki mikið að kippa sér upp við hana enda bara ársgömul. Kosningadagur- inn var síðan mjög skemmtilegur en þá fór ég í matarboð í tilefni af afmæli systur minnar. Ég fylgdist að sjálfsögðu með Euro- vision, þó meira af skyldurækni þar sem Eiki var dottinn út en það fannst mér mjög leiðinlegt. Ég hefði viljað sjá Úkraínu eða Rúmeníu vinna þannig að þetta var ákveðið svekkelsi. Eftir keppnina kíkti ég í kosningapartí til vina minna og tók síðan allt partíið með mér í kosningapart- íið uppi í Sjónvarpi þar sem stuðið hélt áfram fram eftir nóttu. Ég vaknaði síðan snemma á sunnudaginn og fór út á land til að taka upp efni fyrir Kastljósið. Forkastanleg fordæming Myndin The Condemned, eða hinir fordæmdu, „skartar" hinum sterkbyggða Steve Austin, sem er þekktur fjölbragðaglímukappi í Bandaríkjunum og sjálfum Vinnie Jones, fyrrverandi fótboltafanti úr enska boltanum. Söguþráðurinn er einfaldur enda byggður á tölvu- leik. Tíu forhertir fangar með yfirvofandi dauðadóm eru látnir dvelja saman á eyðieyju af siðlaus- um sjónvarpsframleiðanda sem ætlar sér að græða á blóðugum bar- dögum fanganna. Eyjan er þakin sjónvarpsmynda- vélum sem sýna „raunveruleikann' beint á Netinu og þurfa netverjar auðvitað að greiða fyrir áhorfið, sem rennur í vasa sjónvarpsfram- leiðandans. Allir fangarnir eru með sprengju um fótinn, sem springur að loknum 30 klukkutím- um og því brýnt að standa uppi Myndin er ein klisja út í gegn og fannst undirrituðum hann hafa séð myndina oft áður. Leikurinn er til- gerðarlegur og handritið meingallað. Hugmyndin er svosem ágæt þó hún sé ófrumleg. Hún er einfaldlega of illa útfærð. Slagsmálaatriðin eru klén og myndin nær aldrei flugi. Ég fordæmi því Hina fordæmdu. sem sigurvegari. Að drepa eða verða drepinn. Myndin er byggð á sömu hugmyndum og The Runn- ing Man og Battle Royale með smá Survivor-ívafi. Þó myndin veki vissulega upp siðferðistengd- ar spurningar og geti talist sem gagnrýni á úrkynjaða sjónvarps- skemmtun samtímans, verður myndin seint talin góð. Ofbeldið er vissulega til staðar en vekur litla sem enga spennu. The Condemned Laugarásbíó, Háskólabíó CPl Scott Wiper Steve Austin, Vinnie Jones, Rick Hoffman, Robert Mammon Trausti Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net | Kvikmyndir ★ ; 1 Greiðslukjör íallt að 36 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga §Gleraugað Bláu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík Sími: 568 1800 gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.