blaðið - 16.05.2007, Page 4

blaðið - 16.05.2007, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 blaöiö INNLENT LIKAMSARAS Sparkað í liggjandi mann Maður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af eru tveir mánuðir skilorðsbundnir, og til að greiöa 190 þúsund krónur í sekt fyrir líkamsárás við veitingastað í Reykjavík. Hann kýldi mann, felldi hann og sparkaði í bak hans er hann lá í götunni. Ók ölvaður á kyrrstæðan bíl Ölvaður karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir þriggja bíla árekstur í Breiðholti. Hann ók aftan á bíl sem stóð ásamt öðrum fyrir aftan strætó. Sá kastaðist á bílinn fyrir framan. Maðurinn neitaði að lögregla yrði kölluð til og ók næstum á ófríska konu er hann forðaði sér af vettvangi. URRÆÐALAUS LOGREGLA Heldur ekki í við unglinga Unglingur á torfæruvélhjóli sást stinga lögregluþjóna á jepplingi af í Breiðholti í fyrradag. Lögreglan var að elta unglinginn, þegar hann ákvað að stytta sér leið yfir hól meðfram götunni. Lögreglan reyndi slíkt hið sama, sem tókst ekki betur til en svo að hún sat þikkföst í hólnum. Framsóknarmenn: Jón ræöur Þetta sögðu framsóknarmenn um mögulega stjórnarmyndun með Sjálfstaeðisflokknum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra: „Jón er með umboðið.“ Höskuldur Þórhallsson, nýkjörinn þingmaður Framsóknar- fiokksins: „Mál- ið er í höndum formannsins." Jónína Bjartmarz umhverfis- ráðherra: „Málið erí höndum formannsins." Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra: „Þetta eru bara mál sem við erum að ræða innan flokksins. Ég hef ekkert meira um málið að segja.“ Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrum þingmaöur Framsóknarflokksins: „Ég legg bara áherslu á að menn styðji við bakið á formanninum og þeirri ákvöröun sem hann og þingflokkurinn kunna að taka.“ Einar Sveinbjörnsson, fulltrúi í miðstjórn Framsóknarflokksins: „Mér hugnast ekki áframhaldandi samstarf íþessari stöðu sem er komin upp eftir kosningar. Það er alveg Ijóst. Það hefur ekkert með samstarfið að gera enda hefur það verið farsælt. Það hefur bara með kosningaúrslitin og stöðu flokksins aö gera.“ HjálmarÁrna- son, fyrrum þingflokksfor- maður Fram- sóknarflokks- ins: „Ég er hættur í pólitík og farinn að gera aðra hluti þannig að ég hef enga skoðun á þessu." Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins: „No komm- ent.“ Guðni Ágústsson landþúnaöar- ráöherra, Sæunn Stefánsdótt- ir, ritari Framsóknarflokksins, Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra og Birkir Jón Jónsson svöruðu ekki símhringingum blaðamanns. , ■■^m^ l'arS.BHB' 'V,! Formenn stjórnarflokkanna á ríkisstjórnarfundi: Mynd/Ásdís Ásgeirsdóttir Geir H. Haarde segir líkur vera á áframhaldandi stjórnarsamstarfi en að ekkert sé öruggt i þeim efnum. Ekkert öruggt í stjórnarviðræðum ■ Framsókn fimmtán mínútur á fundi ■ Engar formlegar viöræöur viö aöra Eftir Þórð Snæ Júiíusson thordur@bladid.net Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun að líkur væru á áfram- haldandi stjórnarsamstarfi en að ekk- ert væri öruggt í þeim efnum. Niður- stöðu viðræðna stjórnarflokkanna væri að vænta á allra næstu dögum. Hann sagði flokkana hvorki vera nær né fjær því að endurnýja ríkis- stjórnarsamstarf sitt en fyrr í vik- unni og taldi það ekki gott að setja ákveðinn tímafrest að ástæðulausu. „Við héldum ríkisstjórnarfund og svo hafa menn verið að spjalla saman eins og gengur. En það kom ekkert nýtt upp í málinu.“ Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagðist gera ráð fyrir því að niðurstöðu viðræðn- anna yrði að vænta á næstu dögum, en vildi ekki segja til um hvort það yrði fyrir uppstigningardag, sem er á morgun. „Okkur liggur ekkert óskap- lega mikið á. Ríkisstjórnin hélt velli og er enn að störfum. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um neitt í þessum efnum og þetta er allt á umræðustigi.“ Samkvæmt heimildum Blaðsins eru mjög skiptar skoðanir innan Framsóknarflokksins varðandi þá stöðu sem er komin upp. Öfl innan hans segja að kosningaúrslitin tali sínu máli og að þau hafi verið skýr skilaboð um að flokkurinn eigi ekki að sitja í ríkisstjórn. Aðrir telja það ótækt að leyfa hinum flokkunum að njóta þeirrar mjúku lendingar sem þeir sjá fyrir sér í efnahagslífinu á næsta kjörtímabili með lækkandi verðbólgu og áframhaldandi hag- sæld. Erfitt sé að vera í stjórnarand- stöðu við slíkar aðstæður. Töluverða athygli vakti að ráð- herrar Framsóknarflokksins sátu í einungis tæpar fimmtán mínútur á ríkisstjórnarfundinum. Þrfr ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins sátu um klukkustund lengur. Forystumenn flokksins ásamt Árna Mathiesen fjár- málaráðherra komu síðan út 50 mín- útum síðar, eða um klukkan hálftólf. Geir sagði það í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. „Við erum auðvitað að ræða þessa stöðu alla.“ Hann vildi ekki gefa upp hvaða flokki honum hugnist best að starfa með ef ekki næst samkomulag við Framsókn- arflokkinn, en ftrekaði að þeir Jón myndu halda áfram að talast við næstu daga. „Við munum allavega tala saman í síma í dag [í gær] og erum í reglulegu sambandi." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði engar breytingar vera á stöðu síns flokks. Hún hefði ekki verið í sam- bandi við aðra formenn vegna mögu- legrar stjórnarmyndunar enn sem komið er. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns 9:40 Ríkisstjórnarfundur hefst. 9:55 Ráðherrar Framsóknar- flokksins koma út af ríkisstjórnar- fundi. Jón Sigurðsson, formaður flokksins, ræðir við fjölmiðlamenn en þau Valgerður Sverrisdóttir, Jónína Bjartmarz, Magnús Stef- ánsson, Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir yfirgefa stjórnar- ráðið. 10:40 Björn Bjarnason, Einar Kristinn Guðfinnsson og Sturla Böðvarsson koma út af ríkisstjórn- arfundi. Björn neitar að ræða við fjölmiðla um útstrikanir á sér í kosningunum og hvort hann sé búinn að skipa í embætti ríkissak- sóknara. 11:30 Árni Mathiesen fjármála- ráðherra yfirgefur stjórnarráðið. Skömmu síðar kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, út. 11:32 Geir H. Haarde, forsætis- ráðherra og fprmaður Sjálfstæð- isflokksins, kemur út á tröppur stjórnarráðsins og ræðir við fjölmiðla. framboðs, var spurður sömu spurn- ingar og sagðist ekki hafa frá neinu nýju að skýra á þessari stundu. „Við erum bara á vaktinni, vorum með þingflokksfund áðan og erum við öllu búin.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálsynda flokksins, hafði sömu sögu að segja. „Við höfum ekki átt neinar formlegar viðræður við aðra stjórnmálaflokka.“ TILBODi TILBOD! 1 * TILBOD! 06BMU6M1M*’ turbo kalk S9SS! 1 jfc Herbicida j |gnulado ! CEBT,l»í TILBOD! GARÐHEIMAR allt 1 garðinn á einum stað! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.