blaðið - 29.06.2007, Qupperneq 2
2
FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007
blaðiö
Áfengi bara
í glerstúku
Stuðningsmaður
FH-inga íhugar
málssókn
Ónafngreindur stuðningsmaður
FH kannar nú rétt sinn til máls-
sóknar í kjölfar þess að honum var
fylgt úr stúku Laugardalsvallar af
lögreglu á leik liðsins við Val. Vallar-
stjórinn, Jóhann Kristinsson, segir
að lögregla hafi verið kölluð til vegna
áfengisneyslu stuðningsmanna FH.
„Það voru ákveðnir einstaklingar
með áfengi á sér og það var tekið
af þeim. Áfengisneysla stuðnings-
manna hefur þó ekki verið stórt
vandamál." Aðspurður um gler-
stúku vallarins þar sem áfengi er
drukkið meðan á leiktíma stendur
segir Jóhannes að það sé ekki brot
á lögum.
Mannamunur gerður
Annar stuðningsmannanna sem
var vísaðburtsegirgreinilegan mun
á því hvert nafn manna sé þegar
komi að því hvort þeir mega neyta
áfengis á vellinum. Annars hefur
hann ekki haldbærar skýringar
á málinu, sem stuðningsmanna-
hópnum þykir hið undarlegasta.
Hann hafi ekki verið með bjór.
bjorg@bladid.net
STUTT
• Ermarsund Benedikt Lafleur
hefur enn þurft að fresta sundi
sínu yfir Ermarsund vegna
veðurs. Hann reynir aftur um
helgina en Lafleur hefur frest til
14. júlí til að þreyta sundið.
• Ráðgjafi Dr. Inga Dóra
Sigfúsdóttir hefur verið ráðin
í tímabundna stöðu sem
ráðgjafi Guðlaugs Þórs Þórð-
arsonar heilbrigðisráðherra.
Verkefni hennar verður stefnu-
mótun í heilbrigðismálum með
sérstaka áherslu á forvarnir og
lýðheilsu.
• Orkusala Borgarráð sam-
þykkti í gær samning um
orkusölu Orkuveitu Reykjavíkur
til hugsanlegs álvers í Helguvík.
Minnihlutinn greiddi atkvæði
gegn samningnum vegna óvissu
um orkusölu vegna stækkunar í
Straumsvík.
Veikiraf klór-
gasmengun
Við sundlaugina
á Eskifirði
Klórgasmengunin á Eskifirði
Stöðvarstjóri fékk 30 daga dóm
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær stöðv-
arstjóra hjá Olís á Reyðarfirði í 30 daga skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að hafa af gáleysi valdið
klórgasmengun í sundlaug Eskifjarðar á síðasta
ári. Ungur sumarstarfsmaður, sem einnig var
ákærður, var sýknaður.
Mönnunum var gefið að sök almannahættu-
brot með því að hafa afgreitt og flutt 1000 lítra af
edikssýru i tanki sem merktur var Edikssýra 80%
í stað 1000 lítra af 15% klórlausn sem nota átti í
sundlaug Eskifjarðar. Þetta leiddi til myndunar
klórgass, sem er eitruð lofttegund, í klórtanki
sundlaugarinnar með þeim afleiðingum að 45
einstaklingar sem voru á svæðinu urðu fyrir eit-
uráhrifum gassins. Lýstu áhrifin sér aðallega í
sviða í augum, uppköstum, ertingu og verkjum
í öndunarfærum og lungum sem í alvarlegustu
tilvikum leiddi til mikilla öndunarerfiðleika.
Flestir þurftu á læknisþjónustu að halda og voru
nokkrir fluttir með sjúkraflugi til Akureyrar og
Reykjavíkur.
Stöðvarstjórinn þykir hafa sýnt af sér gáleysi
með því að lesa ekki á merkingar tanksins áður
en hann gaf meðákærða fyrirmæli um að flytja
hann til Eskifjarðar og dæla innihaldi hans á klór-
tank sundlaugarinnar. Sumarstarfsmaðurinn var
sýknaður í málinu með hliðsjón af ungum aldri,
stöðu hans hjá fyrirtækinu og því að hann hefði
fengið þau fyrirmæli frá yfirmanni sínum að
flytja klórtank til sundlaugarinnar. Jafnframt
með hliðsjón af því að edikssýra var ekki geymd á
lager og að hann hafði ekki flutt eða meðhöndlað
hana í starfi sínu. Þótti hann ekki hafa haft sér-
staka ástæðu til að efast um að á tankinum væri
klór.
ingibjorg@bladid.net
Efri-Brú fínpússuð
fyrir Götusmiðjuna
■ Starfsemin flytur
að Efri-Brú sem
mun heita Brúarholt
■ Þörfin mikil og
biðtíminn 1 ár
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Mummi i Götusmiðjunni er þessa
dagana önnum kafinn við að flytja
starfsemina yfir að Efri-Brú þar
sem Byrgið var til skamms tíma.
„Hér eru kassar út um allt og við
höfum verið að fram eftir nóttu. Svo
þarf ég að fylgjast með því að iðnað-
armennirnir, sem loksins tókst að fá
til starfa, hverfi ekki,“ segir hann í
gamansömum tón og tekur um leið
fram að héðan í frá verði heiti staðar-
ins Brúarholt.
Að sögn Mumma, sem heitir
fullu nafni Guðmundur Týr Þórar-
insson, þarf að fínpússa ýmislegt á
staðnum áður en starfsemin getur
hafist. „Hér er ekkert skemmt en
hér var margt óhreint og slitið. Það
hefur sums staðar þurft að skipta
um gólfefni og það eru þegar farnir
10 gámar í ruslið og nokkrir eftir.
Hér voru til dæmis bílhræ og öll úti-
hús full af drasli."
Yngra fólkinu komið annað
Stefnt var að því að opna Götu-
smiðjuna, sem hefur verið lokuð frá
miðjum júní, í nýju húsakynnunum
STAÐREYNDIR
W Götusmiðjan er sérhæft
^ meðferðarheimili fyrir ungt
fólk á aldrinum 15 til 20 ára.
► Meginvandi þeirra sem
sækja meðferð í Götusmiðj-
una er vímuefnaneysla,
afbrot og annar neikvæður
lífsstíll sem ekki er viður-
kenndur í samfélaginu, að
því er segir á heimasíðu
heimilisins.
um miðjan júlí en vegna skorts á iðn-
aðarmönnum tekst það ekki fyrr en
viku seinna. „Starfsemin hefur legið
niðri frá 15. júní. Við hættum að
taka inn skjólstæðinga á ákveðnum
tímapunkti og það voru allir útskrif-
aðir fyrir miðjan júní utan tveir.
Það eru krakkar með gott bakland
sem við þekkjum vel og við vinnum
í þeirra málum úti í bæ. Barnavernd-
arstofa hefur komið yngri skjólstæð-
ingunum fyrir annars staðar eftir
að við gerðum hlé á starfseminni
Tuttugu í Brúarholti
Götusmiðjan er með þjónustu-
samning við Barnaverndarstofu um
13 rými fyrir unglinga á aldrinum
15 til 18 ára. „Hitt fjármögnum við
sjálf. Þegar krakkar eru undir 18 ára
aldri eru þeir félagslegt vandamál
en daginn sem þau verða 18 ára eru
þau orðin sjúklingar og heilbrigðis-
vandamál sem er alveg fáránlegt.“
Að sögn Mumma greiðir Félags-
þjónustan 80 þúsund krónur fyrir
ungling sem er orðinn 18 ára og af
þeirri upphæð fara 4 þúsund krónur
á viku í vasapeninga.
„Við sjáum þeim fyrir fæði og hús-
næði og af því er augljóst að ekki er
mikið afgangs. Þetta stendur ekki
undir sér þannig og þess vegna
erum við að rella í samfélaginu og
selja geisladiska til að geta haldið
þessu úti. Við eigum að vera með
kennslu fyrir unglingana ef þeir eru
í 10. bekk þegar þeir koma hingað
en það er ekki hægt. Við fáum enga
peninga frá kerfinu til þess.“
Mummi gerir ráð fyrir að alls
verði unglingarnar að Brúarholti
um 20. „Þörfin er það mikil. Bið-
tíminn er 1 ár fyrir 18 ára og eldri.
Ef rúm losnar fer iðuleea einhver í
það.“
VILTU VITA MEIRA?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
Hefurðu hugleitt hvar þú
færð ódýrasta
ÞAÐ MUNAR
UM MINNA
Léttskýjað
Víða léttskýjað, en skýjað við austurströnd-
ina og sums staðar þokuloft. Hiti 10 til 18
stig suðvestanlands, en 5 tii 11 stig við
austurströndina.
Allt að 20 stig
Hæg austlæg eða breytileg átt. Súld eða
þokuloft sums staðar við suður- og austur-
ströndina, annars bjartviðri að mestu. Hiti
10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum norðan-
og vestanlands.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 25
Amsterdam 16
Ankara 34
Barcelona 25
Berlín 16
Chicago 22
Dublin 12
Frankfurt 16
Glasgow 12
Halifax 20
Hamborg 15
Helsinki 13
Kaupmannahöfn 16
London 18
Madrid 29
Milanó 24
Montreal 22
Múnchen 15
New York 26
Nuuk 4
Orlando 26
Osló 19
Palma 23
París 18
Prag 23
Stokkhólmur 21
Þórshöfn 9
STUTT
• Suðurlandsvegur Samband
sveitarfélaga á Suðurlandi vill að
framkvæmdir við tvöföldun Suð-
urlandsvegar hefjist sem allra
fyrst. Samtökin benda á, máli
sínu til stuðnings, að umferð um
veginn hafi aukist um fjórtán
prósent á milli ára.
• Umhverfismat Gróðursetn-
ing 150 milljóna plantna í
Þingeyjarsýslum sem mótvæg-
isaðgerð vegna fyrirhugaðs
álvers við Húsavík er háð
umhverfismati. Fréttastofa
Útvarpsins hefur þetta eftir
Stefáni Thors, skipulagsstjóra
ríkisins. Hann segir jafnframt
að sveitarfélaginu beri að gera
ráð fyrir gróðursetningunni á
aðalskipulagi.
Leiðrétt
Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt i blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.