blaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 2007
blaðið
UTAN ÚR HEIMI
JAPAN
Aflimanir vekja óhug
17 ára karlmaöur mætti með höfuð móður sinnar í
íþróttatösku á lögreglustöð í bænum Aizuwakamatsu.
Þetta er einungis eitt af mörgum málum sem komið
hafa inn á borð lögreglu í Japan að undanförnu þar
sem um einhverskonar aflimun hefur verið að ræða.
Páfinn vanvirðir frumbyggja
Leiðtogar frumbyggja í Brasilíu hafa brugðist illa við
ummælum Benedikts XVI. páfa þess efnis að forfeður
þeirra hafi sjálfviljugir tekið kristna trú. Einn þeirra
sagði að ummælin væru hrokafull og sýndu mikla
vanvirðingu í garð forfeðra frumbyggja.
ALSÍR
Atök í aðdraganda kosninga
Mikill fjöldi manna hefur fallið í átökum á milli hersins
og vopnaðra sveita íslamista undanfarna þrjá daga.
Mikil ofbeldisbylgja hefur risið í aðdraganda þingkosn-
inganna sem fara fram á fimmtudaginn. Öryggisgæsla
í landinu hefur í kjölfarið verið herttil muna.
ÆfM
Palestína:
Átta Fatah-
liðar drepnir
Átta féllu í valinn í átökum
sem héldu áfram á Gaza í Pal-
estínu í gær. Vopnaðir menn úr
röðum Hamas gerðu atlögu að
hópi hliðhollum Fatah nálægt
landamærunum að ísrael.
Mannfallið nú bætist við
þau fjölmörgu mannslíf
sem átök hópanna hafa
kostað síðan á sunnudag.
Rikisstjórn Palestínu hefur
nú virkjað allar öryggissveit-
ir sínar til þess að reyna að
stöðva ofbeldisbylgjuna.
{fyrradag sagði Hani Qawasmi,
innanríkisráðherra Palestínu, af
sér. {kjölfarið tók Ismail Hanya
forsætisráðherra persónulega
ábyrgð á öryggismálum á Gaza.
Skátar óttast einkavæðingu Orkuveitunnar:
Víki fyrir sumarbústöðum
■ Við Úlfljótsvatn í sex áratugi ■ Orkuveitan ekki einkavædd
Hressir skátar á landsmóti við
ÚlfIjótsvatn Skátar hafa haft
afnot af landi við Úlfljótsvatn, en
það breytist líklega ef Orkuveitan
verður einkavædd.
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Innan skátahreyfingarinnar eru
menn uggandi vegna mögulegrar
einkavæðingar Orkuveitu Reykja-
víkur. Skátahreyfingin hefur haft
svæði við Úlfljótsvatn í eigu Orku-
veitunnar til umráða frá árinu 1941
og eru með leigusamning við Reykja-
víkurborg um það til ársins 2013, en
greiða sama og ekkert fyrir landið.
Fyrir nokkru komu upp hug-
myndir um að skipuleggja yfir 600
lóða sumarbústaðabyggð við vatnið,
en mótmæli meðal annars frá skáta-
hreyfingunni urðu til þess að dregið
var verulega úr fjölda lóða. Skátar
hafa nú hins vegar áhyggjur af því
að verða reknir frá Úlfljótsvatni er
samningstímanum við Reykjavík-
urborg lýkur ef Orkuveitan verður
einkavædd.
„Við erum í viðræðum við Orku-
veituna og erum tilbúin til að
minnka það landsvæði sem við
höfum á leigu, gegn því að fá lengri
leigusamning á móti,“ segir Þor-
steinn Fr. Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Bandalags íslenskra skáta.
,Við höfum haft landið á leigu í 65
ár, þannig að við teljum okkur vera
komin með hefðarrétt. Enda er í
raun mjög gott samstarf á milli
skátahreyfingarinnar og Orkuveit-
unnar núna, eftir að hætt var við
áform um að selja 600 sumarbústað-
arlóðir við vatnið."
Landið sem skátahreyfingin hefur
afnot af við Úlfljótsvatn var upphaf-
lega í eigu Reykjavíkurborgar, svo
í eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur
Orkuveitan er
ekkert á leið-
inni að verða
einkavædd
Guðlaugur Þór Þórðar-
son, stjórnarformaður
Orkuveitu Reykjavíkur.
áður en Orkuveitan eignaðist það.
„Ef Orkuveitan verður einkavædd
erum við í vondum málum nema
við séum með góðan samning og
það er það sem við erum að reyna
að tryggja núna. Okkur sýnist vera
vilji til þess af hálfu Orkuveitunnar
að ganga til samninga við okkur,“
segir Þorsteinn.
Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórn-
arformaður Orkuveitunnar, stað-
festir að þar á bæ séu menn jákvæðir
fyrir því að semja til lengri tíma við
skátana. „Við erum að ganga frá því
hvernig aðstaða skátanna verður
við Úlfljótsvatn, en erum alls ekki
að fara að bola þeim frá landi okkar.
Og það er ekkert verið að fara að ein-
kvavæða Orkuveituna, þannig að ég
veit ekki af hverju skátar ættu að
hafa áhyggjur.“
Mikilvægasta
líffæri "
sérkennslufræði
mannsms
þroskaþjálfa- og fötlunarfræði
stjórnunarfræði menntastofnana
Grunnnám
B.Ed. nám í grunnskólakennarafræði
B.Ed. nám í leikskólakennarafræði
B.Ed. nám í íþróttafræði
B.S. nám í íþróttafræði
B.A. nám í þroskaþjálfafræði
B.A. nám i tómstunda- og félagsmálafræði
Framhaldsnám
M.Ed. nám í menntunarfræði
M.Ed. nám i stjórnunarfræði menntastofnana
M.Ed. nám í sérkennslufræði
M.Ed. nám í íþrótta- og heilsufræði
M.Ed. nám I þroskaþjálfa- og fötlunarfræði
M.Ed. nám í tómstunda- og félagsmálafræði
M.A. nám í menntunarfræði
M.S. nám í íþrótta- og heilsufræði
Ph.D. nám í menntunarfræði
Kennsluréttindanám
tómstunda- og félagsmálafræði
grunnskólakennarafræði
iþrótta- og heilsufræði
leikskólakennarafræði
kennsluréttindanám
Heilinn er mikilvægasta líffæri mannsins
Taktu þátt í uppbyggingu hans og hafðu áhrifá hugmyndir, hugsjónir,
skoðanir og viðhorfnæstu kynslóða. Með þvl að sækja um í Kennara-
háskólanum gætir þú öðlastþau forréttindi að fá að laða það besta fram I
fólki og nauðsynlegt er að til þess veljist hæfileikaríkir einstaklingar.
Umsóknarfrestur um grunnnám er til S. júní.
Hægt er að sækja um rafrænt á www.khi.is
Kennaraháskóli íslands
sími 563 3800 www.khi.is