blaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 5

blaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 5
blaðíA MIÐVIKUDAGUR 6. IÚNÍ 2007 SUMARIÐ * 19 Fallegir arinofnar Islendingar eru í miklum mæli farnir að gera ráð fyrir arni í húsum sínum, enda er fátt jafn rómantískt og hlýlegt og arineldur. Verslunin Arinvörur er sú eina á íslandi sem sérhæfir sig í arinvörum. Arinvörur eru með mikið úrval af viðarbrennslu-, fjölbruna- og raf- magnsofnum frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Stovax og Gazco. Ofnarnir eru fáanlegir í ýmsum stærðum og gerðum. Einnig er verslunin með mikið úrval af sérsmíðuðum vörum fyrir arna. Það er mikið úrval af kamínum, arinofnum, skorsteinum og einangruðum rústfríum reyk- rörum. Allir arinofnarnir sem seldir eru í versluninni eru samþykktir af Brunamálastofnun. Bjarni Bjarnason, eigandi fyrir- tækisins, segir að frá upphafi bafi hann lagt mikla áherslu á sérsmíði fyrir allar gerðir arna. „Þetta gerum við til að koma til móts við óskir við- skiptavina okkar.Við bjóðum upp á sérsmíði á trekkspjaldastillingum, neistagrindum, kubbagrindum og öskuskúffum svo dæmi séu nefnd. Auk þess erum við í góðu sambandi við færustu múrara landsins sem sjá um að hlaða og setja upp fallega arna umhverfis landið,” segir Bjarni. Verslunin starfrækir verkstæði sem smíðar trekkspjöld, trekk- spjaldastillingar, öskuskúffur, neistanet og ýmislegt fleira fyrir fag- menn í arinsmíði. „Við erum einnig með mikið úr- val af hreinsi- og viðhaldsefnum ásamt aukahlutum fyrir allar gerðir ofna. Einnig er mikið úrval af fallegum kústasettum á frábæru verði.” Bjarni bendir á að verslunin sé opin eftir samkomulagi. „Við segjum fólki að hafa samband og þá opnum við en með því móti er hægt að halda verðinu í lágmarki.” Verslunin er til húsa að Krókhálsi ío, no Reykjavík. Áhugasamir geta skoðað vöruúrvalið á www.arin- vorur.is. Einnig er hægt að hafa sam- band í síma 8981931 eða á netfang- inu arinvorur@mmedia.is. Algjör bylting í öryggismálum Árið 2002 var kynnt öryggis- kerfi fyrir sumarhús á íslandi. Neyðarlínan, Fasteignamat ríkisins, Vegagerðin, Landmæl- ingar íslands og Landssamband sumarhúsaeigenda unnu saman að þessu verkefni. Sveinn Guð- mundsson, talsmaður Lands- sambands sumarhúsaeigenda, segir að þetta kerfi hafi breytt gríðarlega miklu og það tryggir öryggi fólks í sumarhúsum mun betur en áður var. „Þetta kerfi virkar þannig að nú er búið að hnitsetja sum- arhús á landinu og öryggisnúm- erum í sumhúsum hefur verið komið fyrir. Ef neyðartilvik kemur upp og hringt er í Neyð- arlínuna þá er þetta númer gefið upp og þá sést staðsetn- ingin á húsinu strax og hægt er að gera ráðstafanir. Áður en þetta kerfi var tekið í notkun átti björgunarlið oft í erfið- leikum með að finna tiltekin sumarhús og hjálpin barst oft seint og illa. En með tilkomu þessa kerfis kemst björgunar- lið mun fyrr á staðinn og það getur skipt sköpum. Þetta neyð- arkerfi hefur nú þegar sannað gildi sitt og það hefur bjargað mannslífum." Sveini finnst miður að ekki séu allir sumarhúsaeigendur með öryggisnúmer. „Vinna okkar skilar ekki nógu miklum árangri ef það er ekki haldið utan um þetta verkefni. Því í dag eru nokkur þúsund hús sem eru ekki með þessi örygg- isnúmer. Okkar von er að í framtíðinni verði þetta komið í öll sumarhús í landinu og ný hús sem eru byggð fái sjálkrafa öryggisnúmer. Ég hef fulla trú á að það muni gerast með tím- anum. En með því er öryggi fólks tryggt eins og hægt er.“ Sveinn segir að mikil ánægja sé með þetta kerfi. „Það eru lönd í kringum okkur sem eru farin að sýna þessu örygg- iskerfi mikinn áhuga. Það er mjög ánægjulegt ef þetta kerfi verður tekið upp sem víðast." Opnunartími: Mán. - fös. kl. 8-18. Norðlingabraut 12, Norðlingaholti, Reykjavík Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði / Hringhellu 2, Hafnarfirði Hnsmýri 5, Selfossi / Leiruvogi 8, Reyðarfirði Sími 4 400 100 / Fax 4 400 111 / mest@mest.is / www.mest.is - allt til bygginga Hjá Mest gelur þú fengið aðstoð frá landslagsarkiteki við hönnun garðsins. Þú getur pantáð tíma í síma 4 400 400 eða sent tölvupóst á mest@mest.is. ■- 1- '1 firr I l.i,

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.