blaðið - 07.06.2007, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2007
blaðiö
VEÐRIÐ Í DAG
Smáskúrir sunnanlands
Hæg suðlæg átt og smáskúrir, en
léttskýjað norðaustanlands. Hiti
breytist lítið, verður 10 til 20 stig,
hlýjast á norðaustanverðu landinu.
ÁMORGUN
Frábært veður fyrir austan
Austlæg átt og víða bjartviðri norðan-
og austanlands, en þokubakkar við
ströndina. Skýjað annars staðar og
rigning með köflum. Hiti 10 til 20 stig,
hlýjast í innsveitum.
Á FÖRNUM VEGI
VÍÐA UM HEIM
Algarve 24 Glasgow 19 New York 15
Amsterdam 18 Hamborg 21 Orlando 25
Barcelona 24 Helsinki 28 Osló 27
Berlín 25 Kaupmannaböfn 22 Palma 23
Chicago 3 London 17 París 25
Dublin 16 MadriO 28 Stokkhólmur 22
Frankfurt 27 Montreal 7 Þórshöfn 10
Hvernig heldur þú
að reykingabannið
muni ganga?
Haraldur Hermannsson
„Ég held að það muni ganga vel.“
Fyrirhugaö álver í Helguvík
Fáar hindranir eftir
■ Orkan tryggð ■ Umhverfismat stendur yfir ■ Rekstur hefst eftir þrjú ár
Viðar Ottesen
„Ég vona að það muni ganga vel“
Birna Páisdóttir
„Ég veit það ekki alveg en von-
andi gengur það vel.“
Vilborg Benediktsdóttir
„Ég vona að reykingabannið
gangi vel.“
Steinunn Guðmundsdóttir
„Bara alveg ágaetlega. Ég held að
flestir muni taka því vel.“
Helguvík 100 þúsund tonna ál-
ver mun að öllum líkindum taka
til starfa í Helguvík árið 2010.
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@bladid.net
Allt bendir til þess að hafinn verði
rekstur á álveri í Helguvík eftir þrjú
ár.
Orka hefur verið tryggð fyrir fyrsta
áfanga álversins sem gerir ráð fyrir
íoo þúsund tonna framleiðslugetu.
Stór skref stigin
f fyrradag samþykkti stjórn Orku-
veitu Reykjavíkur að sjá álverinu
fyrir íoo MW en áður hafði Hitaveita
Suðurnesja samþykkt að sjá því fyrir
150 MW. Auk þessa hafa orkufyrir-
tækin gefið ákveðin fyrirheit um
orku til hugsanlegrar stækkunar
álversins. Þann 16. maí síðastliðinn
var frummatsskýrsla vegna mats á
umhverfisáhrifum kynnt og er hún
nú í kynningu. Næstkomandi þriðju-
dag verður skýrslan ásamt breyt-
ingum á aðalsícipulagi í Garði og
Reykjanesbæ kynnt á íbúafundum í
sveitarfélögunum tveimur. Skýrslan
verður í kynningu til 28. júní en þá
fær framkvæmdaraðili hana til athug-
unar áður en hann skilar henni inn
til Skipulagsstofnunar sem síðan fær
mánuð til þess gefa rökstutt álit sitt á
henni.
Ánægð með framvinduna
„Við erum mjög ánægð með þá
framvindu sem orðið hefur í málinu,“
segir Hjörtur Zakaríasson, bæjarrit-
ari í Reykjanesbæ og staðgengill bæj-
arstjóra. Hann vildi þó taka fram að
þetta væri enn í umhverfismati og
ekki hægt að segja neitt fyrir víst áður
en það liggur fyrir.
„Ef fram fer sem horfir ættum við
að geta hafið rekstur á árinu 2010,“
segir Ragnar Guðmundsson hjáNorð-
uráli. Hann tók þó fram að enn ætti
eftir að skrifa undir samninginn við
Orkuveitu Reykjavikur.
Mörg brýnni verkefni
„Þetta skýtur skökku við því að það
var boðskapur Samfylkingarinnar að
gera hlé á stóriðjuframkvæmdum á
meðan unnið yrði að rammaáætlun
um nýtingu vatnsafls og jarðvarma
segir Árni Þór Sigurðsson, þing-
maður Vinstri grænna, og bætir við:
,Ég hefði því haldið að umhverfisráð-
Efframfersem
horfirættum við
að geta hafið
rekstur á árinu
2010
Ragnar Guðmundsson
hjá Norðuráli
Álver í Helguvík
erekkibrýn-
asta verkefni
samfélagsins
Árni ÞórSigurðsson,
þingmaðurVinstri
grænna
herra og iðnaðarráðherra myndu
gera það að sínu fyrsta verki að kynna
stefnu sína fyrir orkufyrirtækjunum.
Nema það sé bara alls ekki ætlunin
að hverfa frá stóriðjustefnunni.“ Árni
sagði að lokum að álver í Helguvík
með öllum sínum áhrifum væri
langt frá því að vera brýnasta verkið
í samfélaginu.
Hvorki náðist í Þórunni Sveinbjarn-
ardóttur umhverfisráðherra, né Össur
Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir.
Eldsneytisverð:
Skeljungur og
N1 hækka
Bæði Skeljungur og Ni hækk-
uðu verð á eldsheyti í gær. Bæði
félög hækkuðu bensínlítrann
um eina krónu og sjötíu aura
og lítrann af dísilolíu um eina
krónu og fimmtíu aura. Hækk-
anirnarmá að sögn talsmanna
olíufyriitækjanna rekja til
hækkuitar á heimsmarkaðsverði
og lakrar stöðu krónunnar.
Skilorð fyrir fjárdrátt:
Stal hundruð-
urní þúsunda
Héraðsdómur Reykjaness hef-
ur dæmt konu í tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi og til að
greiða Landssíma íslands um 400
þúsund krónur fyrir að draga sér
fé er hún var starfsmaður Lands-
símans á árunum 2004 og 2005.
Þarf hún auk þess að greiða lög-
mannskostnað upp á 250 þúsund
krónur. Fyrirtækið sakaði kon-
una um að draga sér um hálfa
milljón með því að færa greiðslur
vegna 7 viðskiptafærslna inn
á eigin reikning. Játaði konan
öllum ákæruliðum nema einum.
Innifalið f verðí: Flug, flugvallarskattar, gisting.
Bókaðu strax á www.plusferdir.is
www.plusferdir. is
PIÚSFERÐIR - Lágmúla 4-105 Reykjavik - Simi 535 2100
Netverð 25. ágúst og 7. september
43.969 kr.
á mann miðað við að 2 að fuliorðnir og 2 börn, 2ja-1lára,
ferðisf saman Innifaiid er flug. gisting í 7 nætur á Skala
og flugvallarskattar.
Verð á mann miðað við 2 í íbúð á Skala 49.395 kr
SGS um launahækkun seðlabankastjóra
Það er til fullt af peningum
Launahaskkanir hjá seðla-
_ bankastjórum víta á gott
fyrir komandi kjarasamninga
segir framkvæmdastjóri
Starfsgreinasambandsins. \
„Þetta er ágætis hækkun,“ segir
Skúli Thoroddsen, framkvæmda-
stjóri Starfsgreinasambandsins, að-
spurður um sitt álit á þessum hækk-
unum. „Þetta segir okkur að það er
til fullt af peningum í samfélaginu
og veit á gott fyrir komandi kjara-
samninga,“ bætti hann við en kjara-
samningar verða lausir um næstu
áramót.
Laun seðlabankastjóra munu
hækka um 200 þúsund krónur í
tveimur áföngum á þessu ári.
Bankaráð Seðlabankans sam-
þykkti á fundi sínum síðastliðinn
fimmtudag að hækka laun banka-
stjóra bankans um 200 þúsund
krónur. Ragnar Arnalds var eini
stjórnarmaðurinn sem greiddi at-
kvæði gegn tillögunni. „Eg taldi að
miklar hækkanir á launum seðla-
bankastjóra myndu kollvarpa ríkis-
kerfinu," segir Ragnar. Hann sagði
tillögu formannsins hafa verið rök-
studda með því að starfsmenn sem
eru næstir bankastjórunum í launum
hefðu hækkað vegna samkeppni við
einkabankana um starfsfólk. „Það
er mjög vonlítið að ætla að elta ólar
við þessar risahækkanir sem eiga
sér stað hjá einkabönkunum,“ sagði
Ragnar.