blaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 1
90. tölublaó 3. árgangur
miðvikudagur
16. maí 2007
IMýjung í útvarpi Varist slysin Skrautleg tíska
?S§Ít Einar Örn Benediktsson tón- Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðs- J lœmki Tískudrottningunni Natalie Guð- A
'ÍSSISII/iíf!WSSSSSSSMk. listarmaður segir að brotið stjóri hjá Landsbjörgu, segir ríði Gunnarsdóttur finnst tískan 'T
verði blað í sögu íslenskrar að draqa meqi úr hættunni á v£fl ^ núna skrautlegri en oft áður.
útvarpssögu þegar sent slysum á leiktækjum barna, A Margt spennandi er í boði og
verður út í svokölluðum t.d. trampólíni, meö réttum fl enqinn ætti að þurfa aö
fjórhljómi á Rondó 87,7. öryggisbúnaði. fl verapúkó.
FÓLK > 27 NEYTENDUR >30 L ORÐLAUS » 34 —* |
Borgarstjóri um 4,3 milljarða hallarekstur hjá Reykjavíkurborg:
Skellir skuldinni á R-listann
■ Lífeyrisskuldbindingar vanáætlaðar ■ Fjármálin munaðarlaus í fyrra
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net
Tap varð á rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári
sem nemur rúmlega 4,3 milljörðum króna. Árs-
reikningur borgarinnar var ræddur í borgarstjórn
ígær.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að
árið í fyrra sé að nokkru leyti munaðarlaust í reikn-
ingum borgarinnar vegna meirihlutaskiptanna. í
ræðu sinni á borgarstjórnarfundi í gær sagði borg-
arstjóri það sérstakt rannsóknarefni hvernig R-
listanum tókst í einu mesta góðæri íslandssögunnar
að hækka skatta og skuldir, reka borgarsjóð með
halla og fæla fólk yfir í önnur sveitarfélög sökum
lóðaskorts og metnaðarleysis í skipulagsmálum.
Afkoma Reykjavíkurborgar er langt undir fjár-
hagsáætlun sem hljóðaði upp á rekstrarafgang upp
á tæplega 1,8 milljarða króna. Þrátt fyrir þennan
mikla taprekstur eru tekjur um 3,3 milljörðum
króna hærri en áætlunin gerði ráð fyrir.
Helsta ástæða taprekstursins er hækkun á lífeyr-
isskuldbindingum borgarinnar sem hækkuðu um
7,1 milljarð, en áætlunin gerði ráð fyrir 2,6 milljarða
hækkun. Hefði lífeyrisskuldbindingin verið sam-
kvæmt fjárhagsáætlun hefði rekstrarafkoma borg-
arinnar verið jákvæð um 2,2 milljarða.
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylking-
arinnar, segir furðulegt að borgarstjóri skuli spila
gamlar plötur með tuggum úr fortiðinni. „En ég
held að þetta sé svipað og með hreinsun gatnanna
og fækkun máva. Menn tala og tala en það heyrist
varla mannamál í Ráðhúsinu fyrir mávum og allir
vita hvernig göturnar eru.“
Dagur segir að endurmat á lífeyrisskuldbind-
ingum borgarinnar sé stóra frávikið í áætluninni.
,Það er mikilvægt að átta sig á því að þessi uppreikn-
ingur upp á 4,6 milljarða kom ekki til greiðslu árið
2006, heldur kemur hann til greiðslu á næstu 50
árum.“
Sýknaðir af
hópnauðgun
Þrír piltar, 18 og 19 ára gamlir, voru
sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
af ákæru um kynferðisbrot gegn stúlku
sem var 16 ára gömul er atburðurinn
átti sér stað. Var þeim gefið að sök að
hafa notfært sér aðstöðu- og aflsmun
til að þröngva stúlkunni til samræðis
við sig.
FRÉTTIR » 2
Watson ætlar að
hindra hvalveiðar
Skip dýraverndunarsamtakanna Sea
Shepherd, Farley Mowat, lagði af stað
frá Ástralíu gær og stefnir á Islandsmið.
I samtali Blaðsins við Paul Watson,
leiðtoga samtakanna, segir hann að
tilgangur ferðarinnar sé að framfylgja
alþjóðlegum náttúruverndarlögum með
þvi að stöðva hvalveiðar Islendinga. „Við
munum ganga jafn langt og vanalega til
þess að ná markmiðum okkar.“
FRÉTTIR »12
GRAFIÐ VIÐ VARMÁ Byrjað var að leggja fráveitu frá Helgafellshverfi á mánudag. „Mig langar mest til að fara upp í rúm og grenja
bara,“ sagði Bryndís Schram þar sem hún sat ásamt félögum I Varmársamtökunum, og það ekki í fyrsta sinn. FRÉTTIR » 6
Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráðherra:
Væri Framsókn gott að taka sér frí
Steingrímur Hermannsson,
fyrrum formaður Framsóknarflokks-
ins, telur ekki hægt að kenna Jóni
Sigurðssyni um hrakfarir flokksins i
alþingiskosningunum. Hann telur að
nú sé rétti tíminn til að draga sig út
úr stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn og endurskoða stefnu flokks-
ins í heild sinni enda gæti frekara sam-
starf flokkanna skaðað Framsókn
enn frekar. „Það væri gott að taka sér
frí og ná vopnum sínum aftur.“ Stein-
grímur segir það ekki gott að segja
til um hverskonar stjórn hann sjái
fyrir sér. „Sjálfstæðisflokkur og Sam-
fylkingin væri ágætur kostur. Frekar
það en Sjálfstæðisflokkur og Vinstri
grænir.“
Steingrímur er gagnrýninn á stefnu
flokksins sem hann segir hafa færst
of mikið til hægri á undanförnum
árum. Þar með hefur hann tapað
fylgi frá félags- og vinstrisinnuðu
fólki á höfuðborgarsvæðinu. Hann
vill þó meina að Jón eigi framtið fyrir
sér sem formaður flokksins.
„Jón er ágætis maður. Hann kemur
skyndilega inn og hafði lítinn tíma.
Það kom i hans hlut að reyna að rétta
við skútuna.“ Hann telur að það hafi
verið mistök að gera ekki róttækar
breytingar á stefnunni þegar Jón tók
við FRÉTTIR » 4
í|f. 'Jí \\ tilbúin í
veiðiferðina
Þú færð
IG-veiðivörur
í næstu
sportvöruverslun
Trukkur ók yfir
reiðhjólamann
Ökumaður flutningabíls ók yfir
höfuð reiðhjólamannsins Ryan Lipsc-
omb í Wisconsin í Bandaríkjunum.
Sem betur fer fyrir Lipscomb var
hann með hjálm á höfðinu. Þökk sé
hjálminum þá slapp hann lifandi frá
slysinu, þó með öriítinn heilahristing.
„Ég sá hann ekki koma, en ég fann
hann vissulega fara yfir höfuðið á
mér,“ sagði Lipscomb sem er 26 ára
nemi í lyfjafræði. Hann bætti svo við:
„Þaö er mjög furðuleg tilfinning þegar
vörubíll ekur yfir hausinn á manni.“
Það efast enginn um að það sé furðu-
leg tilfinning og enn færri vilja upplifa
hana. Engu að síður er Ijóst að það
borgar sig að nota hjálminn.
NEYTENDAVAKTIN
Verð á barnableium, 62 stk.
Efnalaug Krónur
Bónus 1.289
Nettó 1.315
Samkaup 1.599
Krónan 1.290
Hagkaup 1.552
Fjarðarkaup 1.299
Verö á Pampers BabyDry, 7-18 kg, í völdum verslunum
Upplýsingar frá Neytendasamtökunum
GENGI GJALDMIÐLA
. USD SALA 63,45 % -0,42 ▼
fcS|9| GBP 125,53 -0,53 ▼
II jn DKK 11,54 -0,40 ▼
• JPY 0,53 -0,59 ▼
EUR 86,0 -0,38 ▼
GENGISVÍSITALA 116,23 -0,39 ▼
ÚRVALSVÍSITALA 8026.96 1,2 A
Veldu 5 stjörnu öryggi
lífsins vegna!
RENAULT MEGANE II
Nýskr 05/2005,1600cc, 4 dyra,
Flmmgíra, Ijósgrár, eklnn 20.000 þ.
Verð: 1.840.000
RB-771
RENAULT MEGANE II
Nýskr: 06/2005,1600cc, 5 dyra,
Fimmgíra, Ljósgrár, Eklnn 29.500 þ.
Verð: 1.790.000
TT-641
RENAULT________
Nýskr: 10/2006,1600cc, 5 dyra,
sjálfskiptur, IJósgrár, okinn 5000 þ.
Verð: 2.090.000
UY-173
bilolond.is
575 1230