blaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 16
menning@bladid.net blaðið Hinn margverðlaunaði leikhópur Cheek by Jowl er nú staddur hér á landi og sýnir verkið Cymbeline á Listahátíð. Sýningar fara fram í Þjóðleikhúsinu og eru þrjár sýningar eftir, í kvöld, annað kvöld og föstudagskvöld klukkan 20. Les Kunz í Valaskjálf Kunz-fjölskyldan svokallaða ætlar að skemmta börnum og fullorðnum í Valaskjálf á Egils- stöðum í kvöld klukkan 20 og á morgun klukkan 14. Meðlimirfjöl- skyldunnar eru sérkennilegt fólk sem er eilítið utangarðs; fólk sem ferðast um og skemmtir öðrum rétt eins og gert var í eina tíð á furðufuglaskemmtunum þar sem gert var grín og sýndar sjónhverf- ingar. Kunzararnir gera slíkt hið sama hér á landi og sýna listir sínar í tilefni af Listahátíð. List án landamæra í Norræna húsinu stendur nú yfir sýning 15 ólíkra listamanna sem ýmist eru fatlaðir eða ófatlaðir, en sýningin er haldin á vegum hátíðarinnar „List án landa- mæra“. Um er að ræða blöndu af einstaklingsverkum og samstarfs- verkefnum allra listamannanna. Meðal listamanna eru Pétur Thomsen og Trausti sem sýna Ijósmyndir frá Sæbóli á Ingjaldss- andi þar sem þeir bræða saman tvö sjónarhorn á sömu hluti. Kraumandi sköpunarkraftur Rúmlega 80 af fremstu og fram- sæknustu hönnuðum á íslandi taka þátt í sýningunni Magma/ Kvika sem verður opnuð á Kjar- valsstöðum næstkomandi laug- ardag. Sýningunni er ætlað að varpa Ijósi á mikilvægi hönnunar og vekja fólk til meðvitundar um margslungnar birtingarmyndir hennar. Hönnun snertir okkur öll á ólíkan máta án þess að við gerum okkur alltaf grein fyrir því. Heiti sýningarinnar, Magma/ Kvika, vísar til þess kraumandi sköpunarkrafts sem einkennir stöðu íslenskrar hönnunar út frá hugmyndafræðilegu og efnislegu sjónarhorni. Rautt hár í alls kyns litbrigðum Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Frá árinu 1988 hefur myndlistar- konan Nína Gautadóttir safnað teiknuðum myndum og málverk- um af rauðhærðum konum. Þessar myndir sýnir hún í tómri íbúð við Ásvallagötu 59 og er sýningin opin al- menningi þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18. Sérstök opnun- arhátíð var haldin fyrir helgi en þá var rúmlega 50 rauðhærðum konum boðið að mæta. „Þetta var mjög skrautlegt, þarna var staddur hópur kvenna sem all- ar áttu það sameiginlegt að vera með rautt hár í alls kyns litbrigðum. Þetta var ofsalega skemmtileg og litrík opnun,“ segir Nína. „En þessi sýning á sér langa forsögu. Þannig var mál með vexti að ég var búsett í Frakklandi um margra ára skeið og þar var stofnað félag rauðhærðra kvenna, sem ég og tvær aðrar ís- lenskar konur í París áttum aðild að. I kjölfarið fór ég að taka eftir því að rauðhærðar konur eru mjög algeng- ar í myndlist og auglýsingum. Ég byrjaði að safna svona myndum þó svo að ég hafi ekki verið að leita sér- staklega að þeim og hafi ekki ákveð- ið strax að setja þær á sýningu. En þegar ég var að flytja fyrir tveimur árum sá ég að ég var komin með hátt i 3000 myndir og ákvað þá að ég yrði að gera eitthvað við þetta. Því fór ég á námskeið í photoshop og skannaði myndirnar inn á tölvu til þess að geta sýnt þær á myndvarpa. Svo tók ég sumar myndirnar og bróderaði með koparvír í hárið á þeim til þess að draga rauða litinn fram, og þess- ar myndir eru uppi á vegg.“ Á miðöldum voru um 20.000 kon- ur í Evrópu brenndar á báli fyrir galdra, enda voru þær gjarnan tald- ar vera í tygjum við Satan og áttu log- ar vítis að hafa litað hár þeirra. Slíkt má gjarnan sjá á málverkum frá miðöldum, en það er þó ekki þemað í sýningu Nínu. „Myndirnar eru allar teiknaðar eða málaðar og koma úr öllum áttum og frá öllum tímabilum. Þetta eru alls konar konur og líka litlar stelpur. Nína Gautadóttir „Þetta eru myndir af konum með rautt hár i alls kyns litbrigðum." Þetta eru hins vegar ekki myndir af vondum kerlingum eða galdrakerl- ingum, heldur einfaldlega konur með rautt hár í alls kyns litbrigðum,“ útskýrir Nína og bætir því við að vissulega megi rauðhært fólk teljast til minnihlutahóps. „Rautt hár er náttúrlega víkjandi og ætli það megi ekki bara segja að rauðhærðir séu í útrýmingarhættu." Þó svo að á þessari sýningu hangi ekki málverk eftir Nínu hefur hún fyrst og fremst verið að mála í gegn- um árin. „Svo áskotnaðist mér þessi koparvír á sínum tíma og óf til að byrja með myndir úr honum, en ekki af fólki. Svo þegar hugmyndin að þessari sýningu kom upp fannst mér kjörið að nota hann áfram í rauða hárið.“ Sýningin stendur til 27. maí. Félag SkrúðgarSyrkjumeistara www.gardyrkjan.is f ,;. .. TS- Verkum Péturs gerö skil Hugvísindastofnun Háskóla Is- lands, Bókmenntafræðistofnun og Edda útgáfa standa fyrir málþingi um Pétur Gunnarsson og verk hans á morgun, uppstigningardag. Pétur er einn af virtustu og vinsælustu rithöfundum íslendinga. Fyrsta skáldsaga hans, „Punktur, punktur, komma strik“, kom út árið 1976 og skipaði honum strax á bekk með fremstu höfundum þjóðarinnar, þar sem hann túlkaði á nýstárlegan hátt sýn og reynslu nýrrar kynslóð- ar íslendinga sem höfðu alist upp á mölinni eftir seinni heimsstyrjöld. Ríflega þremur áratugum síðar eru skáldsögur hans orðnar tíu en auk þess hefur hann gefið út ljóðabæk- ur, ritgerðasöfn og söfn styttri texta ásamt því sem hann hefur þýtt önd- vegisverk franskra bókmennta á íslensku. Pétur verður sextugur í næsta mánuði og gefur það tilefni til að líta yfir höfundarverk hans, velta einstökum verkum fyrir sér og ræða inntak og stöðu skáldverka Péturs í íslenskum samtímabókmenntum. Þingið fer fram í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 10 á morgun, 17. maí, og stendur til klukkan 17. Að- gangur er ókeypis og öllum opinn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.