blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 blaöiö Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra: Erum ekki samkeppnishæfir ■ Refsingar hugsaðar sem herkostnaður ■ Vill tvöfalda starfsmannafjölda ■ Dæmt inni á skrifstofum eftirlitsaðila Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net „Viðskiptalífið hefur náttúrulega breyst raikið á síðustu árum og efna- hagsbrotin breytast eðlilega í takti við það. Eftir því sem íslendingar eignast meiri peninga, verður meira til að stela og meira til að svíkja undan skatti,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brota hjá Ríkislögreglustjóra, um aðstæður deildarinnar sem hann stjórnar. Hann segir deildina bæði vera of fámenna og skorta fjármagn til að geta tekist með viðunandi hætti á við það nýja umhverfi sem nú er til staðar á Islandi. „Fyrir átta til níu árum, þegar ég var að byrja hérna, vorum við að taka á fjárdrætti eða -svikum upp á 20 til 30 millj- ónir. Það þóttu miklar upphæðir á þeim tíma. Núna erum við farin að sjá mál sem snúast um milljarða í til- raunum manna til fjársvika." Að sögn Helga hefur deildin þó þró- ast eftir bestu getu í takt við þessar samfélagsbreytingar. „Við höfum byggt upp töluvert af reynslu og þekkingu. Á síðari árum höfum við líka fengið til starfa lögreglumenn sem hafa menntað sig í viðskipta- fræðum og erum ríkari að því leyti. En það er spurning hvort við verðum ekki í auknum mæli að fara að leita að viðskiptafræðingum og viðskipta- lögfræðingum til að starfa í þessum rannsóknum. Leita til manna sem hafa reynslu úr viðskiptalífinu. Það kostar auðvitað allt peninga." Málin ná yfir nokkur landamæri „í alþjóðavæðingu viðskiptalífsins og útrás fyrirtækja felst að þau brot sem við erum að rannsaka eru að teygja sig mikið víðar um heiminn. Það er fjöldi ríkja sem lifir á því að hjálpa mönnum að fela peningana sína og við þurfum að fara þangað eftir upplýsingum. í dag erum við til dæmis að rannsaka mál sem tengjast níu þjóðríkjum í þremur heimsálfum. Við þurfum að hafa samskipti við lögregluyfirvöld í þessum löndum til að upplýsa þessi brot. Við þurfum að óska eftir að þau fari í handtökur, húsleitir, skýrslutökur og aðra gagna- öflun fyrir okkur. Við verðum líka að geta farið á staðinn til að fylgja málunum eftir því annars erum við kannski að fá upplýsingar sem nýtast ekki vegna þess að lögregluy firvöld á staðnum hafa ekki þekkingu á hvers konar rannsóknar er krafist. Það er ekki hægt að segja annars vegar að við viljum ekki láta nægilega mikla peninga i þetta, og hins vegar að gagnrýna að við séum ekki að standa okkur. Þetta helst auðvitað í hendur. Annaðhvort rannsökum við brotin og höfum þau úrræði sem til þarf eða afbrotamenn geta ákveðið að fara með fjársvikin sín yfir nokkur landamæri til að koma í veg fyrir að rannsóknin nái tilgangi sínum. Mér þykir það ekki ásættanlegt." Vill tvöfalda starfsmannaijölda Hann segist hafa áhyggjur af þess- ari þróun mála. „Ég er ekki tilbúinn að segja að hér sé allt í fínu lagi og að við séum að ráða við þetta allt saman. En við erum að gera margt mjög vel. Sakfellingaprósentan hjá okkur er vel yfir níutiu prósent og hærri en á hinum Norðurlöndunum. Þó getum við oft gert betur og það vanalega í mjög áberandi málum. Núna erum við, gróflega áætlað, með 20 til 30 mál í meðferð. Við erum með sextán og hálft stöðugildi. Til að geta lokið öllum þessum málum á eðlilegum hraða þá þurfum við hins vegar meira til. Við þurfum að hefja fleiri rannsóknir að eigin frumkvæði I þessu umhverfi er nefnilega vandinn sá að halda í starfs- fólk sem kann þetta fag. Þeir eru iðulega komnir í hitt liðið á tvöföldum íaunum eftir örfá ár með alla sína reynslu héðan, eii iki 1 n 1 lögfræðingarnir. Blaðiö/Eýþór og ég tel ekki óraunhæft að miða við tvöföldun á starfsmannafjölda á ekki mjög löngum tíma. Þá þurfum við að sækja þekkingu og menntun fyrir fólk en slík þekking er oft sérhæfð og bara að finna erlendis. Svo þurfum við náttúrulega fjár- magn. 1 þessu umhverfi er nefni- lega vandinn sá að halda í starfsfólk sem kann þetta fag. Þeir eru iðu- lega komnir í hitt liðið á tvöföldum launum eftir örfá ár með alla sína reynslu héðan, einkum lögfræðing- arnir. Á meðan erum við með nýút- skrifað fólk sem við erum að þjálfa og vonast til að geta haldið í en vitum að við missum líklega eftir ákveðin tíma. Þá er mikilvægt að fjölga saksóknara- stöðum sem gefa stöðu og laun sem gera fleiri lögfræðingum tækifæri á að gera þetta að framtíðarstarfi. Herkostnaður Á síðustu árum hefur færst í vöxt að eftirlitsaðilar geti lagt á menn og fyrirtæki stjórnvaldssektir, sem Málið gegn olíuforstjórunum: Þurfum að fá efnislega meðferð „Ég gaf út ákæru í des- ember þegar ég var við störf hjá Ríkislögreglu- stjóra. Lögmenn olíufor- stjóranna eyddu miklum tíma í undirbúning sinn, skiptu efninu á milli sín og nutu aðstoðar fleiri lögmanna í þeim undir- búningi. Ég hafði á þessum tíma ekki á að skipa lögfræðingi sem ég gat nýtt í þessu máli og reiknaði út að ég hefði þurft að byrja í okt- óber að undirbúa málflutningin til að eyða jafnmiklum tíma í hann og hinir. Þetta er veruleik- inn. Ég hefði þurft fjóra til fimm aðra með reynslu í þetta með mér með sama vinnumagn og á jafnréttisgrundvelli. Ég er ekki að segja að þetta skipti sköpum, en það skiptir án efa máli. Ég vil taka það fram að það er ekkert athugavert við að sakborningar njóti þeirrar aðstoðar lögmanna sem fæst, en legg áherslu á að við verðum að geta mætt þessu með sama hætti. Það hefur borið á frávísunum efnahagsbrotamála fyrir dómi og það vekur upp spurningar. Hverju í niðurstöðu þessa máls, fyrir- mælum og athugasemdum Hæsta- réttar getum við brugðist við þannig að rétturinn sé sáttur við það? Margt af því sem hefur verið kallað áfellisdómur yfir ákæru- valdinu eru í raun í það minnsta að stórum hluta tilkomið þar sem nýjar og meiri kröfur eru gerðar nú en hafa verið gerðar áður í svona málum. Ég hef áhyggjur af þróun þessara mála á Islandi því það er augljóst að dómafram- kvæmd í nágrannalöndum okkar er á annarri leið. En hvaða for- sendur eru til þess hér þar sem akademísk fræðimennska á þessu sviði er í lágmarki miðað við þar og byggir á sömu lagahefð? Og er samræmi í dómum Hæstaréttar að þessu leyti? Það er mikilvægt að við fáum efnislega meðferð í þessum málum og þá niðurstöðu um hvort menn séu sekir eða saklausir í stað þess að þetta snú- ist alltaf um einhver formsatriði. Þess utan er náttúrulega ekki eðli- legt að sakborningar þurfi að sitja undir endurtekinni málssókn árum saman.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.