blaðið - 07.06.2007, Side 15
o <> <>
blaöió
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2007 15
íslensk álframleiðsla ÁIframleiðsla á Islandi mengar minna en
víöa annars staðar, sem mun auka þrýsting á meiri álframleiðslu
hér á landi með vaxandi eftirspurn eftir áli.
Ekki nauðsynlegt að framleiða meira ál:
Einfaldar aðgerðir
hvetja til endurvinnslu
Andri Snær Magnason rithöf-
undur setur spurningarmerki við
fréttir af aukinni eftirspurn eftir
áli og pressu á íslensk stjórnvöld
um að leyfa aukna álframleiðslu.
Bendir hann á að ef orka til álfram-
leiðslu væri ekki niðurgreidd væri
meira endurunnið af áli og segir
að kol verði brennd annars staðar
sama þótt við fórnum okkar landi
undir vatnsaflsvirkjanir.
„Á1 verður eflaust notað áfram
enda hentar það vel til margra
hluta,“ segir Andri. „Hins vegar
hafa margir bent á að stórfelldar
niðurgreiðslur á orku til áliðnaðar
í heiminum, til dæmis á Islandi og
í Kanada, lækki álverð og skekki
þar með samningsstöðuna. Hvat-
inn er því lítill til að endurvinna ál
eða nota önnur efni í staðinn."
Andri segir að í Bandaríkjunum
einum sé hent áldósum sem gætu
dugað til að endurnýja allan flug-
flotann þar fjórum sinnum á
ári. „Ef sett væri skilagjald á dósir
í Bandaríkjunum mætti spara
fjórar Kárahnjúkavirkjanir. En
bjór- og gosframleiðendur vinna
gegn skilagjaldi á dósum þar
sem þeir vilja ekki hækka verð
dósanna af hræðslu við að missa
viðskiptavini.“
Þá segir Andri að rökin um að
framleitt verði ál með kolabrennslu
ef íslendingar auki ekki framleiðsl-
una standist ekki skoðun. „Heimur-
inn er ekki skipulagður á þennan
hátt. Menn raða ekki niður verk-
smiðjum eftir því hvar þær menga
minnst, heldur reyna verksmiðju-
eigendur að framleiða með eins
litlum tilkostnaði og þeir geta og
eigendur orkuauðlinda reyna að
koma þeim í verð, sama hversu
mikið þær menga. Ef við íslend-
ingar fyndum olíu, myndum við þá
ákveða að pumpa henni ekki upp?“
Fjörið verður á Reyðarfirði
laugardaginn 9. júní!
Dagskrá:
10:00 Formleg opnunarathöfn í Fjarðabyggðarhöllinni.
13:00 Opnunarhátíð og karnivalstemmning um allan bæ.
Meðal þeirra sem koma fram eru: Karíus og Baktus,
gospelkór, Nylon, Bjarni Tryggva, Hnakkarnir, Þorsteinn
Helgi, Skoppa og Skrýtla, frú Norma, SúEllen og margir,
margir fleiri.
álvers í Reyðarfirði á laugardaginn kemur.
Bærinn skrýðist hátíðarbúningi og karnival-
stemmning með fjölbreyttum skemmtiatriðum
verður um allan bæ frá kl. 1 3 og fram á kvöld.
19:00 Stórtónleikar í Fjarðabyggðarhöllinni.
Björgvin Halldórsson
Andrea Gylfadóttir
Birgitta Haukdal
Eivör Pálsdóttir
Popp, rokk, jass, einsöngvarar, barna-
skemmtun, götuleikhús, töframenn, trúðar,
útimarkaður, trúbadorar, leiktæki, kórar,
harmonikkutónleikar og skoðunarferðir um
álverslóðina.
Felix Bergsson
Helgi Björnsson
Stefán Hilmarsson
The Queen Show
22:00 Listflug og fallhlífarstökk í dagskrárlok.
www.alcoa.is
Alcoa Fjarðaál
s
ALCOA
I