blaðið - 06.06.2007, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 blaöiö
Dagar gömlu skúringarfötunnar eru taldir
Skúringarfatan úr sögunni
Alltaf tilbúið til notkunnar
Gólfin þorna á augabragði
Fljótlegt og þægilegt
Magnaða moppuskaftið
Sölustaðir:
Húsasmiðjan - Byko
Pottar og prik Akureyri - Rými
Áfangar Keflavík - Eyjatölvur Vestmannaeyjum
Miðstöðin Vestmannaeyjum - Fjarðarkaup - Litabúðin Ólafsvík
Parket og gólf - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki
Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupstað. Heildsöludreifmg: Ræstivörur ehf.'
2600 Itr. þriggja hólfa rotþrær fyrir sumarhús.
Framleiddar samkvæmt leiöbeiningum UST um
uppbyggingu rotþróa.
Seldar í byggingavöruverslunum um land allt.
Promens ráðleggur að ætíð sé leitað til fagaðila
um niðursetningu á rotþróm.
PROMENS
PROMENS DALVÍK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK
SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001 • www.promens.is
18 • SUMARIB
Umdeildir garðálfar
Þjóðsögur lifa góðu lífi og ganga
manna á milli í margar aldir. Það
eru til margar þjóðsögur um álfa
og huldufólk. Það hefur lengi
verið talað um að álfar hjálpi
til í garðinum þegar fólk sefur
og eru þeir sérstakir garðálfar.
Um miðja 18. öld hóf Philipp Grie-
bel að framleiða álfa úr sérstökum
leir. Álfarnir voru með rauðar
húfur og voru alltaf með skegg.
Þjóðsögurnar voru kveikjan að
framleiðslunni. Framleiðslan byrj-
aði smátt eða í einni lítilli verk-
smiðju í smábæ í Þýskalandi. Vin-
sældirnar jukust á skömmum tíma
og varð framleiðslan á álfunum
mjög viðamikil í Þýskalandi. Verk-
smiðjur spruttu upp úti um allt
land, hver framleiðandi hafði sinn
stíl, en þekktastur er stíllinn hjá
frumkvöðlinum. Álfarnir urðu
vinsælir um allan heim og þá sér-
staklega í Bretlandi og Frakklandi.
Eftir seinni heimsstyrjöldina var
efnahagskerfi Þjóðverja í molum,
flestir framleiðendurnir gáfust
upp eða færðu framleiðsluna til
Kína eða Póllands. Afkomendur
Philipps Griebel héldu hins vegar
framleiðslunni áfram i Þýskalandi
og er verksmiðjan enn starfrækt.
Garðálfar og eigendur þeirra eru oft
fórnarlömb hrekkjalóma. f Frakk-
landi og ftalíu eru til frelsissamtök
garðálfa. Þá eru skipulagðir garðálfa-
hrekkir orðnir þekktir. Þekktasti
hrekkur samtakanna er ferðalag
garðálfanna en þá er garðálfi stolið
og farið með hann í ferðalag. Hann
gengur yfirleitt manna á milli og
eru teknar ljósmyndir af honum á
þekktum stöðum í heiminum. Ljós-
myndirnar eru síðan sendar eigand-
anum. Samtökin segjaSt berjast fyrir
því að frelsa álfana úr ánauð. Arið
1997 var Frakki handtekinn fyrir að
vera búinn að stela 150 garðálfum
í gegnum tíðina, en hann var með-
limur í frelsishreyfingu garðálfanna.
Álfarnir eru mjög umdeildir og
eru bannaðir á mörgum þekktum
garðyrkjusýningum vegna þess
að þeir eru taldir draga athyglina
frá garðinum sjálfum. Talsmenn
garðálfanna saka hins vegar um-
sjónarmenn sýninganna um snobb,
því garðálfar eru mjög vinsælir
meðal verkafólks og allra þeirra
sem hafa lítið fé á milli handanna.
Á íslandi hafa garðálfar verið til
sölu í um 30 ár og hafa vinsældir
þeirra farið stöðugt vaxandi.
Það eru ekki skipulögð samtök
fyrir garðálfa á Islandi, en það
hefur borið á því að álfarnir séu
skemmdir. En það er þó sjaldgæft.
Elsti garðálfur i heimi býr í Englandi
og var framleiddur í Þýskalandi en
hann er 160 ára. Eigandi hans kom
með 22 Griebel-álfa frá Þýsklandi
árið 1847 og skreytti garðinn sinn
með þeim. Einn er enn þá til. Hann
ber nafnið Lampy og er tryggður
fyrir 1 milljón punda.
Viöarbrennsluofnar - Fjölbrunaofnar - Kústasett - Hreinsikubbnr - Reykrör - Sérsmíði Krókhálsi 10 - Sími 898 1931 - www.arinvorur.is
Viðarbrennsluofnar
Kústasett
Hreinsikubbar
Reykrör
Reykrörin eru CE gæðavottuð og samþykkt af Brunamálastofnun Ríkisins
Einangruð reykrör á allar gerðir ofna.
Einföld í uppsetningu
fARINVÖRUR