blaðið - 07.06.2007, Side 16
blaðið
blaöi
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Ritstjórar: Ólafur Þ. Stephensen
Trausti Hafliðason
Fréttastjórar: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
ÞrösturEmilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Elín Albertsdóttir
Þörf á nýrri hugsun
Mjólkursamsalan, rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á íslandi, er í eigu
ríflega 700 kúabænda. Þeim hefur því líklega brugðið nokkuð í fyrradag
þegar fregnir bárust af því að Samkeppniseftirlitið hefði gert húsleit hjá
Mjólkursamsölunni, Osta- og smjörsölunni og Auðhumlu. Það er ekki al-
gengt að Samkeppniseftirlitið geri húsleit þó það sé reyndar sífellt að auk-
ast. Áður hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars gert húsleit hjá Baugi,
olíufélögunum, kortafyrirtækjunum og Samtökum ferðaþjónustunnar.
Ástæðan fyrir aðgerðunum í fyrradag er sú að Samkeppniseftirlitið
hefur rökstuddan grun um að mjólkurfyrirtækin hafi gerst sek um undir-
boð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta er grafalvarlegt mál. Ef
það kemur í ljós að fyrirtækin hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína
hefur það fyrst og fremst bitnað á neytendum og starfsemi Mjólku ehf.,
sem kom eins og ferskur andblær inn á þennan markað fyrir nokkrum
árum. Ólíkt Mjólkursamsölunni starfar Mjólka fyrir utan greiðslu-
markskerfi landbúnaðarins. Bændur hafa fulla ástæðu til að bera ugg í
brjósti því þeir eiga á hættu að fá neytendur upp á móti sér, skattborg-
arana sem styðja dyggilega við íslenskan landbúnað í formi opinberra
framleiðslustyrkja.
Burtséð frá því hvort fyrirtækin hafa gerst brotleg þá vekja viðbrögð
Magnúsar Ólafssonar, aðstoðarforstjóra Mjólkursamsölunnar, við húsleit-
inni athygli. Hann segir mjólkuriðnaðinn einfaldlega ekki heyra undir
samkeppnislögin. Hér enduróma orð fyrrverandi landbúnaðarráðherra
sem sagði í fyrra að Samkeppniseftirlitið hefði sett upp pólitísk gleraugu
þegar það ákvarðaði að Osta- og smjörsalan hefði brotið gegn samkeppn-
islögum. Vonandi er þessi þankagangur horfinn úr landbúnaðarráðuneyt-
inu með nýjum ráðherra. Það er líka ágætt að hafa í huga að eitt af hlut-
verkum Samkeppniseftirlitsins er einmitt að vekja athygli á því þegar lög
eða stjórnvaldsákvarðanir eru andstæð markmiðum samkeppnislaga.
Það er alveg rétt að í búvörulögum er hagur mjólkurframleiðenda
verndaður og þar er að finna undaþágur frá tilteknum ákvæðum sam-
keppnislaga. En það breytir því ekki að það er alveg skýrt að mjólkuriðn-
aðurinn er ekki undanþeginn 11. grein samkeppnislaga sem kveður á um
að misnotkun á markaðsráðandi stöðu sé óheimil.
Þetta mál ber fyrst og fremst vott um að það er þörf á nýrri hugsun í
landbúnaðarmálum á Islandi. Það er ótækt að búvöruframleiðendur geti
í skjóli laga viðhaft einokun á markaði, sér til heilla en neytendum til
ama.
Til þess að frjáls samkeppni á þessum markaði þrífist og hagur neyt-
enda batni þarf að afnema opinbera verðlagningu á mjólkurvörum, sem
og að afnema ofurtolla á landbúnaðarvörum. Síðast en ekki síst er brýnt
að afnema þær undaþágur frá samkeppnislögum sem landbúnaðurinn
býr við samkvæmt búvörulögum.
Trausti Hafliðason.
Gott til
endurvinnslu
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
AÖalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Norm-X Heimasíðan okkar er
Heitir pottar íslensk framleiösla www.normx.is
Norm-X hefur frá 1982 sérhæft sigí framleiðslu heitra
potta sem henta Tslenskum aðstæðum einstaklega vel.
Við bjöðum einnig allan tengibúnað, nudd
og Ijósabúnað og tvær gerðir af lokum.
Samstarfsaðili okkar á Akureyri er Tjalda- og
Seglaþjónustan ehf. sími 461-5077
Grettislaug 1500 L Setlaug 2050 L Setlaug 1200 L
með legubekk
Snorralaug 2000 L
Norm-X Auðbrekku 6 Kópavogi Sími 565-8899
www.normx.is normx@normx.is
16
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2007
EiAÍHvrR.-NTÍAMK ' irVR.iRSjÁAfVí--EaRi TRamtí-q
VRAUMlfR. tl/EGRi-GR.ÆNK//I HETíjR R/eSr oO
GjoLFVolLuR J5R KamíWN í VAHVSMÝ'R/H^
Andstaðan föst í formhliðinni
Á fyrstu dögum sumarþings hefur
verið athyglisvert að fylgjast með
áherslum stjórnarandstöðuflokk-
anna. Þeir eru greinilega ekki alveg
búnir að finna rétta taktinn í mál-
flutningi sínum og birtist það bæði
í umræðum um stefnuræðu forsætis-
ráðherra í síðustu viku og í þingstörf-
unum síðustu daga. Eins og sjá mátti
fyrir munu Vinstri grænir sækja að
stjórnarflokkunum - og þá einkum
Samfylkingunni - frá vinstri, en
framsóknarmenn eru ekki búnir að
gera upp við sig hvort þeir ætla að
fylgja Steingrími J. Sigfússyni og fé-
lögum í þeim efnum eða láta nægja
að segja, eins og sumir þeirra gerðu
í umræðunum um stefnuræðuna:
„Þetta hefðum við hvort sem er gert ef
við hefðum verið í ríkisstjórn.“ Frjáls-
lyndir eru að mestu óskrifað blað, en
þó ljóst að nýr þingmaður þeirra, Jón
Magnússon, ætlar ótvírætt að taka
frumkvæði í stefnumörkun flolcks-
ins í fjölmörgum málum.
Fyrsta frumvarpið á þessu kjör-
tímabili varð að lögum í gær og fjallar
það um breytingu á þingsköpum Al-
þingis. I því felst sameining landbún-
aðarnefndar og sjávarútvegsnefndar,
uppskipting efnahags- og viðskipta-
nefndar og nafnbreyting á félags- og
heilbrigðisnefnd. Hér er í sjálfu sér
um minni háttar breytingu að ræða,
sem varðar í sjálfu sér ekki annað
en verkaskiptingu innanhúss í þing-
inu, og er með henni ætlunin að færa
nefndaskipan til samræmis við fyr-
irhugaðar breytingar á ráðuneytum.
Engu að síður gerðu þingmenn stjórn-
arandstöðunnar nokkurt veður út af
þessu og þá einkum að breytingar
á nefndaskipan skyldu koma til af-
greiðslu á undan breytingum á stjórn-
arráðinu. Það á sér þá skýringu að
Klippt & skorið
breytingin var í sjálfu sér einföld og
krafðist ekki mikillar yfirlegu og um
leið þótti mikilvægt að ljúka kjöri
þingnefnda fyrir kjörtímabilið svo
fljótt sem kostur væri.
I þessu ljósi er andstaða stjórnar-
andstöðuflokkanna við breyting-
arnar á þingsköpum bara stormur
í vatnsglasi. Stjórnarandstaðan vill
auðvitað undirstrika að hún vilji og
geti veitt stjórnarflokkunum aðhald
og er ekkert nema gott um það að
segja. Hins vegar eru stóryrði eins og
komið hafa fram í umræðum um að í
Viðhorf
Birgir Ármannsson
þessu máli hafi verið vegið að rótum
þingræðis og lýðræðis í landinu harla
innihaldslítil og gengisfella bara mál-
flutning þeirra sem hafa þau uppi.
Sama má segja um frumvarp um
breytingu á stjórnarráðslögunum,
sem nú er til meðferðar hjá allsherj-
arnefnd. Meginbreytingarnar sem í
því felast eru þríþaettar; landbúnaðar-
ráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti
verða sameinuð, Hagstofan verður
ekki lengur sjálfstætt ráðuneyti og
nafnbreytingar verða á heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneyti og félags-
málaráðuneyti í ljósi áforma um að
flytja verkefni á sviði tryggingamáia
frá fyrra ráðuneytinu til hins síðar-
nefnda. í frumvarpinu er mörkuð
ákveðin meginstefna í þessum efnum,
en um flutning einstakra verkefna
og stofnana milli ráðuneyta og skipu-
lagslega útfærslu að öðru leyti verður
fjallað nánar í haust.
Raunverulegur efnislegur ágrein-
ingur um þetta frumvarp virðist
raunar ekki vera mikill ef marka má
þær umræður sem þegar hafa farið
fram. Enginn virðist draga í efa að
tilefni sé til einhverra breytinga og af
máli margra þingmanna stjórnarand-
stöðunnar má helst ráða að þeir vilji
ganga heldur lengra en frumvarpið
gerir ráð fyrir. Meira hefur verið
talað um formhlið málsins og vinnu-
lag. Stjórnarandstaðan gagnrýnir
helst að ekki sé beðið með breytingar
á ráðuneytunum þangað til útfærðar
tillögur um verkaskiptingu liggi
fyrir en á móti má segja að eðlilegt
sé að meginlínurnar séu ákveðnar í
upphafi og síðan fyllt inn í rammann
á þeim grundvelli. Tími mun vinnast
til þess á haustþingi þar sem brey ting-
arnar á ráðuneytunum eiga ekki að
taka gildi fyrr en um áramót.
I báðum þessum málum kjósa
stjórnarandstöðuflokkarnir að gagn-
rýna ríkisstjórnina fýrir formið. Ekki
hefur hins vegar mikið farið fyrir efn-
islegri andstöðu við stefnumörkun
ríkisstjórnarflokkanna að öðru
leyti og má kannski segja að í þeim
efnum séu hveitibrauðsdagar stjórn-
arinnar rétt að hefjast. Þegar þeim
lýkur kemur væntanlega í ljós hvort
stjórnarandstaðan nær að skapa sér
einhverja málefnalega vígstöðu gagn-
vart ríkisstjórninni eða hvort hún
festist til frambúðar í umræðum um
formhlið mála.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavfk.
Klippari las um það hjá Pétri Gunnars-
syni á síðunni hux.blog.is að Egill hefði
sagt upp samningnum sem hann vissi
ekki að hann hefði gert. „Það undarlega í mál-
inu er að staða Egils gagnvart Stöð 2 er alveg
óbreytt eftir þessi tíðindi.í
Sá samningur sem 365 telur |
sig hafa haft í höndum gerði
ráð fyrir Egill væri bæði I
launalaus og verkefnalaus;
fram á haust og nú er hann
sem sagt kominn á uppsagnarfrest og allan
þann uppsagnarfrest hefur hann - samkvæmt
þelm samningi sem Ari segist sjálfur hafa gert
- hvorki skyldu til þess að mæta í vinnu né gera
nokkurn skapaðan hlut í þágu Stöðvar 2 og
þiggur engin laun frá vinnuveitandanum á tíma-
bilinu. Ætli stjórnendur Stöðvar 2 telji sig hafa
unnið frækinn sigur í málinu?" Góð spurning!
Sæll Pétur," ritar Ari sem athugasemd á
síðu Péturs. „Ég verð að líta svo á að
Egiil kalli eftir því með þessari yfirlýs-
ingu að tölvuskeyti okkar á milli um starfskjör
verði gert opinbert. llmsamin laun voru 1 m.kr.
á mánuði, frá i. sept. til 30. júní." Þar með rýfur
Ari, sem erforstjóri stærsta fjölmiðlafyrirtækis
landsins, launaleyndina sem hefur ríkt innan
365-samsteypunnar. Hann vill benda netheim-
inum á að launaleysi Egils á
sumarmánuðum sé ekki mann-
vonska heldur sé Egill erlendis v.-vf*
þessa mánuðina. Og að póst-
inum til Egils sem Ari birtir án
timasetningar: „Staðfesti að ‘
eins og við töluðum um i símanum áðan, þá er
kominn á samningur milli okkar til a.m.k. 2ja
ára, með einum greiddum mánuði vegna sum-
arleyfis. Launagreiðsla til EH im.kr/mán."
einr
J
Og fjölmiðlamaðurinn ión Axel Óiafsson
greinir frá enn einu meiðyrðamálinu á
365 á síðu sinni jax.blog.is. „Litla ffjálsa
fréttastofan hefur það eftir áreiðanlegum heim
ildum að Sigriður Rut Júlíus- #
dóttirlögmaður hafi fyrirhönd
Magnúsar Ragnarssonar, |L|1V '
fv. sjónvarpsstjóra Skjás eins, ll
afhent Ara Edwald, forstjóra
365, stefnu fyrir ærumeiðingar og meiðyrði ásamt
fleiru. Um erað ræða a.m.k. þrjú óskyld mál sem
Magnús stefnir 365 fyrir og eru það ummæli sem
hafa verið birt i Sirkus-blaðinu, DV og Fréttablað-
inu sem m.a. ku hafa kallað Magnús Ragnarsson;
Magga glæp! Kæran mun vera fyrir vafasamar
fullyrðingar og fleira sem Magnús var búinn að fá
sig fúllsaddan af." Greinilega nóg að gera hjá Ara
Edwald en vísissíðu Egils hefur verið lokað.
gag@bladid.net