blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 12
blaðið blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Atvinnuleysi og nýr veruleiki Það sem helzt stingur í augu í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytisins frá í gær eru atvinnuleysistölurnar, sem ráðuneytið spáir á næstu tveimur árum. Undanfarin ár hefur spurn eftir vinnuafli verið meiri en framboðið. Gríð- arleg spenna hefur verið á vinnumarkaðnum og umframeftirspurninni verið mætt með því að ráða útlendinga í vinnu. Atvinnuleysi hér á landi mældist i,i% í síðasta mánuði og hefur aldrei mælzt minna á þessum tíma árs. Á árinu eru horfur á að atvinnuleysið verði 1,6%. Nú spáir fjármálaráðuneytið hins vegar 3,9% atvinnuleysi á næsta ári og 4,5% á árinu 2009. Atvinnuleysistölur af þessu tagi hafa ekki sézt síðan um miðjan síðasta áratug. Árin 1993 til 1997 var atvinnuleysið á bilinu 4-5%. Það voru erfiðir tímar fyrir margar fjölskyldur. Sjálfsagt eru margir búnir að gleyma því, en fyrir þingkosningarnar árið 1995 var atvinnuleysið eitt helzta kosningamálið. Spá fjármálaráðuneytisins er háð ýmsum óvissuþáttum, til dæmis því hvort hér verður af nýjum stóriðjuframkvæmdum. Gangi hún hins vegar eftir, er ljóst að eftir eitt til tvö ár munu þúsundir manna, sem vilja vinna, ekki hafa atvinnu. Slíkt er alltaf þungbært. Fótunum er kippt undan fólki fjárhagslega, það getur ekki staðið við skuldbindingar sínar og andlegar afleiðingar langvarandi atvinnuleysis eru oft ekki síður alvarlegar en þær fjárhagslegu. Fari svo að atvinnuleysi vaxi hér á ný, mun það gerast við aðstæður sem eru engan veginn sambærilegar við það sem gerðist á síðasta áratug. Um 6% íbúa landsins eru erlendir ríkisborgarar. Þar við bætist að hátt á sjötta þúsund útlendinga hefur á undanförnum árum fengið íslenzkan ríkisborg- ararétt. Þetta er alveg nýr veruleiki. Líklegt er að margir útlendingar með tímabundin atvinnuleyfi hverfi héðan ef atvinnuleysi eykst. En jafnframt er ljóst að margir útlendingar munu áfram verða í starfi á sama tíma og innfæddir íslendingar missa vinnuna eða fá ekki starf strax að loknu námi. Dæmin frá nágrannalöndunum sýna að í aðstæðum af þessu tagi liggur mikil hætta á kynþáttahatri og fordómum gagnvart fólki, sem er af erlendu bergi brotið, jafnvel þótt það hafi fengið ríkisborgararétt og aðlagazt nýju samfélagi. Við eigum að leitast við að læra af reynslu annarra af að glíma við slík vandamál. Fræðsla til að fyrirbyggja fordóma á ekki sízt að beinast að yngstu hóp- unum, sem aldrei hafa áður kynnzt atvinnuleysi. Og forsvarsmenn stéttar- félaga mega sízt allra falla í þá gryfju að saka útlendinga um að taka vinn- una af innfæddum, eins og stundum hefur bryddað á, bæði hér og í öðrum löndum. Við eigum ekki að láta þær hættur, sem felast í atvinnuleysi við þessar nýju aðstæður, koma okkur á óvart heldur búa okkur undir að takast á við þær. Ólafur Þ. Stephensen Oott til endurvinnslu Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 5103700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Norm-X Heitir pottar íslensk framleiðsla Heimasíðan okkar er www.normx.is 1 Norm-X hefur frá 1982 sérhæft sig T framleiðslu heitra potta sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel. Við bjóðum einnig allan tengibúnað, nudd og Ijösabúnað og tvær gerðir af lokum. Samstarfsaðili okkar á Akureyri er Tjalda- og Seglaþjónustan ehf. sími 461-5077 Grettislaug 1500L Setlaug 2050 L með legubekk Setlaug 1200 L Snorralaug 2000 L Norm-X Auöbrekku 6 Kópavogi Sími 565-8899 www.normx.is normx@normx.is 12 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 SALfM Ri/SPlf WGGlvmm VlM FR7.U MllMn ob Hvað er að gerast í Afganistan? Fréttir berast af því að mannfall í Afganistan hafi verið yfir 100 manns einn daginn í vikunni. Sumir segja að það hafi verið miklu meira. Rík- isstjórn landsins virðist ekki hafa stjórn á landinu. Sumir segja að ríkisstjórn landsins hafi ekki einu sinni fulla stjórn á höfuðborginni Kabúl. Meir en 5 ár eru liðin síðan Bandaríkjamenn flæmdu stjórn talibana frá völdum og sprengdu síðan allt hvað af tók og leituðu um fjöll og firnindi, sérstaklega um fjöll, að Osama bin Laden og hans illu A1 Quaida-liðum. Ekki tókst að finna Osama en fjöldi unglinga var hnepptur í fangelsi Bandaríkja- manna og fluttur til Guantanamo- búðanna á Kúbu. Fáir höfuðpaurar hryðjuverkasamtakanna fundust þó því miður. Unglingarnir sem Banda- ríkjamenn tóku höndum og hafa haldið föngnum án dóms og laga í Guantanamo er kafli út af fyrir sig og til mikillar hneisu fyrir Banda- ríkin og fleinn í holdi allra sem gera kröfu til að allir menn njóti virð- ingar og mannréttinda. Aður en Bandaríkin réðust inn í Afganistan og studdu uppreisn- armenn gegn talibönum til valda í landinu hafði Afganistan verið í samfelldri borgarastyrjöld og styrj- öld við Rússa um tveggja áratuga skeið. Gríðarlegt mannfall hafði orðið og fjöldaflótti frá landinu. Afganistan var eitt besta dæmi um ríki mistakanna, ríki ógæfunnar. Miðaldarefsingar Sharia-laganna og kvennakúgun var einkennandi fyrir landið. Þegar talibönum var komið frá völdum vonuðust margir til þess að nú mundu nýir og betri tímar renna upp í þessu stríðshrjáða landi. Stjórn Hamid Karsai var sett á laggirnar af Bandaríkjamönnum og studd af Evrópubúum. Hamid Karsai var Bandaríkjamönnum að góðu kunnur og hafði unnið fyrir bandarískt fjölþjóðafyrirtæki áður en hann var gerður að forseta. Mikhr fjármunir runnu til uppbygg- ingar í Áfganistan og margir, þar á meðal sá sem þetta ritar, vonuðust til að nú mundu renna upp bjart- ari tímar fyrir fólkið í Afganistan. Jón Magnússon Nýju ríkin á vesturlandamærum Afganistans studdu þessar aðgerðir Bandaríkjanna og gerðu sér senni- lega betur grein fyrir því en margir aðrir að það skipti miklu að vel tæk- ist til við að koma á lögum og reglu í Afganistan. En hvar er stuðningur þeirra nú? Síðan hafa árin liðið og fréttir sem berast frá Afganistan eru langt frá því að vera uppörvandi. Þrátt fyrir allan stuðningin sem að ríkisstjórn Hamid Karsai hefur fengið. Þrátt fyrir kosningar þar sem hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og þrátt fyrir að her og lögregla Afgan- istans hafi verið í þjálfun þessi ár, þá hefur ríkisstjórn Hamid Karsai tæp- ast stjórn á höfuðborginni Kabúl, hvað þá öðrum hlutum landsins. Bandaríkjamenn og NATO-her- menn hafa komið sér fyrir í landinu og síðustu fregnir herma að þess gerist nú þörf að fleiri hermenn fari til Afganistans því að talibanar séu að eflast í landinu. Þá berast fregnir af því að framleiðsla á ópíumi hafi aldrei verið meiri í Afganistan en sl. ár. Þetta gerist þrátt fyrir það að fjölmennt herlið NATO og Banda- ríkjanna sé í landinu til að aðstoða ríkisstjórn landsins. Spurningin er hvers vegna er erlent herlið í Afganistan? Hvaða tilgangi þjónar vera þess í landinu? Hvaða markmiði þjónar vera hans? Er lík- legt að herliðið geti komið á friði í landinu? Er það hlutverk krakka frá Bandaríkjunum, Kanada og Evr- ópu að vera skotmark í Afganistan? Vegna hvers? Til hvers? Mundi ein- hver sem þetta les vilja að dóttir hans eða sonur hættu lífinu í Afganistan? Af hverju ættu þau að gera það? Þeim mun lengur sem erlendur her dvelur í landi eins og Afganistan þeim mun líklegra er að á hann verði litið sem nýlenduher eins og síðast herlið Rússa. Geti ríkisstjórn Hamid Karsai ekki starfað og haldið lögum og reglu af sjálfsdáðum þá munu herir Bandaríkjamanna og NATO ekki geta það og munu lenda í stöðugt alvarlegri vandamálum og auknum skærum. Fleiri hermenn megna ekki að breyta því. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins Klippt & skorið Oddviti Framsóknar í Kópavogi og for- maður bæjarráðs, Ómar Stefánsson, er liðtækur á ýmsum sviðum. Ómar er þekktur í bloggheimum meðal annars fyrir að treysta því að kjósendur væru ekki „fífl" þegar fyrstu skoðanakannanir í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosn- inganna sfðast lágu fyrir og sýndu fylgishrun Fram- sóknar. Ómar fann einnig fyrir „miklum með- byr" eftir að flokkurinn tapaði 20 prósenta fylgi að þeim kosningum loknum. Nú skrifar Ómar á heimasfðu sinni um þá ákvörðun bæjar- stjórnar að gefa íbúum frítt í strætó. Ekki lætur hann þar við sitja heldur birtir samsetta mynd þar sem hann stendur vígreifur fyrir framan strætisvagn og hefur á myndinni nefnt vagn- inn í höfuðið á sjálfum sér. Niðurstöður breskrar könnunar meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára eru merkilegar og um leið tímanna tákn en meðal annars var spurt hvaða listamenn stæðu upp úr í huga unga fólksins í landinu. Hefð- bundnar klassískar hetjur bókmennta, tónlistar og myndlistar á borð við Beet- hoven, Mozart, Picasso, Shakespeare, Chagall, Renoir eða Twain áttu ekki upp á pallborð enskra ungmenna árið 2007. Heiðurinn hlotnast Walt Disney og Will Smith ásamt fleirum. Aðeins tveir lista- menn voru á toppnum sem flokka mætti sem klassíska, Da Vinci og Jane Austen, en það er fremur rakið til nýlegra vinsælla kvikmynda byggðum annars vegar á sögum Austen og kóða DaVincihins vegar. Aldrei hafa fleiri bókað ferðir með Nor- rænu frá Seyðisfirði en nú í sumar og er sigling orðin vinsælli ferðamáti en áður var. Rekstur Smyril-Line, sem rekur Nor- rænu, gengur vel eftir mörg mögur ár og bjart- sýni ríkir með reksturinn í framtíðinni. f Noregi erslíkufagnað og góðtil- boð bjóðast þeim Norð- mönnum sem hug hafa að sækja fsland heim frá Bergen. Býðst þeim að taka fjallajeppa sinn með og gista í glugga- lausri káetu fyrir rúmar 31 þúsund krónur á hvern ferðalang. Ekkert slíkt er í boði hér. Hafi landinn hug að heimsækja Bergen með fjalla- bílinn og sams konar káetu greiðast 45 þúsund krónur fyrir þann munað á hvern haus. albert@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.