blaðið - 16.05.2007, Side 15
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 27
folk@bladid.net
rHVAÐ Er búið að fægja fall-
Fir^NST byssurnar i flotanum?
ÞER?
„Eigum við ekki að seg]a að þær séu alltaf vel pússaðar."
Dagmar Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslunnar
Landhelgisgæslan mun taka á móti hvalavininum Paul Watson og félögum i Sea Shepherd
á næstunni en skip samtakanna, Fariey Mowat, lagði af stað frá Astralíu í gær. Watson hef-
ur sagst ætla að verja líf hvalanna með sínu eigin. Watson sökkti tveimur hvalveiðibátum hér
árið 1986 og má því búast við að til stimpinga komi milli hans og íslenskra yfirvalda.
HEYRST HEFUR
SÖKUM útstrikana kjósenda á
Birni Bjarnasyni í kosningunum
neyðast sjálfstæðismenn til þess
að halda honum í ráðherrastóli. Ef
þeir gera það ekki væri hægt að
túlka það sem svo að þeir væru
að taka undir orð Jóhannesar í
Bónus. Þetta kemur fram á blogg-
síðu Björns Inga Hrafnssonar,
sem reyndar tekur fram að leitun
sé að vinnusamari og
samviskusamari sjálf-
stæðismanni en Birni.
Svo má alltaf deila
um hvort um var að
ræða útstrikanir, eða
undirstrikanir...
SAMKVÆMT frétt frá BBC hefur
Malta ákveðið að una ekki niður-
stöðu Eurovision-úrslitanna á laug-
ardag. Fararstjóri föruneytis Möltu
í keppninni segir að sum nágranna-
ríkin hafi verið búin að ákveða
fyrirfram hversu mörg stig aðrar
nágrannaþjóðir áttu að fá, þar á
meðal Malta. Hann segist hafa séð
skjöl með þeim stigum sem Malta
fékk, áður en undanúrslitin fóru
fram, en Malta datt þar út líkt og
Island. Því er spurning hvort Páll
Magnússon fari ekki fram á opin-
bera rannsókn á málinu; kannski
Eirikur eigi enn þá séns eftir allt
AÐKOMA Jóns Baldvins að
kosningbaráttunni í ár hefur þótt
æði skrautleg. Stuðningur hans
við íslandshreyfinguna þótti ein-
kennilegur í ljósi þess að hann er
guðfaðir Samfylkingarinnar, sem á
móti fékk ansi mörg skotin frá Jóni.
Þó er vert að skoða orð Jóns sem
hann sagði fyrir 30 árum vestur á
ísafirði og var þá að vitna í föður
sinn. Hann sagði að menn sem
væru að nálgast eftirlaunaaldur
ættu ekki að skipta
sér af pólitík. Jón
| Baldvin er 68 ára
Nýjung í íslensku útvarpi
Fjórhljómur í fyrsta sinn
tinar Orn Frumkvodull
sem brýturblað í útvarps
sögu landsins Myiid/Colli
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
I dag verður brotið blað í sögu ís-
lenskrar útvarpssögu þegar hljóm-
sveitin Ghostigital og Finnbogi
Pétursson flytja hljóð- og umhverf-
isverkið Radíum í svokölluðum fjór-
hljómi eða quadrophoniu. Það hefur
ekki verið gert áður hér á landi, þó
svo að tæknin sé vel þekkt.
„Þetta er alger nýjung hér á landi
þó svo að taéknina megi rekja aftur
til ársins 1970,“ segir Einar Örn
Benediktsson, annar meðlimur í
Ghostigital.
„Þetta er í raun framhald á því sem
við gerðum við opnun listahátíðar á
fimmtudaginn. í verkinu er ekki not-
ast við hið hefðbundna knappa form
tónleikahalds sem miðast við 50
mínútur heldur er um að ræða mun
lengri tíma og því tónlistin öðruvísi
uppbyggð. Á listahátíð spiluðum við
í fimm klukkutíma og verða þeir
tvennir í dag, milli 16 og 18.“
Þeir félagar munu koma sér fyrir
ásamt græjum sínum á Vatnsenda
milli klukkan 15 og 18 í dag. I verk-
inu notast þeir við hljóð úr sínu nán-
asta umhverfi í bland við ræðuhöld
frá setningu Listahátíðarinnar sem
síðan er spunnið saman við hljóð úr
hljóðbanka hljómsveitarinnar.
„Upphafið að þessu má rekja til
Finnboga Péturssonar og Ghostigi-
tal sem fluttu verkið við opnun listhá-
„RÚV hefur ekki verið að
auglýsa Rondó neitt og
ekki tekið afskarið enn þá.
Því ergaman að geta tekið
ísvona verkefnisem erein-
stakt í útvarpssögunni og
vekur vonandi eftirtekt“
tíðar, en þar var einungis notast við
nærútvarp, lítinn sendi sem dregur
mjög takmarkaða vegalengd. Þá
kom upp sú hugmynd að notast við
Rondó 87,7 og þannig útvarpa verk-
inu til sem flestra. Einnig verður
verkinu útvarpað á Hlaupanótunni
á Rás 1 samtímis milli klukkan 16:13
og 16:57 °g því boðið upp á möguleik-
ann á að hlusta á verkið í fjórhljómi.
Til þess þarf þó tvö steríóviðtæki og
fjóra hátalara. Þeir sem geta ekki
lagt á sig þá fyrirhöfn í amstri dags-
ins eru þá auðvitað velkomnir á Aust-
urvöll þar sem fólk getur gengið inn
í fjórhljóminn, bókstaflega, enda
ættu að vera kjöraðstæður til þess,“
segir Trausti Þór Sverrisson, um-
sjónarmaður útvarpsstöðvarinnar
Rondó og þulur á Rás 1.
Trausti segir Rondó vera
eitt best geymda leyndarmál
Ríkisútvarpsins.
„Það vita kannski ekki allir af út-
varpsstöðinni Rondó, enda um að
ræða tilraunaverkefni hjá RÚV varð-
andi stafrænt útvarp. Stöðin hefur
sent út klassíska tónlist og djass
allan sólahringinn í um þrjú ár og í
raun er framhaldið enn óráðið. RUV
hefur ekki verið að auglýsa Rondó
neitt og ekki tekið af skarið enn þá.
Því er gaman að geta tekið í svona
verkefni sem er einstakt í útvarps-
sögunni og vekur vonandi eftirtekt,"
sagði Trausti Þór að lokum.
BLOGGARINN...
Samfylkingar-
afhroð
,Hvernig í ósköpunum stendurá því
að allir virðast fara eins og heitir
grautar í kringum kött, er kemur að
pólitísku afhroði Samfytkingarinn-
ar eftir 8 ára stjórnarandstöðu og
meinta sérstaklega harða stjórnar-
andstöðu eftir að flokkurinn varpaði
Össuri Skarphéðinssyni fyrir róða
til að fullnægja blindum metnaði Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur? Gerir
fólk sér grein fyrir því
ijrjs* að Samfylking tapaði
langleiðina sömu
prósentustigum og
Framsókn, en bara
færri þingmönnum?
Ingvi Hrafn Jónsson
hrafnathing.blog.is
Baktjaldamakk
„Jón og Geireru að leika sér. Þeir
ætla að vinna saman áfram en láta
eins og það sé voða erfitt að komast
að niðurstöðu. Á meðan halda allir
niðri ísérandanum. Eru það örlög
okkar að búa við sömu ríkisstjórn
næstu fjögur árin? Það held ég að
sé nokkuð Ijóst. Það er hægt að lýsa
frati á Framsókn í kosningum, hrein-
lega afmá þá út af hinu pólitíska sviði
en áfram halda þeir. Við skulum ekki
halda kjósendur góðir að við höfum
eitthvað um það að segja. Nananana-
búbú segja þeir
Jón og Geir og
senda okkurlangt
nef. “
Jenný Anna Baldursdóttir
jenfo.blog.ís
Ógn við ísland
„Hryðjuverkamaðurinn Paul Watson
er lagður af stað til Islands með
yfirlýsingar um að hann áformi að
fremja enn frekari hryðjuverk hérlend-
is en hann hefurþegar framkvæmt.
Landhelgisgæslan, vikingasveitin og
sjóbjörgunarsveitir okkar geta strax
hafið æfingar undir heitinu „viðeig-
andi glæsilegar móttökuathafnir - fyr-
irhryðjuverkaskítseiðið - P.Watson”.
[...] Handtökum kvikindið og leiðum
fyrirsjórétt og afbrotarétt. Dæmum
hann fyrirað sökkva skipum Hvals
hf. um árið. Gerum dallinn hans
upptækan ísekt og seljum hann svo
á opinberu uppboði - hæstbjóð-
anda við hamarshögg.
Stingum kvikindinu í
versta fangelsi hérlendis,
æpandi bleikmálað og
gefum honum svo hval- _
kjöt að éta í öll mál.“ ,
Kristinn Pétursson
kristinnp.blog.is
HERMAN
eftir Jim Unger
Þú sleppur í þetta skiptið, en fljúgðu
framvegis á löglegum hraða.
Su doku
6 5 2 4 7 1
7 5 2
4
6 4 8 3 2
7 8 1 3 6
1 7 6 8 5
8 9 7
1 4
6
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt I reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri iínu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
1 garömn, a grilliö,
pottinn og pallinn
LS Hreinsar mosa
og græna slikju
VERNDUM NÁTTÚRUNA -iNOTUM UNDRA