blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 15
blaðið MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 2? kolbrun@bladid.net Afmælisborn dagsms ULUAN HELLMAN LEIKSKÁLD, 1905 ERROL FLYNN LEIKARI, 1909 Frumleg og kröftug markaðssetning öfuðborgarstofa fékk nýlega sérstaka viður- kenningu á ársþingi samtakanna Europe- an City Marketing í Aþenu fyrir gott markaðsstarf og kynningu á Reykjavík. Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menn- ingar- og ferðamálasviðs, tók við verðlaununum í Aþenu fyrir hönd Höfuðborgarstofu. „Verðlaunin skipta mjög miklu máli, eru mikil hvatning og viður- kenning fyrir starfsfólk Höfuðborg- arstofu sem hefur unnið hörðum höndum að markaðssetningu og kynningu á Reykjavík. Þau skipta líka máli í samstarfinu við kolleg- ana á þessum vettvangi en þar eru 130 Evrópuborgir. Mér þótti afar vænt um viðbrögð forsvarsmanna hinna borganna sem áttu fulltrúa í Aþenu en þau voru undantekningar- laust mjög góð og sýna að lykilfólk í ferðaþjónustu í Evrópu hefur tekið eftir því sem við erum að gera,“ seg- ir Svanhildur. Svanhildur Konraðsdóttir „Tækifærin til aö efla Reykjavík sem áfangastað og menningarborg eru því óþrjótandi og bíða aðeins eftir því að við grípum þau. Blómlegt mannlíf og spennandi menning Höfuðborgarstofa tók formlega til starfa um áramótin 2002 - 2003 og spratt upp úr þeim jarðvegi sem til varð á menningarborgarárinu 2000. „Þá var í fyrsta skipti farið að kynna Reykjavík og markaðssetja hana í samhengi við menningu. Fram að þeim tíma var Reykjavík meira eins og áfangastaður er- lendra ferðamanna á leiðinni eitt- hvað annað. Þeir létu sig hafa það að stoppa í Reykjavík á leiðinni upp á fjöll og firnindi. Með menn- ingarborgarverkefninu var hins vegar farið að horfa á Reykjavík sem áfangastað í sjálfu sér og sér- staklega sem menningarborg sem hefði upp á áhugaverða upplifun og menningu að bjóða,“ segir Svan- hildur. „Síðustu fjögur árin höfum við hjá Höfuðborgarstofu verið að koma þessum skilaboðum á fram- færi undir yfirskriftinni: Pure Energy. Pure Energy stendur fyr- ir hreina orku og náttúru en ekki síður fyrir sköpunarkraft, ákveðið frumkvæði, frumkvöðlahugsun og gerjun sem einkennir menning- arlífið á íslandi. Við höfum verið með fjölbreytta útgáfu, höldum úti öflugu vefsvæði og höfum tek- ið þátt í að stofna sjóði sem styrkja íslenska listamenn til að koma sér á framfæri erlendis. Með slíkum áherslum á skapandi markaðssetn- ingu fæðast þau skilaboð að hér sé blómlegt mannlíf og spennandi menning.“ Hörð samkeppni Svanhildur segir starfsemi Höf- uðborgarstofu vera í stöðugri þró- un. „Maður markaðssetur ekki eða kynnir starfsemi í eitt skipti fyrir öll,“ segir hún. „Við erum í mjög harðri samkeppni, ekki við aðra staði á íslandi heldur við aðr- ar borgir í Evrópu. Meðan hörð samkeppni er í gangi og markaðs- skrifstofur samkeppnisborganna eru stöðugt að þróa nýjar leiðir og efla sína miðla þá er ekki um neitt annað að ræða fyrir okkur, ef við ætlum að halda okkar stöðu, en að vera á tánum og reyna alltaf að ýta okkur aðeins framar. Vörumerkið Pure Energy er í mínum huga eins og lifandi vera sem þarf að hugsa vel um. Gott vörumerki borgar þarf líka að endurspeglast í öllum þáttum - ekki aðeins á glanspapp- ír bæklinganna. í þessu sambandi höfum við þróað skemmtilega viðburði og borgarhátíðir, erum í samstarfi við ýmsa lykilaðila sem tengjast vistvænni orku og virkj- um skapandi fólk úr öllum áttum til þess að vinna með okkur að út- breiðslu fagnaðarerindisins. Reykjavíkurborg leggur nú vax- andi áherslu á alþjóðleg samskipti af ýmsu tagi og því fylgja verulega mörg og dýrmæt tækifæri. Ég er til dæmis nýkomin frá Frankfurt þar sem borgarstjóri opnaði mánaðar- langa menningarhátíð sem að hluta er tileinkuð Reykjavík. Af þessu tilefni voru birt viðtöl við hann í þýskum fjölmiðlum og umfjöllun um Reykjavík sjaldan verið meiri á þeim markaði. Tækifærin til að efla Reykjavík sem áfangastað og menningarborg eru því óþrjótandi og bíða aðeins eftir því að við gríp- um þau.“ Verðlaunaathöfn á íþróttaleikvangi Svanhildur segir verðlaunaat- höfnina í Aþenu hafa verið sérlega ánægjulega. „Þetta var óskaplega skemmtilegt, sérstaklega af því ég bjóst ekki við neinu. Við vorum tilnefnd ásamt fjórum öðrum borg- um og sumar af þeim eru algjörar kanónur með tugi starfsmanna og gríðarlega peninga. Ég hugsaði með mér að það væri alveg af og frá að við fengjum verðlaun en það væri gaman að fá tilnefningu. Það kom því mjög á óvart þegar formaður dómnefndar tilkynnti að nefndin gæti ekki látið hjá líða að veita sér- staka viðurkenningu fyrir frumlega og kröftuga markaðssetningu sem þau töldu hafa náð miklu lengra en búast mætti við í ljósi smæðar Höf- uðborgarstofu og ungs aldurs. Verð- launaathöfnin fór fram á íþrótta- leikvangi þar sem 200 manns voru í hátíðarkvöldverði undir beru lofti og sviðið var eins og rokktónleika- svið. Þetta var alveg frábært. Ég gæti hugsað mér að gera þetta á hverju ári!“ Viktona tekur við ríkinu Á þessum degi árið 1837 tók Vikt- oría drottning við bresku krúnunni eftir dauða frænda síns Vilhjálms IV. Viktoría var einungis 18 ára gömul en ríkti í 63 ár, sem er lengsti valdatími í sögu breska konung- dæmisins. Árið 1840 gekk Viktoría að eiga frænda sinn, hinn þýska Albert prins. Þau eignuðust níu börn og hjónabandið var afar ástríkt. Albert lést árið 1861 og eftir dauða hans dró Viktoría sig í hlé frá opinberum skyld- um. Hún var harðlega gagnrýnd fyr- ir þetta og mjög dró úr vinsældum hennar. Eftir því sem árin liðu kom hún þó æ oftar fram opinberlega og tókst að endurheimta fyrri vinsældir. Þótt Viktoría hefði ekki pólitísk völd átti hún mikil samskipti við forsætis- ráðherra sína og gerði rækilega upp á milli þeirra. Þegar hún lést árið 1901 var hún orðin tákn fyrir gott siðferði og skyldurækni. Sumarhefti Þjóömála Sumarhefti tímaritsins Þjóðmála er komið út. Útgáfa Þjóðmála hófst haustið 2005 og kemur ritið út fjórum sinnum á ári — vetur, sumar, vor og haust. Meðal efnis er hinnMÁi úttekt á öllum PJUtlWIAL embættisveit- ingum Björns Bjarnasonar á ellefu ára ráð- herraferli þar sem komist er að þeirri niður- stöðu að ekkert sé hæft í fullyrðingum í frægri blaðauglýsingu að embættisveit- ingar Björns hafi verið umdeildar og gagnrýniverðar. Eiður Guðna- son segir ýtarlega frá upphafs- árum sjónvarpsfrétta í tilefni af staðhæfingum Ólafs Ragnars Grímssonar um að fréttamenn sjónvarps hafi í upphafi verið mjög hallir undir valdhafa. Vísar Eiður þessum ásökunum á bug. Undir yfirskriftinni „Hvað á nýja ríkisstjórnin að gera?“ skýra sex einstaklingar, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, (var Páll Jónsson, Ragnhildur Kolka og Sigrfður Á. Andersen, frá því hvað þeim finnst að ríkisstjómin eigi að hafa að leiðarljósi. Óli Bjöm Kárason veltir fyrir sér stöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Ijósi úrslita alþingiskosninganna. Þá fjallar Björn Bjarnason ýtar- lega um úrslit kosninganna og stjórnarmyndun. Margt fleira fróðlegt er að finna í tímaritinu. Mann(erföa)- fræði Gísla Út er komin þókin Lífsmark: Mann(erfða)fræði eftir Gísla Pálsson prófessor í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar Framfarir á sviði erfðafræði hafa stóraukið skilning á mannslík- amanum, heilbrigði og sjúkdómum. Mannfræðingar halda því fram að þessar fram- farir hafi umtalsverða félagslega og menningarlega þýðingu þar sem þær feli í sér róttækar breytingar á sjálfsskilningi fólks. Höfundur Lífsmarks sýnir fram á að mannfræðin varpar nýju og forvitnilegu Ijósi á mann- erfðafræði og líftæknina sem á henni er reist. Leidd eru rök að því að til að átta sig á þeim líffélagslegu umskiptum sem eiga sér stað um þessar mundir - og til að skilja flókið samspil erfða, lífveru og umhverfis sé nauðsynlegt að segja skilið við tvíhyggju náttúru og samfélags og setja spurningarmerki við erfðahyggju og hugmyndir um einangraða stofna. Á stöku stað Út er komin hjá Bjarti Ijóðabókin Á stöku stað - með einnota myndavél eftirÁrna Ibsen. Árni fékk heilablóð- fall fyrir tveimur árum og hefur verið alvarlega veikur síðan. Ljóðin skrifar hann eftir að hann áttar sig á að hann muni ekki ferðast framar og dregur upp Ijóslifandi myndir af nálægum og fjarlægum stöðum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.