blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 11

blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 11
blaöið MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 11 oft eru ekki gerðar opinberar. Helgi vill að þeim sem gerast sekir um stórfelld efnahagsbrot verði refsað með opinberari hætti. „Annars er hættan sú að refsingarnar verði hugsaðar sem herkostnaður. Ef það kemst upp um menn í eitt skipti af tíu þá er hættan sú að þeir borgi ein- faldlega sekt og þakki fyrir að engin viti af brotinu. Þá er þetta orðið eins og að menn séu að kaupa sig út úr ábyrgð með greiðslu sektanna. Það má svo alveg velta því fyrir sér hvort sektirnar séu nógu háar. Við erum eiginlega með úreltar heimildir til sektargerða miðað við það sem er að gerast í kringum okkur, til dæmis í Noregi, þar sem ákæruvaldið leggur milljarða sektir á einstaklinga og félög eftiratvikumogbrotum. Þágetamenn valið um að borga eða vera ákærðir vilji þeir freista gæfunnar fyrir dómi. Þetta er sett í opinbera meðferð og þá upplýst ef menn kjósa að undirgang- ast sektina. Þeir fá kannski einhverjar ívilnanir fyrir að hafa valið þá leið en sættast við og viðurkenna að þeir hafi gert eitthvað rangt. Þessi leið er þekkt til dæmis vegna umferðarbrota hér á landi en sektarhámarkið kemur í veg fyrir að þetta sé raunhæft úrræði í efnahagsbrotum.“ Skrifstofudómar Helgi telur að refsi- og sektarheim- ildir eftirlitsstofnana eigi heima inni á borði saksóknara efnahagsbrota. „Það hafa verið gerð mistök að mínum dómi í þróun þessa kerfis á síðustu árum. Það hafa vaxið upp eftirlitsað- ilar hér og þar sem heyra undir hin og þessi ráðuneyti. Þar er verið að gæta ákveðinna afmarkaðra hagsmuna og þar hefur verið ásókn í að flytja refsi- heimildir inn í stjórnsýsluna. Þetta hefur verið rökstutt með því að að það sé svo þungt og flókið að fara með málin fyrir dómstóla. Það sé svo miklu einfaldara ef sami aðili rann- sakar, ákærir og dæmir menn inni á skrifstofum eftirlitsstofnana. í þessari þróun hefur hlutverk lögreglu og ákæruvalds í refsivörslu- kerfinu verið fyrir borð borið og ekki verið byggt undir þann hluta eins og eftirlitsaðilana. Uppbygging þessa kerfis þarf að vera heildstæð og hana verður að skipuleggja þannig að sam- ræmi sé í kerfinu. Það tel ég ekki vera í dag. Þegar hægt er að ljúka málum með stjórnvaldssektum án opinberrar málsmeðferðar geta sak- borningar í raun keypt sig frá opin- berri málsmeðferð. Þeir eru ánægðir með það að borga sektir og mótmæla þessu ferli ekki því þegar þú ert að eiga viðskipti upp á milljarða og það kemst upp um að þú sért eitthvað að svindla þá þarftu kannski að borga að hámarki 50 milljónir í sekt. Svo kemst ekkert upp um þig næst og þú heldur áfram með lífið. Ekkert skráð í sakarvottorð, engin vararefsing og engir álitshnekkir. En það er slíkt sem hefur varnaðaráhrif þannig að menn geri þetta ekki aftur.“ Styrkið okkur líka Hann segir nauðsynlegt að sak- sóknari efnahagsbrota sé inni í þeim áformum að styrkja eftirlit með íslenskum viðskiptaháttum. „Ég nefni stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í því samhengi þar sem verið er að tala um að styrkja fjármála- og samkeppniseftirlitið. Ég styð það að sjálfsögðu en geri þá ekki ráð fyrir öðru en að það eigi að styrkja saksóknara efnahagsbrota einnig því samkvæmt nýrri lög- gjöf sem gekk í gildi um áramótin eigum við að fá öll erfiðustu mál þessara eftirlita til rannsóknar og ákærumeðferðar. Ef þau eflast og fara að senda fleiri mál til okkar, hvað þá? Þá er flöskuháls hér ef ekkert verður að gert. Er þá næst að færa ákæruvaldið í þessum málum til eftirlitanna? Er það lausnin? Nei, ákæruvaldið á að vera hjá ákæru- valdinu sem heyrir undir ríkissak- sóknara. Það á ekkert að fara undir hin og þessi ráðuney ti eða stofnanir. Það er algjörlega út úr myndinni að fara með þetta í þá áttina, þótt ein- hverjum hafi dottið slíkt í hug.“ Geta sektað um 300 þúsund Helgi er ósáttur við þau úrræði sem löggjafinn gerir honum kleift að beita í ákærumeðferð sinni. „Við getum gert svokallaðar lögreglusáttir. Þær gefa okkur heimild til að semja við menn um 300 þúsund króna sekt og þá þarf ekki að ákæra í málinu. Fjármálaeftirlitið getur sektað ein- stakling um 20 milljónir og félag um 50 milljónir. Samkeppniseftirlitið getur ákveðið eitthvað einhliða inni á skrifstofu, gefið mönnum andmæla- rétt og sektað þá síðan um milljarða, og aðrir eftirlitsaðilar hafa svipuð úr- ræði. Við viljum fá þessar sektarheim- ildir þannig að við getum afgreitt þessi mál svona. Það er eðlilegt að þau séu i heildstæðu ferli hjá lögreglu og ákæruvaldi í þessari refsimeðferð, ekki ákveðin á skrifstofum eftirlitsað- ilanna. Við eigum ekki að gera þá að rannsakanda, ákæranda og dómara." Menn standa ekki jafnt aö vígi fyrir dómi: Auðmenn ofar réttvísinni „Það er enginn sem gerir athugasemd við það að refsa manni sem stelur sér kókflösku á Laugaveg- inum og oft verður mikil umræða um lítil mál sem valda takmörkuðum skaða. Þegar hvítflibbar eiga í hlut og það fréttist að þeir hafi jafnvel stungið ævitekjum verkamanns- ins undan skatti skapast oft engin opinber umræða um málið. Það er þetta sem ég vil að fólk vakni til vitundar um. Þessir hags- munir almennings sem við erum að berjast fyrir eru svo gríðar- lega miklir. Þessir menn sem við fáumst við eru í þeirri að- stöðu að geta svipt okkur starfinu, eignunum og eftirlaununum. Menn eiga að standa jafnt að vígi fyrir dómi og þannig er það almennt. En það er alveg ljóst að í þungum og flóknum málum þar sem þarf að vinna úr miklu magni upplýsinga skiptir máli hvort þú ert með tíu lögmenn á bak við það, eins og getur verið raunin, eða hvort það eru einn eða tveir frá okkur sem hægt er að fórna í málið. Þetta kemur auðvitað niður á ár- angrinum. Það getur ekki annað. Þá verður einnig að líta til þess að umræðu um efnahagsbrot er oft stýrt af sakborningum og ákæru- vald og lögregla getur átt bágt með að verja hendur sínar í opinberri umfjöllun. Ég tel að fólk verði að hafa í huga að opinberir eftirlitsað- ilar, lögregla og ákæruvald, eru að gæta hagsmuna almennings gegn ofurvaldi fjármagnsins. Ef þessir aðilar eru of veikir til að halda uppi lögum og reglu, hver gerir það þá? Almenningur ætti því að reyna að setja sig vel inn í málin áður en það fellir dóma yfir þessum stofnunum og lætur afvegaleidda umræðu hafa áhrif á sig.“ Fáðu meira fyrir ferðina Velkomin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Aukið rými og bætt þjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Umfangsmiklai breytingar hafa staðið yfir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu misserin. Verslunar- og þjónusturýmið hefur ríflega tvöfaldast og fjölmargir nýir rekstraraðilar bæst í hópinn. Veitingastöðum fjölgar jafnt og þétt og úrval verslana og vöruframboð hefur aldrei verið glæsilegra. Fáðu meira - mættu fyrri Við hvetjum alla farþega til þess að mæta timanlega og njóta alls þess sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur upp á að bjóða. Hægt er að nálgast upplýsingar um þjónustu flugstöðvarinnar á airportis. Munið! Innritun hefst 2 tímum fyrir brottför! ferð til fjár FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.