blaðið

Ulloq

blaðið - 07.06.2007, Qupperneq 24

blaðið - 07.06.2007, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 7. JUNI 2007 matur matur@bladid.net f§ blaöiö Sangría á pallinum Ef þú ætlar að hafa partí á pallinum þegar góða veðrið kemur er upplagt að byrja á því að búa til „velkomin“-drykk handa gestunum. Það getur t.d. verið sangría að spænskum sið. Hægt er að kaupa hann tilbúinn og síðan er ávöxtum og klökum bætt út í. Gott er að skera niður snittubrauð með því að kljúfa það fyrst í tvennt og síðan skipta því niður í 4-6 parta. Dreypið ólífuolíu yfir sárið á brauðinu, rífið hvítlauk yfir og stráið síðan góðum osti þar ofan á. Bakið undir heitu grilli í ofninum. Marenfza Poulsen i Café Flóru F Astin blómstrar í Grasagarðinum Grænmeti á grillið Það er ekki nauðsynlegt að grilla bara kjöt eða fisk. Grænmeti er mjög gott að grilla og hafa jafnt sem aðalrétt eða sem meðlæti með öðru. Hver og einn getur raðað sínu eftirlætisgrænmeti upp á grillspjót en einnig má leggja grænmetið á griliristina beint. Það er um að gera að láta hugmynda- flugið ráða þegar grillið er tekið fram. Tómatar Það er vel hægt að grilla tómata en best er að grilla þá heila eða hálfa. Gott er að skera þá í helminga, taka kjarnann úr og fylla þá með t.d. osti, sveppum eða kartöflumús. Þá er mjög gott að leggja tómat- sneiðar í álpappír ásamt fersku rósmaríni og smávegis ólífuolíu og leggja síðan á grillið. Paprika Paprika er einnig frábær á grillið. Hana er hægt að fylla eða skera niður, pensla með olíu, krydda með salti og pipar og setja beint á grillið. Paprikan breytir um bragð þegar hún hefur verið grilluð og verður sæt og góð. Maís Maísstönglar eru mjög góðir grillaðir. Hægt er að pensla þá með olíu og setja beint á grillið en einnig er hægt að pakka þeim inn í álpappír með skvettu af rauðvíni. Grillið í 20-30 mínútur. Grillspjót Gott grænmeti til að setja upp á grillspjót er til dæmis: Sveppir, paprika í bitum, laukur, kúrbítur, agúrkur, blómkál, spergilkál en einnig má setja sveskjur eða aðra þurrkaða eða ferska ávexti. Grillspjót úr tré þarf að láta liggja í vatni í góða stund áður en þau eru sett á heitt grill. Hægt er að útbúa slík spjót og pakka vel inn áður en haldið er í ferðalag. Einnig er sniðugt að útbúa sósur og annað heima áður en haldið er af stað út á land en það sparar tíma við matreiðslustörf þegar á áfangastað er komið. Marentza Poulsen heldur upp á tíu ára afmæli Café FlóruíGrasagarð- inumíLaugardal á þessu sumri en hún hefur rekið staðinn öll árin. „Ég 'átti ekki von á að ég myndi endast í þessu svona lengi, gaf þessu þrjú ár. Hins vegar hefur aðsóknin alltaf verið að auk- ast og æ fleiri uppgötva þessa suð- rænu perlu sem hér er,“ segir Mar- entza og bætir við að þótt veðrið sé ekki alltaf ákjósanlegt til útisetu sé alltaf gott og hlýtt inni á veitinga- húsinu og gróðurilmur í lofti. „Ég vildi auðvitað hafa betra veð- ur þar sem aðsóknin er enn meiri á góðviðrisdögum en ég hef tekið eftir því að fólk leitar eftir sumarst- Ferskt salat með léttmarineraðri lúðu ■ Setjið blandað ferskt salat á disk ■ Skerið lúðu í þunnar sneiðar og penslið með safa úr 1/2 sí- trónu og 100 ml ólífuolíu. B Látið standa í hálftíma eða lengur eftir því hversu hrá lúðan á að vera. B Það er auðvitað smekksatriði hvers og eins. B Þræðið síðan lúðuna á prjóna og berið fram með salatinu. B Hellið smá dressingu yfir salatið. Dressing: 50 g salthnetur fínt saxaðar 80 g bananar, vel stappaðir 4 msk. balsamedik 4 msk. ólífuolía 1/4 rauður chili, fínt saxaður 4 msk. sítrónusafi smá salt og pipar Öllu blandað vel saman B Ef dressingin er of þykk má þynna hana með vatni. I Þetta þolir alveg að standa í nokkra daga - verður reyndar bara betra. þriöjudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 Sumarstemning Marentza Poulsen heldur upp á tíu ára afmæli Café Flóru í Grasá- garöinum í sumar. Mynd/Ásdlí Ásgeirsdóttirl „Vertu ekki dapurþótt veðr- ið sé slæmtþví sólarstemn- ingin erhérhjá mér, segi ég oft við fólk og margir hugsa einmitt þannig." emningu hérna. Vertu ekki dapur þótt veðrið sé slæmt því sólarstemn- ingin er hér hjá mér, segi ég oft við fólk og margir hugsa einmitt þann- ig. Einnig hef ég tekið eftir því að töluverð aukning er í því að pör eða hjón fái sér göngutúr hér um garð- inn á kvöldin og setjast svo inn til mín og fá sér eitthvað létt að borða og rauðvínsglas. Ástin blómstrar hér í garðinum. Það er svo fallegt að sjá það,“ segir Marentza. Café Flóra er opin til kl. tíu á kvöldin og Marentza segir að þótt mesta traffíkin sé í hádeginu þá sé hún alltaf að aukast á kvöldin. „Við opnum staðinn í kringum miðjan maí og höfum opið fram í septemb- er. Ég breyti matseðlinum eitthvað á hverju sumri en þó verð ég alltaf að hafa kjúklingasalatið mitt í boði því það eru svo margir sem koma eingöngu til að fá sér það og þeir koma aftur og aftur. Súpurnar eru einnig vinsælar en þær eru mat- armiklar og búnar til hér, eins og reyndar brauðin og allt annað.“ Marentza er fræg fyrir danska smurbrauðið sitt og það er auðvit- að líka í boði fyrir gesti Café Flóru. Margir koma til hennar til að fá sér smurbrauð, öl og snafs, eins og hún útskýrir sjálf. Eins og þeir vita sem hafa gengið um Grasagarðinn í Laugardal þá er umhverfið gríð- arlega fallegt og Marentza hefur hug á að hafa lifandi tónlist í sum- ar í tilefni afmælisins. Páll Óskar og Monika eru líka alltaf með sól- stöðutónleika. „Hljómburðinn er frábær hérna og þess vegna væri mjög gaman að hafa fleiri tónlistar- viðburði hér.“ Marentza er með tíu manns í vinnu en starfsmenn voru einungis þrír fyrsta árið. „Við viljum sinna kúnnanum vel,“ segir hún. Á veturna er hún með smur- brauðsnámskeið bæði í höfuðborg- inni og víða um landið auk þess sem hún sér um jólahlaðborð í nóv- ember og desember. „Ég tek mitt sumarfrí í janúar eða febrúar," seg- ir Marentza sem gefur hér lesend- um Blaðsins ljúffenga uppskrift. Austurlenskt grillspjót Grillspjótin eru vinsæl og hér kemur mjög góð uppskrift sem er einfalt að gera. Þeir sem eru á leið í ferðalag ættu að marinera kjötið og þræða upp á spjótið áður en lagt er af stað því kjötið er betra eftir því sem það er lengur í kryddleginum. Uppskriftin er miðuð við fjóra. • 8oo g beinlaust lambakjöt, skorið í bita • 16 hvítlauksrif, gott er að grilla hvítlaukinn eða baka áður • í límóna, skorin í báta • safi úr einni límónu • 2 msk. fínt saxaður, ferskur kóríander • Teriyaki-sósa Leggið kjötið í Teriyaki-sósuna. Þræðið bitana upp á spjót og legg- ið límónubáta og heil hvítlauksrif á milli. Kreistið límónusafa yfir og stráið ferskum kóríander yfir. Grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með hrísgrjónum og súrsætri sósu. Hægt er að kaupa til- búna sósu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.