blaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 38

blaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 blaóið FÓLK folk@bladid.net „Lyktin minnti bara á gamla góða tíma og að þjóðin er í grunninn bara eitt lítið sjávarþorp." Hvort fannstu skítalykt eða peningalykt í gær? Gísli Marteinn Baldursson er einn þeirra borgarbúa sem fundu megnan fnyk leggja yfir miðbæinn í gær, en fiskimjölsverk- smiðjan HB Grandi í Örfirisey var að framleiða beinamjöl, sem orsakaði lyktina. Slík lykt var löngum kölluð peningalykt því hún minnti menn á að vel gengi í sjávarútveginum. HEYRST HEFUR Þór Jósepsson, fyrrum herra ísland, hefur lítið verið í sviðs- ljósinu undanfarið. Hann dúkk- aði þó upp í Moggaboltanum svokallaða í gær, þar sem ýmsir blaða- og fjölmiðla- menn tengdir Morgun- blaðinu koma saman til knattspyrnuiðkunar. Skemmst er frá því að segja að pilturinn stóð sig með stakri prýði og stóð uppi sem sigurvegari... Breiðhyltingar fóru margir hverjir óþrifnir til vinnu í morgun, þar sem heitavatnsæð hafði farið í sundur. Nema þá að einhverjir hafi látið sig hafa kalda sturtu, enda vel heitt í veðri. Búið var að ljúka viðgerð um miðjan dag og gátu Breiðhylt- ingar því skolað af sér svitann með heitu vatni. Má því segja að í morgun hafi Breiðhyltingum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds... Enn einn starfsmaður 365 hefur yfirgefið skútuna, sem gár- ungar segja sökkvandi, ef miðað er við þann fjölda fólks sem hætt hefur störfum þar. Bryn- hildur Ólafsdóttir, sem hlaut á sínum tíma Blaðamannaverð- launin, verður forstöðumaður samskiptasviðs Saga Capital Fjárfestingarbanka. Ekki er óalgengt að fjölmiðlafólk ráði sig til einkafyrir- tækja, enda launin þar talin mun „sanngjarn- ari“... Ólöf María Ólafsdóttir er frumlegur hönnuður Útrás fyrir sköpunina Ólöf María Ólafsdóttir er nýútskrifaður vöruhönn- uður úr Listaháskóla fs- lands. Húnersannkölluð uppfinningakona og eftir hana liggja mörg stór- sniðug verk. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Ólöf María Ólafsdóttir, eða Marý, útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla íslands 2. júní síðastliðinn. Hún er með eitt verka sinna til sýnis að Kjar- valsstöðum á sýningunni Magma/ Kvika sem er ein viðamesta sýning sem sett hefur verið upp á íslenskri samtímahönnun. En Marý er fleira til lista lagt. „Ég hafði ákveðið að læra hár- greiðslu strax við fermingu því ég var svo óánægð með ferming- argreiðsluna og sagðist sjálf geta gert betur. Ég fór því í Iðnskólann í Reykjavík og lærði fagið og útskrif- aðist þaðan með hæstu meðalein- kunn,“ segir Marý en fannst starfið þó ekki nógu skapandi. „Ég kláraði samninginn minn á hárgreiðslustofunni Onix á Lauga- vegi. Þetta er góð stofa og ég var mjög ánægð þar. En ég leit fyrst og fremst á þetta sem praktískt nám sem gæti nýst mér alla ævi, hvar KONAN Ólöf María, eða Marý, kem- urfrá Bolungarvík Hún er 29 ára Marý er útskrifuð hár- greiðslukona og vöruhönn- uður sem er í heiminum. Mér fannst þetta, þegar á hólminn var komið, of staðlað og vildi fá meiri útrás fyrir sköpunargáfuna. Ég áttaði mig á að ég þyrfti ekki að enda í ein- hverju praktísku og ákvað að fara í Listaháskólann. Eg var komin á fremsta hlunn með að velja graf- íska hönnun þegar ég sá verk hjá vini mínum sem var í vöruhönnun. Þá heillaðist ég algjörlega. Mér fannst ég líka verða að hafa það sem ég vann við á milli handanna; eitthvað áþreifanlegt sem ég gat komið við, ólíkt grafískri hönnun, sem er meiri tölvuvinna.“ Marý, sem einnig er liðtæk myndlistarkona, hefur unnið að ýmsum sniðugum hlutum. Þeirra á meðal er Dyggðarteppið og Krían (PowerNapCap). „Dyggðarteppið er í raun byggt á mjög gamalli hugmynd, eða frá því um 17. öld. Slíkt teppi er til á Þjóð- minjasafninu og er talið hafa verið í eigu fjögurra systra séra Hjalta í Vatnsfirði, sem einnig saumuðu það, nema sú yngsta. Enda kom það á daginn að hennar hjónaband ent- ist ekki lengi. Hún hélt fram hjá, átti barn utan hjónabands og það var allskyns vesen á henni. Hinar syst- urnar voru heppnari og fer engum sögum af erfiðleikum í þeirra hjóna- böndum. Er sú gæfa síðan auðvitað rakin til Dyggðarteppisins. Teppið mitt er unnið úr íslenskri gæðaull og til hliðsjónar hafði ég niður- stöður Gallup-könnunar sem sýnir hvað íslendingar telja sem dyggðir nútímans. Þetta er því einskonar nútímadyggðarteppi, sem minnir mann á að ástunda dyggðir. Því er óþarfi að sauma í það sjálfur, nóg er að hafa það í kringum sig. Krían er síðan verkefni sem ég vann út frá orkublundi. Þetta fyrirbæri þekk- ist helst í Tókýó og New York, þar sem stórborgarlífið getur verið lýj- andi. Því hafa vinnuveitendur leyft starfsfólki sínu að taka 15-30 mín- útna blund yfir daginn, sem skilar viðkomandi auknum krafti, að því gefnu að hann nái ekki djúpsvefni. Orkublundshettuna er því hægt að nota hvar og hvenær sem er, inni sem úti. Hún er fyllt af lofti, sem gefur stuðning við háls og gott jafn- vægi. Einnig dempar hún vel hljóð og hægt er að loka fyrir augun,“ sagði Mary að lokum. Hægt er sjá verk Marý á slóðinni www.omo.is. BLOGGARINN... Samviskan friöuð „Jæja, þá er ég búin að kolefnisjafna bílinn minn fyrír þetta ár. Komin með sérstaka kvittun upp á það. Samviskan friðuð í bili - eða hvað? Er lausnin fundin með töfra- orðinu „kolefnisjöfnun"? Til að kolefnis- jafna bflinn minn þurfti ég að borga 6916 krónur til að vega upp á móti 4,9 tonna losun koldíoxiðs. Ég á fremur sparneytinn bíl, Susuki Ignis, sem fær einkunnina C f eyðslueinkunn á vef Orkusetursins. Á móti kemurað ég keyri frekarmikið. j...]Er ég núna kvitt? Er ég búin að bæta fyrir allar minar syndir með aflátsbréfinu?" Auður H. Ingólfsdóttir aingolfs.blog.is Níðingar „Formaður Sniglanna kvartar sáran vegna fordóma ígarð mótorhjólamanna og segir að örfá rotin epli skemmi fyrir heildinni, þ.e. aðeins fáir hjóli of hratt og brjóti allar reglur. Og svo tali fólk bara eins og allir mótorhjólamenn séu slæmir. Ég kannast við þetta og líð fyrírsvona fordóma á hverjum degi. Ég keyri bílinn minn meira eða minna löglega, en alltafer verið að tala um að ökumenn sé glannar, stórhættulegir í umferðinni, stefni sjálfum sér og öðrum i voða. Bú-hú, en hrikalega óréttlátt fyrir ökumenn. “ Ragnhildur Sverrisdóttir ragnhildur.blog.is/blog Afrekalaus „Konur eru ekki konum verstar... en kynjakerfið er ansi slæmt fyrir bæði konur og karía. Kynjakerfi sem er á hendi jafnréttis- og félagsmálaráðherra að upp- ræta. Jafnréttisráðherra sem er afsprengi kynjakerfisins. Jafnréttisráðherra úr flokki sem boðar kynjakvóta en ræður svo karl sem hefur ekkert sérstakt afrekað íjafnrétt- ismálum sem aðstoðarmann sinn. Ég er illa vonsvikin. “ Sóley Tómasdóttir soley.blog.is Við hjá Tómstundahúsinu viljum þakka þeim sem fóru Hringferð til styrktar Rjóðrinu hvíldarheimili langveikra barna með fjarstýrðan bíl. Bíllinn HPI Baja 5b fór hringinn 1.384 km á þremur dögum með minniháttar viðhaldi með bensíneyðslu2Lá100km. Söfnunin fyrir Rjóðrið stendur enn yfir í síma 901 -5000 og verður til 1. júlí. Ljósmyndir frá Guðfinninni Eiríkssyni er að finna á slóð www.flickr.com/photos/gudfinnur/ Su doku 3 1 9 8 1 8 4 3 6 5 9 9 1 3 2 3 9 7 6 6 8 4 6 2 1 9 5 8 2 7 5 3 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar. 8-28 © LaughingStock irrtamational Incydist. by United Media, 2004 HERMAN eftir Jim Unger Læknirinn segir að þú megir koma heim á mánudag ef ég losa mig við köttinn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.