blaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2007 blaAiö UTAN ÚR HEIMI Fundi Olmerts og Abbas frestað Fyrirhuguðum fundi Palestínuforseta og forsætisráð- herra Israels var frestað um óákveðinn tíma í gær að beiðni palestínskra stjórnvalda. Palestínumenn segja að ekki hafi tekist að að fá ísraela til að greiða Palest- ínumönnum skattfé sem þeir eigi inni hjá Israelum. Povel Ramel látinn Sænski listamaðurinn Povel Ramel lést úr hjart- veiki á heimili sínu á þriðjudagskvöld, 85 ára gamall. Ramel starfaði sem rithöfundur, leikari, söngvari og píanóleikari og var einn ástkærasti listamaður Svía um margra áratuga skeið. VATÍKANIÐ Páfi notast við sólarorku Til stendur að skipta um þak á einni byggingu Vatíkansins og hyggjast menn koma þar fyrir sólarrafhlöðum til að knýja lýsingu, hitun og kælingu hússins. Benedikt þáfi sextándi hefur áður hvatt kristna menn til að fara sparlega með auðlindir jarðar og vill með þessu sýna gott fordæmi. Spánn: Binda enda á vopnahlé Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, tilkynnti í gær að endi hefði verið bundinn á rúmlega eins árs langt vopnahlé frá og með miðnætti. José Luis Rodriguez Zapatero, forsæt- isráðherra Spánar, fordæmdi tilkynningu ETA og sagði hana ganga þvert á friðarvilja allra Spánverja, þar á meðal Baska. Tilkynning ETA birtist í bask- neska dagblaðinu Berria, þar sem fram kom að lágmarksskilyrði fyrir áframhaldandi friðarviðræð- um við spænsk stjórnvöld væru ekki lengur fyrir hendi. Spænskir fjölmiðlar telja ekki ólíklegt að ETA muni láta til skarar skríða með hryðjuverkaárás á næstunni. Yfirtaka á Alcan Óbreytt staða að mestu Fátt hefur hefur enn skýrst í kapphlaupinu um kanad- íska álfyrirtækið Alcan. í vefútgáfu kanadíska dagblaðs- ins Globe and Mail er talað um að námafyrirtækin Rio Tinton og BHP Billiton muni gera tilboð og þá líklega í samstarfi við fyrir- tæki sem stunda fullvinnslu úr áli. Eins og kunnug er þá gerði Alcoa fjandsamlegt yfirtökutilboð í Alcan í byrjun maí. Það tilboð er töluvert undir markaðsvirði og rennur út þann to. júlí næst- komandi. Fréttir herma einnig að yfirtaka á Alcoa sé hugsanleg. Fundur átta helstu iðnríkja heims í Þýskalandi: Kalt stríð leiðtoganna ■ Bandaríkjamenn hafna loftslagssamningi ■ Tortryggni milli Bush og Pútíns ■ Mikil öryggisgæsla Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Bandaríkjastjórn hafnaði tillögum þýskra stjórnvalda um að helstu iðn- ríki heims skuldbindi sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Heiligendamm, nærri borginni Rostock í Þýskalandi í gær. Búist er við að deilur Bandaríkja- manna og Rússa um uppsetningu Bandaríkjahers á eldflaugavarnar- kerfi í austurhluta Evrópu muni setja sterkan svip á fundinn sem lýkur á morgun. Átta mótmælendur og einn lögreglumaður slösuðust þegar til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan fundar- staðinn, en öryggisgæsla er gríðar- leg á staðnum og hefur lögregla not- ast við vatnsbyssur og táragas til að dreifa mannfjöldanum. Mörg hundruð mótmælendur söfnuðust saman í grennd við stað- inn þar sem leiðtogar ríkjanna átta funduðu. Mótmælendur reyndu jafnframt að setja upp vegatálma á vegunum að flugvöllum og víðar til að reyna að koma í veg fyrir að fréttamenn, sendinefndir og leið- togar kæmust leiðar sinnar. Um sextán þúsund lögreglumenn gæta staðarins, en í gær var talið að mót- mælendur væru á sjöunda þúsund talsins. Mikil ólæti voru í Rostock um síðustu helgi vegna væntanlegs ÁTTA HELSTU IÐNRÍKI HEIMS Þýskaland ■É Bandarikin m Bretland 11 Frakkland 11 ftalia • Japan 1*1 Kanada fiSGHam ■■1 Rússland fundar þar sem um þúsund manns slösuðust. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hefur lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hvatt iðnríki heims til að skuldbinda sig til að draga úr losun um fimmtíu prósent fram til ársins 2050. James Connaughton, helsti loftslagsráð- gjafi Bandaríkjaforseta, sagði hins vegar að fjöldi ríkja, þar á meðal Bandaríkin, muni ekki gangast undir slík langtímamarkmið. Conn- aughton sagði að stór skref hefðu verið stigin í baráttunni við hlýnun jarðar. Hins vegar sagði hann það vera skoðun Bandaríkjastjórnar að fundur G8-ríkjanna væri ekki rétti vettvangurinn til að setja markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fastlega er búist er við að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni funda saman í Heiligendamm, en sam- band ríkjanna hefur verið sérstak- lega stirt á undanförnum dögum og vikum. Fyrirhuguð uppsetning rat- sjár- og eldflaugastöðva Bandaríkja- hers í Tékklandi og Póllandi hefur vakið mikla óánægju Rússlands- stjórnar. í ræðu sem Bush flutti í Tékklandi fyrr í vikunni sagði hann að kalda stríðinu væri lokið, að Rúss- land væri ekki óvinaþjóð Bandaríkj- anna og að inu væri ekki beint að Rúss- landi. Bush gagnrýndi hins vegar þróun isins Rússlandi og sagði að Rússlands- stjórn hefði ekki staðið við loforð um lýðræðisumbætur. Pútín hefur hafnað því að eld- flaugavarnarkerfi Bandaríkjahers væri beint að ríkjum eins og Norður- Kóreu og íran og segir að því sé fyrst og fremst beint að Rússlandi. Þá hót- aði hann því að vopnum Rússlands- hers yrði beint að Evrópuríkjum, ákveði Banda- ríkjaher að ljúka uppsetn- i n g u kerfis- ins. Innritun nýnema fyrir skólaárið 2007-2008 stendur til 11. júní. Innritunin er rafræn og fer fram í gegnum www.menntagatt.is. Kvennaskólinn í Reýkjavík býður bóknám til stúdentsprófs á þremur brautum: Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut f skólanum er bekkjakerfi en þó er mikið val á 3. og 4. námsári. Inntökuskilyrði eru samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins. Þau eru háð brautarvali nemandans. Námsráðgjafar verða til viðtals innritunardagana frá klukkan 9-17 í aðalbyggingu skólans að Fríkirkjuvegi 9. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans www.kvenno.is. ífpf. ' Oddatá kaupir fasteignir Kambs: Vilja tryggja öllum Flateyringum vinnu Oddatá efh. og Fiskvinnslan Kambur ehf. hafa gert með sér samning um að Oddatá kaupi allar fasteignir og tæki Kambs á Flateyri. Oddatá er eignarhaldsfélag sem stofnað var sérstaklega í tengslum við kaupin, með það að markmiði að allir íbúar Flateyrar geti haldið störfum sínum þrátt fyrir að Kambur hætti vinnslu. Þegar hafa þó allar aflaheim- ildir verið seldar frá Flateyri. Hins vegar byggði mikið af starfsemi Kambs á kaupum á fiskmörkuðum og vonast Oddatá til að geta haldið uppi álíka umfangsmikilli starf- semi og Kambur með því að kaupa fisk af sjómönnum á staðnum og á mörkuðum. „Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að þetta verði auðvelt,“ segir Kristján Erlingsson, stjórnarmaður Kambur á Flateyri Stofnað hefur verið j eignarhaldsfélag sem kaupir fasteignir og tæki Kambs. Vonast er til að allir starfsmenn Kambs haldi vinnu sinni. Mynd/HalldórSveinbjörnsson j í Oddatá. Félagið er í eigu fjölskyldu Kristjáns, en þau eru öll rótgrónir Flateyringar. „Við hefðum þó ekki farið út í þetta nema við teldum möguleika á að markmið okkar ná- ist. En það byggir að miklu leyti á því að við finnum samstarfsaðila um nýtingu á eignunum."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.