blaðið - 16.05.2007, Page 27

blaðið - 16.05.2007, Page 27
blaðið MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 39 Uppruni hetjanna: Raunveruleikaþáttur fyrir ofurhetjur NBC-sjónvarpsstöðin kynnti á dögunum haust- dagskrána sína og sést þá greinilega að gott gengi Heroes hefur sannfært menn á þeim bænum um að þættir um yfirnáttúrulega hæfileika séu málið í dag. Sjónvarpsstöðin mun frumsýna þrjá nýja þætti sem fjalla um þetta málefni á komandi hausti og verður spennandi að sjá hvernig til tekst. NBC hefur á síðustu árum gengið illa að hitta á réttu formúluna þegar kemur að sjónvarpsefni og hefur hver þátta- röðin á fætur annarri misst marks með tilheyrandi fjárhagstjóni. Eini Ijósi punkturinn í dagskrá NBC er hin geysivinsæla þátta- röð Heroes sem hefur slegið í gegn um allan heim. Til þess að fylgja eftir vinsældum þáttanna mun NBC í haust hefja sýningar á annarri þáttaröð í Heroes-heim- inum sem heitir Heroes: Origins. í þáttunum er kíkt á uppruna hetjanna og eru nýjar hetjur kynntar til sögunnar í viku hverri og munu sjónvarpsáhorfendur velja í lok þáttaraðarinnar hvaða hetjur verða skrifaðar inn í hina raunverulegu Heroes-seríu. Sirkus klukkan 20.20 Stöö 2 klukkan 20.05 Grenjað í græjurnar Er ég feit i þessu? I American Inventor er leitað eftir nýjum uppfinningum sem gætu slegið í gegn. Verðandi uppfinningamenn víðsvegar um Bandaríkin fá nú tækifæri til að kynna uppfinningu sína og nokkrir útvaldir fá peninga til að þróa hana. Að lokum mun einn heppinn uppfinningamaður standa uppi sem sigprvegari og fær hann eina milflón dollara í vasann. Grátur og gnístran tanna er aldrei langt undan og er erfitt að finna þann sem ekki tárast yfir sorgarsögum þátttakenda. Þættirnir koma frá höfundum American Idol og sjálfum Simon Cowell. Oprah er án nokkurs vafa vinsæl- asta sjónvarpskona heimsbyggð- arinnar. Henni er ekkert óviðkom- andi, hvort sem það er að elta uppi barnaníðinga, stuðla að menntun fátækra barna í Afríku eða að gefa gestum sinum glæ- nýja bíla. i kvöld svarar uppáhalds- læknir Opruh, dr. Oz, spurningum um botox, tannhvíttun, appelsínu- húð og allt annað sem brennur á vörum áhorfenda. Missið ekki af svörunum við öllum mikilvægu spurningunum. RÚV klukkan 21.35 Gott læknagrín Skjár einn klukkan 17.30 Víti til varnaðar Scrubs fjallar um líf og störf lækna á Sacred Heart-spítalanum. Ekkert frumlegt við það svo sem, en ágætis aukapersónur gera þennan grínþátt betri en flesta læknaþætti. Zack Braff sem leikur aðalpersónuna, dr. John Dorian, skilar sínu einnig ágætlega. Sérstaklega eru eintöl hans við sjálfan sig skemmtileg, þótt þau séu örlítið klisjukennd á köflum. Sá sem ber þáttinn uppi er þó óneitanlega John C. McGinley í hlutverki dr. Cox, þreytts og biturs læknis sem er lærifaðir dr. Dorians. Húsvörður sem leggur dr. Dorian í einelti kemur einnig með mjög skemmtileg innslög í þáttinn, sem og óendanlega heimskur og suðrænn skurðlæknir. Að horfa á Melrose Place er mjög góð skemmtun, því verður ekki neitað. En þó kannski ekki á sömu forsendum og höfundar þáttanna hugsuðu sér. Þættirnir bera ákveðnu tímabili í menningarsögunni gott vitni - hvar annars staðar en mögu- lega í fyrstu Friends-þáttaröðunum er hægt að finna jafn hryllilegt sam- safn flíka? Og annar eins hryllingur í leiklist hefur varla sést í sjónvarpi, hvorki fyrr né síðar. Það er allt í lagi að hlæja á kostnað annarra stöku sinnum og því er tilvalið að setj- ast niður þegar létta þarf lundina og hlæja aðeins að einhleypum súkkulaðigæjum og píum vestur í Hollywood. með hrísgrjónum og grænmeti ................. ^... Nýju heitu og girnilegu réttirnir frá Holta - gríptu einn í hádeginu eða á leiðinni heim Kjúklinga-lasagne ásamt grænmeti Létt og nýstárlegt. Kjúklingabringa í sveppasósu með hrísgrjónum og grænmeti Sígildur, bragðgóður réttur. Tikka masala með hrísgrjónum og grænmeti Tikka-kjúklingur hefur alls staðar slegið í gegn. Grillaður kjúklingur - heill eða hálfur Stendur alitaf fyrir sínu, heitur eða kaldur, sem aðalréttur, nesti eða í salatið. EINFALT OG GOTT - NÝTTU TÍMANN VEL Framleiðandi: Reykjagarður hf. Fosshálsi 1 IIOReykjavlk Sími 575 6440 www.holta.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.