blaðið - 16.05.2007, Síða 2

blaðið - 16.05.2007, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 blaðið VEÐRID í DAG Rigning suðaustanlands Noröaustlægari og rigning öðru hverju suðaustanlands, annars þurrt og bjart veður á köflum. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast suðvestanlands, en sums staðar vægt næturfrost. Á FÖRNUM VEGI Hvaða flokka viltu sjá í ríkisstjórn? ívar Anton Jóhansson „Allt nema Sjálfstæðisflokkinn.“ Björg E Sigfúsdóttir „Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk." Ragnheiður Hera Sigurðardóttir „Vinstri græna og Samfylkingu." Sigrún Katrín Þórarinsdóttir „Vinstri græna, Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn.“ Sigurður Þórarinsson „Samfylkinguna." ÁMORGUN Enn rigning Austan og norðaustan 10 til 8 m/s. Rigning sunnan- og aust- anlands þegar líður á daginn, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast vestanlands. VÍÐA UM HEIM I Algarve 26 Amsterdam 14 Barcelona 20 Berlin 11 Chicago 25 Dublin 11 Frankfurt 12 Glasgow 12 Hamborg 14 Helsinki 13 Kaupmannahöfn 13 London 14 Madrid 19 Montreal 12 New York 17 Orlando 22 Osló 12 Palma 21 París 16 Stokkhólmur 15 Þórshöfn 6 Héraðsdómur Reykjavíkur Sýknaði þrjá drengi afnauðg- unarkæru ungrar stúlku, þrátt fyrir að telja framburð drengj- anna ekki endilega trúverðugan. Fram- burður stútkunnar þótti stangast á. ■ æ*w.-ar**.i**K. t Kynferðisbrotamál: Þrír unglingspiltar sýknaðir af nauðgun ■ Samræði sannað ■ Reikull framburður ■ Annmarkar á skýrslutöku Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Þrír piltar, 18 og 19 ára gamlir, voru sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær af ákæru um kynferðisbrot gegn stúlku sem var 16 ára gömul er atburðurinn átti sér stað. Var þeim gefið að sök að hafa notfært sér aðstöðu- og afls- níun til að þröngva stúlkunni til samræðis við sig, hvern á fætur öðrum, er hún var gestkomandi á heimili eins þeirra. Piltarnir héldu því hins vegar fram að stúlkan hafi viljug tekið þátt í samförunum. Vinir stúlkunnar sóttu hana eftir at- burðinn og sagði vin- kona stúlkunnar að henni hafi greinilega verið mjög brugðið. Henni var skutlað á neyðarmóttöku þar sem tekin voru sýni sem staðfestu að samræði hefði átt sér stað. Stúlkan hélt því fram við lækni neyðarmót- tökunnar að henni hefði verið haldið niðri þrátt fyrir að hafa sparkað frá sér og mótmælt. Stúlkan gaf einnig skýrslu í Barnahúsi, þar sem hún játaði því aðspurð að henni hefði verið nauðgað. Sagðist hún einnig hafa grátið og öskrað er samræðið átti sér stað, en sér hafi verið skipað að þegja og þaggað hefði verið niður í sér. Barnavernd Reykjavíkur kærði málið til lögreglunnar og í kjölfarið voru teknar tvær skýrslur af stúlkunni til viðbótar. f dómi Hæstaréttar segir að óumdeilt sé að unga fólkið hafi verið í íbúð eins ákærða og að ákærðu hafi allir haft samræði við stúlkunaþar. í dómnum segir einnig að þvi sé hvorki haldið fram að framburður pilt- anna sé trúverðugur né að stúlkan hafi vísvitandi sagt ósatt. Hins vegar hafi pilt- arnir verið sýknaðir þar sem reikull og margsaga fram- burður stúlkunnar sé haldlítill gegn neitun ákærðu og nánast samhljóða frásögn þeirra um málsatvik. '«*«' 'i' 1 , * Dómarar bera ábyrgð á skýrslu- I tökum sem á að nota fyrir dómi Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu Þá fundust við skoðun á neyðarmót- töku ekki ummerki á líkama stúlk- unnar um að nauðung hafi átt sér stað og seinni skýrslurnar tvær bera vott um gloppótt minni og stangast í einhverjum atriðum á. Einnig kemur fram að dómurinn hafi metið frásögn stúlkunnar í ljósi annmarka við skýrslutökuna í Barnahúsi, „en einsætt [sé] að stúlkan hafi verið leidd áfram við skýrslugjöf sína og ekki fengið ráð- rúm til að skýra frá mikilvægum staðreyndum málsins í sjálfstæðri frásögn". Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem rekur Barna- hús, segir að um könnunarviðtal hafi verið að ræða sem ekki eigi að byggja dómsmál á. „Dómarar bera lögum samkvæmt ábyrgð á skýrslu- tökum sem á að nota fyrir dómi. Hins vegar gilda sömu reglur um könnunarviðtöl og slíkar skýrslur. Ef rétt er að spurningar hafa verið leiðandi þá er það alvarlegt mál sem við þurfum að skoða vel.“ Bandaríkin: Wolfowitz í vandræðum Hópur yfirmanna við Alþjóða- bankann segir augljóst að Paul Wolfowitz hafi brotið lög bank- ans og að stjórn bankans ætti því að hugleiða það hvort hann geti áfram veitt bankanum forystu. Wolfowitz mun fljótlega koma fyrir stjórn bankans. Þá kemur í ljós í nýrri skýrslu vegna rannsóknar á embættisfærslum Wolfowitz að hann hafi beitt starfsfólk Alþjóðabankans hótun- um til þess að koma í veg fyrir að upplýsingar um að hann heíði látið hækka laun hjákonu sinnar yrðu opinberar. Skýrslan hefúr verið send til stjórnar bankans. Braust inn þrisvar: Vildi eignast hjálpartæki Átján ára piltur var handtek- inn í gær etór að hafa ítrekað reynt að steflHrörum úr versl- un á höfuðborgarsvæðinu sem selur kynlífsleikfong. Drengurinn reyndi að stela úr sömu verlsun á fóstudag en komst ekki undan með vörurn- ar. Brotist var inn í verslunina aðfaranætur laugardags og sunnu- dags. Meðal annars var stolið stinningartæki fyrir karlmenn. Eftir að eigendur höfðu skoðað öryggismyndavélar sem eru á staðnum kom í ljós pilturinn var að verki i bæði skiptin. Chrysler Grand Voyager Disel. 2,8L CRD ey&sla 8,5 L á 100/km, 7 manna, leður, tvær rafknúnar hliðarhurðir, bakkskynjari, álfelgur, 6 diska CD í mælaborái, km mælir. ofl. Tveggja ára ábyrgð. Þjónustaður af Ræsi. Til sýnis á staðnum. Verft 4.490 þús. www.sparibill.is Skúlagötu 17 Sími: 577 3344 Landhelgisgæslan við æf- ingar Öllum var bjargað nema tveimur er Dísarfell sökk. Samskip dæmt til að greiða ekkju skipverja á Dísarfelli bætur: Lést vegna svifaseins skipstjóra Samskip eiga að greiða ekkju rúm- lega i,8 milljónir króna auk tveggja prósenta vaxta í tæp átta ár. Dómur- inn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maður konunnar lést er flutningaskipið Dísarfell sökk. Hún fór fram á rúmar átta milljónir í bætur auk vaxta. Dómurinn er byggður á þvi að skipstjórinn hafi gert mistök þar sem hann kallaði ekki nægilega skjótt eftir neyðaraðstoð. Vélstjórar hafi yfirgefið vélarrúmið klukkan fjögur um nóttina en kallað var á hjálp rúmum fimmtíu mínútum síðar. Unnt hefði verið að bjarga skipshöfninni áður en skipinu hvolfdi og áður en áhöfnin fór í sjóinn hefði skipstjórinn brugðist fyrr við. 1 dómnum kemur fram að sá Tnjpnai^ látni hafi sagt konu sinni að hann hefði haft mjög mikla vantrú á skip- inu og talið að það vatn sem hann hafði til afnota til matargerðar væri bæði blandað olíu og sjó. Hann hafi kvartað yfir þessu við yfirmenn sína og útgerðina, en þeir hefðu þagað þunnu hljóði. Hann fékk hjartaáfall og lést er hann lenti í sjónum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.