blaðið - 07.06.2007, Side 20

blaðið - 07.06.2007, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2007 blaöiö 1 f ll- IP6®® » -JBBkÍK 1 A tT 1 1 1 W*- W &T 1 Retturinn a þvi aö hlustað se á menn jafngildir ekki því að þeir séu teknir alvarlega. Hubert H. Humphrey Afmælisborn dagsms PRINCE SÖNGVARI, 1958 JESSICATANDY LEIKKONA, 1909 PAUL GAUGUIN MÁLARI, 1848 kolbrun@bladid.net Frumraun Valdimars TónXistarhátíd í Hverageróxskirkju JPV útgáfa hefur sent frá sér Ijóðabókina Enn sefur vatnið eftir Valdimar Tómasson. ( henni eru 32 Ijóð. Valdimar er fæddur árið 1971 og alinn upp f Mýrdal en hefur verið búsettur í Reykjavík frá árinu 1987. Enn sefur vatnið er fyrsta bók hans. Metsölulistinn - erlendar bækur 2 Judge&Jury James Patterson & Andrew Gross 2 lcepick: lcelandic Street Art Þórdís Claessen 3 TheNamingoftheDead lan Rankin 4 The Secret Rhonda Byrne Angels Fall Nora Roberts The Thirteenth Tale Diane Setterfield 7 Under Orders ‘ Dick Francis Born in Death J.D. Robb 9 TheEarthFromTheAir Yann Arthus-Bertrand 10 FragileThings Neil Gaiman Metsölulistinn - erlendar bækur ^ Lost in lceland Sigurgeir Sigurjónsson 2 Viltu vinna milljarð? - kilja Vikas Swarup 3 Síðasti musterisriddarinn - kilja ' Raymond Khoury 4 5. riddarinn - kilja James Patterson 5 Tvíburarnir - kilja Tessadetoo 6 Saffraneldhúsiö - kilja TessadeLoo 7 fslensk orðabók - 2007 útgáfa MörðurÁmason 8 Flugdrekahlauparinn - kiija Khaled Hosseini s Sér grefur gröf - kilja Yrsa Sigurðardóttir Hugarfjötur - kilja Paulo Coelho Listarnir voru gerðir út frá sölu dagana 29.05.07-04.06.07 ( Pennanum Eymundsson og Bókabúö Máls og menningar. Gunnar Kvaran „Mer finnst verk Beethovens svo stór- kostleg og alheimsleg og eilif að það er alveg sama hvað ég heyri þau oft, ég fæ aldrei leiða á þeim.“ alheimsleg og eilíf að það er alveg sama hvað ég heyri þau oft, ég fæ aldrei leiða á þeim. Þau tala alltaf jafn vel til manns og það er alltaf jafn gott að hlusta á þau.“ Alþýðleg tónlist og fleira gott Alþýðleg tónlist er yfirskrift ann- arra tónleikanna, laugardaginn 9. júní kl. 17, þar sem efnisskráin er í senn alþýðleg og alþjóðleg. Tónleik- arnir hefjast á flutningi Gunnars og Peters á verki fyrir selló og píanó eftir Frakkann Francois Couperin. Síðan vindur sögunni fram á 20. öld- ina í Rússlandi. Þá koma fram báðir píanóleikararnir, Peter og Víkingur Heiðar, og leika fjórhent nokkra þætti úr hinu fræga verki Pétrúska eftir Stravinsky. Síðastur fyrir hlé er svo Sígauninn eftir Maurice Ra- vel í flutningi Guðnýjar og Peters. Eftir hlé munu Guðrún Jóhanna og Víkingur Heiðar flytja margar af fegurstu söngperlum tónskáldanna Sigfúsar Einarssonar, Emils Thor- oddsen, Jóns Leifs, Jórunnar Viðar, Jóns Nordal, Ólafs Ó. Axelssonar og Sigvalda Kaldalóns. Lokatónleikarnir verða á sunnu- dagskvöldið 10. júní kl. 20. og bera yfirskriftina Um lífið og ástina. Fyrst á efnisskránni er katalónska þjóðlagið Söngur fuglanna eftir X. Montsalvatge, í flutningi Guðrún- ar Jóhönnu, Gunnars og Peters. I kjölfarið fylgja spánskar rómöns- ur, sem teknar eru úr svokölluðum „zarzúelum“, óperettum þar sem tal, söngur og dans skiptast á. Þá kemur Mefistóvalsinn í flutningi Peters. Eftir hlé hefst leikurinn á píanókvintett eftir Robert Schu- mann þar sem tónskáldið tjáir eiginkonu sinni, Clöru Schumann, eilífa ást sína. Við píanóið verður Víkingur Heiðar og með honum allir strengjaleikarar hátíðarinnar. I lokin verða flutt tvö lög eftir tón- skáld frá Hveragerði. Atli Heimir Sveinsson hefur fært lögin í hátíð- arbúning. Gunnar Kvaran segir undirbún- ing tónlistarhátíðarinnar hafa tek- ið langan tíma en bætir við: „Þetta hefur verið ákaflega skemmtilegt og við Guðný kona mín, sem er list- rænn stjórnandi ásamt mér, höfum verið ákaflega heppin því það er svo mikið af góðu og yndislegu fólki hér í Hveragerði sem hefur lagt mikla vinnu og metnað í að gera þessa há- tíð að raunveruleika.“ ónlistarhátíðin Bjartar sum- arnætur verður haldin í sjöunda sinn í Hveragerð- iskirkju dagana 8.-10. júní. Listrænir stjórnendur eru hjónin Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sel- lóleikari. Þau skipa ásamt Peter Máté píanóleikara Tríó Reykjavík- ur sem með öðrum tónlistarmönn- um stendur að flutningi á hátíðinni. Auk tríósins koma fram messósópr- ansöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, píanóleikarinn Víking- ur Heiðar Olafsson, Greta Guðna- dóttir fiðluleikari og Guðmundur Kristmundsson víóluleikari, en tvö þau síðastnefndu eru búsett í Hvera- gerði. „Tilgangur svona hátíðar er fyrst og fremst sá að koma góðri tónlist til áheyrenda en það er ákaflega ánægjulegt og rós i hnappagatið fyr- ir bæjarfélag eins og Hveragerði að geta haft sína eigin tónlistarhátíð þar sem boðið er bæði alþjóðlegum listamönnum og bestu listamönn- um sem völ er á hér á landi og þótt víðar væri leitað," segir Gunnar Kvaran. Hinn eilífi Beethoven Efnisskrá tónlistarhátíðarinnar er fjölbreytt og skiptist í þrennt. Be- ethoven-veisla er yfirskrift fyrstu tónleikanna, föstudagskvöldið 8. júní kl. 20. Þá verða eingöngu flutt verk eftir Ludwig van Beethoven en á þessu ári eru 180 ár liðin frá and- láti hans. „Við bjóðum þarna upp á mjög glæsileg verk,“ segir Gunnar. „Víkingur Heiðar spilar fyrst lítið pí- anólag, til Elísu, sem mjög margir píanónemendur hafa spreytt sig á gegnum lífið en það er líklega eitt þekktasta píanólag sem Beethoven samdi. Síðan flytur hann Apassion- ata-sónötuna sem er stórkostlegt verk og eftir hlé er flutt síðasta pí- anótríóið sem Beethoven samdi sem hefur verið kennt við Rudolph erkihertoga og nefnt Erkihertogatr- íóið. Öll þrjú verkin eru mjög ólík en okkur finnst gaman að geta minnst Beethovens með þessum hætti á þesum tímamótum. Mér finnst verk Beethovens svo stórkostleg og Eilíf og alþýðleg tónlist 2007 BMW X5 4,8 I Sport Til afhendingar strax með nánast öllum fáanlegum búnaái. Verö: 9,600 þús. Getum einnig pantað 3,0 L og val um lit og búnað. Verð frá 7 milljónum. www.sparibill.is Slcúlagötu 17 Sími: 577 3344 menningarmolinn Gandhi gerist óhlýöinn Árið 1893 var ungur maður, Mo- handas Gandhi, við nám í lögfræði í Suður-Afríku. Áþessum degi, 7. júní, hafði hann keypt sér lestarfarmiða á fyrsta farrými. Þegar starfsmenn lestarinnar sáu að hann var Indverji skipuðu þeir honum að fly tja sig y fir á þriðja farrými. Hann neitaði. Fyr- ir vikið var honum vísað úr lestinni á næsta viðkomustað hennar. Þá hét hann því að helga líf sitt baráttu gegn óréttlæti og verja rétt sinn sem Indverji og manneskja. Hann dvaldi lengur í Suður-Afríku en hann hafði upphaflega ætlað og stofnaði samtök sem börðust fyrir mannrétt- indum Indverja þar í landi en suð- urafrísk stjórnvöld unnu markvisst að því að takmarka og skerða þau. Gandhi skipulagði aðgerðir sem byggðu á borgaralegri óhlýðni og eftir sjö ár sá hann árangur erfiðis síns þegar stjórnvöld komu til móts við liröfur hans. Gandhi sneri aft- ur til Indlands árið 1914 og gerðist baráttumaður fyrir sjálfstæði lands síns. Hann öðlaðist aðdáun og virð- ingu heimsbyggðarinnar og var sárt syrgður þegar hann var myrtur árið 1948.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.