blaðið - 16.05.2007, Side 23

blaðið - 16.05.2007, Side 23
blaðið MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 35 Draumurinn að vera sú sem ræður Hallgerður Hallgrímsdóttir er ein þeirra níu fatahönnuða sem í vor útskrifast úr fatahönnunardeild Listaháskóla íslands. Hún sýndi sjö alklæðnaði á glæsilegri tiskusýn- ingu sem haldin var síðastliðinn föstudag í Gvendarbrunnum. „Minn innblástur er kominn frá karlmannaklæðnaði eins og skyrt- um og kjólfötum sem ég útfærði síð- an í kvenleg efni og rokkaði síðan að- eins upp með litanotkun og grafík á völdum stöðum,“ segir Hallgerður um fatalínuna sína. „Mér líst mjög vel á að vera útskrif- uð og ég held að námið hafi búið mig vel undir það sem mig langar Kate Moss selur hárvörur Ofurfyrirsætan Kate Moss mun á næstunni hefja sölu á hárvörum. Moss hóaði í stjörnuhárgreiðslu- manninn James Brown til að þróa vörurnar, og mun andlit hennar prýða pakkningarnar. „Kate ætlar að nýta áralanga reynslu sína úrtískuiðnaðinum til að gera hárvörurnar frábærar," sagði vinkona Moss í samtali við breska götublaðið The Sun. „Vör- urnar verða á hennar vegum en verða ekki markaðssettar undir sama nafni og fatalínan hennar sem rokselst um þessar mundir." Moss vonast til að hagnast vel á vörunum og bæta enn frekar við 45 milljóna punda bankareikn- ing sinn. Félagi hennar í verkefn- inu, James Brown, er æskuvinur hennar og hefur stutt hana í gegnum vindasaman fyrirsætu- ferilinn. Hann hefur verið með hendurnar í hári Madonnu og Victoriu Beckham, ásamt Moss að sjálfsögðu. Allt sem Moss snertir þessa dag- ana virðist verða að gulli. Fatalínan hennar er gríðarlega vinsæl og það hefur orðið til þess að TopS- • hop sem selur fötin hefur opnað þrjár nýjar verslanir i New York til að anna eftirspurn. SMÁAUGLÝ SINGAR 510373^ blaðiðs SMAAtXU-VStMaARðflUIMDMET að taka mér fyrir hendur í framtíðinni. í skólanum er lögð mikil áhersla á hug- myndavinnu, hvar maður á að leita eftir hugmyndum, út- færa þær og þróa og það held ég að sé mikilvægasti þáttur- inn i náminu. Síðan er líka lögð áhersla á aga og það er alltaf gott að tileinka sér að vera agaður, sérstaklega í hörðum heimi tískunnar.“ Hallgerður ætlar að starfa sem blaðamaður hjá Nýju Lífi í sumar en í haust ætlar hún að stinga af til út- landa á vit ævintýranna og fá sér vinnu í tískuheiminum úti. „Draumurinn er auðvitað á endanaum að vera mann- eskjan sem ræður og mig langar að reka mitt eigið fatamerki en fyrst langar mig til að starfa fyrir ein- hvern annan og ég held að það undirbúi mig vel fyr- ir það sem mig langar að gera.“ Gulur flaksandi kjóll Með silfruðum og svörtum bútasaum íhálsmálinu og úr gulu silki sem flaksar á kvenlegan hátt. Hallgerður Hallgrímsdóttir útskrifast sem fatahönnuður nú í vor Hún stefnir út íheim í haust á vit ævintýra innan tisku- heimsins. BMií/tyþór MÁN.-FIM. 9:30-22:00 I FÖS. 9:30-01:00 I LAU. 11:00-01:00 | SUN. 11:00-22:00 VOR I LAUGAVEGI 24 I 101 REYKJAVÍK I SÍMI 562 2322 I WWW.VOR.IS Rík áhersla Vor leggur ríka áherslu á sanngjarnt verð og allir sem hafa smekk fyrir suðrænni matargerð eiga erindi á þennan nýja og spennandi veitingastað.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.