blaðið - 16.05.2007, Síða 18

blaðið - 16.05.2007, Síða 18
-30 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 blaðið neytend neytendur@bladid.net Húsaleigubætur Ný og endurbætt útgáfa bæklings um húsaleigu- bætur er komin út og hefur þegar veriö dreift. Nálgast má bæklinginn á pdf-formi á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins, felagsmalaraduneyti.is. Endurnýtanlegir pokar Með því að nota endurnýtanlega poka (til dæmis úr striga) undir matvörur getur fólk sparað sér dágóðar upphæðir á ári hverju auk þess sem það leggur sitt af mörkum til umhverfisins. Endurunninn úrgangur Um þessar mundir eru margir í óðaönn að koma görðum sínum í gott horf fyrir sumarið. Mikill úrgangur fellur oft til við garðhreins- *■ unina svo sem gras, mosi, lauf og greinar. Sveitarfélögin aðstoða gjarnan garðeigendur við að losna við úrganginn á tilteknum dögum en einnig má benda fólki á að tekið er á móti garðaúrgangi á endur- vinnslustöðvum Sorpu. Vilji fólk skila úrgangi sínum þangað skal hafa í huga að flokka þarf hann á eftirfarandi hátt: 1. Trjágreinar 2. Gras 3. Annar garðaúrgangur svo sem blómaafskurður, illgresi eða þökuaf- gangar 4. Grjót og jarðvegur. Ekki er hægt að taka við trjágreinum á endurvinnslustöðinni við Miðhraun í Garðabæ og hefur Sorpa bent garðeigendum í Hafn- arfirði, Garðabæ og á Álftanesi á að fara með greinar á endurvinnslu- stöðina við Dalveg í Kópavogi eða —i Sævarhöfða í Reykjavík. Diskum bjargað Símabær hefur hafið innflutning á slípimassa sem vinnur gegn yfir- borðsskemmdum á geisladiskum. Slíkar rispur geta valdið því að geisladiskarnir hætta að virka. Rispur valda Ijósbroti við aflestur á diskum sem gerir það að verkum að þeir verða ólesanlegir þó að gögn innar á þeim séu óskemmd. Slípiefnið má nota á allar tegundir geisladiska þar með talið DVD- diska og Playstation-diska. Efnið er selt í túpu sem dugar á allt að 10 diska. Með hækkandi sól og auknum hlýindum fjölgar börnum að leik utandyra. Ýmis tæki og tól sem leg- ið hafa í geymslu um veturinn eru dregin fram og leikskvæði fyllast af börnum á reiðhjólum, hlaupa- hjólum, hjólabrettum, línuskautum, stökkskóm og hvað þessi tæki öll heita. Þó að fjör færist í leiki barna á sumrin fylgir því ekki eintóm gleði því að leiktækin geta einnig reynst slysavaldar og því oft stutt milli hlát- urs og gráts. Draga má úr hættunni á að slys eigi sér stað til dæmis með því að huga vandlega að öryggisbún- aði, notkun tækjanna og ástandi þeirra. Mikilvægt er að börn fari eftir þeim umgengnisreglum sem gilda um þessi tæki að sögn Sigrúnar A. Þorsteinsdóttur, sviðsstjóra slysa- varnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hún tekur trampólín sem dæmi en þau hafa notið mikilla vinsælda hér á landi á undanförn- um árum. „Þau eru náttúrlega frábær leik- tæki svo framarlega sem farið er eft- ir þeim leiðbeiningum sem fylgja. Það þarf náttúrlega að festa þau rétt, það þarf að vera öryggisnet og það þurfa að vera ákveðnar umgengnis- reglur við þau,“ segir Sigrún og bæt- ir við að alltof algengt sé að börn séu að brjóta bein og tennur þegar þau leika sér á trampólínum. „Mjög oft er það vegna þess að það vantar ör- yggisnetið eða það eru of mörg börn að hoppa á trampólíninu saman.“ Ástand tækjanna Upplagt er að nota tækifærið þeg- ar tækin eru dregin fram úr geymsl- unni á vorin til að yfirfara ástand þeirra og gildir þá einu hvort um er að ræða trampólín, reiðhjól eða eitt- hvað annað. Athuga skal hvort allt virkar eins og það á að gera, ekki síst öryggisbúnaður eins og heml- ar. Ef fólk verður vart við slit eða bilanir á að kippa því í liðinn áður en tækið er tekið í notkun. Síðan er mikilvægt að fylgjast reglulega með ástandi tækisins eftir því sem líður á sumarið. Ástand tækjanna helgast oftar en ekki af notkun þeirra. „Það er til dæmis ekki sama hvar þú ert á línuskautum. Ef maður er mikið á þeim þar sem er sandur eyðilegg- ur það legurnar. Hvernig er ástand dekkjanna? Maður sér það til dæm- is stundum á línuskautum og hjóla- brettum að dekkin eru orðin svo eydd að þau eru næstum orðin kant- ótt,“ segir Sigrún. Ábyrgðin foreldranna Mismunandi er eftir árum hvaða leiktæki njóta mestra vinsælda meðal barna, eitt sumarið var það hlaupahjól, annað sumarið tramp- ólín og nú virðast hinir svo kölluðu stökkskór ætla að verða vinsælir. „Þessir stökkskór geta náttúrlega valdið mjög ljótum slysum, sérstak- lega þegar krakkar eru orðnir það þungir að þeir eru komnir upp í fullorðinsstærðina þvi að þá eru þeir farnir að ná svo svakalegri hæð,“ segir Sigrún og bendir á að afar mik- ilvægt sé að viðeigandi öryggisbún- aður sé notaður, það er hjálmur, hlíf- ar á olnboga, úlnlið og hné. Sigrún leggur áherslu á að ábyrgðin á því að krakkar noti viðeigandi öryggisbún- að á stökkskóm, hjólum eða öðrum tækjum liggi fyrst og fremst hjá for- eldrum þeirra. Enn fremur þarf að gæta þess að börnin noti öryggisbún- aðinn á réttan hátt. „Við sjáum það aðallega varðandi hjálmana að þeir eru rangt stilltir og sitja aftarlega á hnakkanum í stað þess að sitja beint ofan á höfðinu. Stundum sér maður líka krakka með handónýta hjálma en það er samt kannski minna um það núna en áður því að hjálmar hafa lækkað í verði," segir Sigrún sem mælir jafnframt með því að for- eldrar fylgist með stillingu hjálms- ins öðru hverju. Lagfæringar taka of langan tíma Slysagildrur geta einnig leynst á opinberum leiksvæðum til dæmis á vegum sveitarfélaga. Fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru með reglulegt eftirlit með slík- um svæðum og senda bæjarfélög- um ábendingar ef þeim finnst ein- hverju ábótavant. Ekki er þó alltaf víst að bragarbót verði gerð þar á að sögn Sigrúnar. „Það er mjög mismunandi hvort það er gert og eftir hve langan tima. Auðvitað fer það líka eftir því hversu mikið þarf að gera. Það er sama hvort um er að ræða umferðar- málin eða svona lagfæringar, okkur finnst það taka alltof langan tíma að laga þetta,“ segir Sigrún og bendir á að oft séu gerðar athugasemdir við svipuð atriði. Oft er undirlag leik- tækja ekki nógu mjúkt, tækin sjálf geta verið gömul og úr sér gengin og samræmast ekki nútímastöðlum. Þá standa oft hlutir upp úr jörðinni sem geta reynst hættulegir svo sem staurar, spýtur og naglar. „Þegar almenningur sér hluti sem honum finnst vera eitthvað bogið við og geta valdið slysum hjá krökk- um þarf hann að vera meðvitaður um að láta vita af því og fara fram á að það sé lagfært. Eftir því sem fleiri leggjast á plóginn þeim mun meiri líkur eru á því að hlutirnir séu í lagi,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdótt- ir að lokum. Ji Bygginga félag Smiðir Óskum eftir smiðum í mælingu eða tímavinnu næg verkefni framundan Leggjum áheyrslu á skemmtilegt starfsumhverfi, öflugt starfsmannafélag og ferðasjóð. Sterkt og gott fyrirtæki Upplýsingar gefur Kári Bessason í síma 693-7004 en einnig er hægt að sækja um á www.jbb.is. JB Byggingafélag, Bæjarlind 4, s: 544-5333 Kolefnisjöfnun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, kolefnisjafnaði fyrsta einka- bílinn hér á landi við hátíðlega at- höfn í Grasagarði Reykjavíkur i gær. Athöfnin var jafnframt táknrænt skref um víðtækar aðgerðir til að sporna við loftslagsbreytingum. Við sama tækifæri var vefsíða Kolviðar, kolvidur.is, opnuð en þar geta ein- staklingar og fyrirtæki jafnað kol- efnislosun sína vegna samgangna. Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) i andrúms- lofti. Hlutverk sjóðsins er að gera landsmönnum kleift að jafna kolefn- islosun sína vegna samgangna með skógrækt. Einnig var undirritaður samn- ingur við Landgræðslu ríkisins um landið Geitasand á Suðurlandi sem verður fyrsta uppgræðslu- inn stuðla að bindingu kolefnis svæði Kolviðar. Á því mun sjóður- með markvissri skógrækt.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.