blaðið - 29.06.2007, Síða 4
FRETTIR
FÓSTUDAGUR 29. JUNÍ 2007
blaðió
Refsiheimildir
ekki til staðar
Jón Ásgeir Jóhannesson var sýkn-
aður af ákæruliðum 2-9 í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar
var hann sakaður um brot gegn
lögum um hlutafélög með því
að láta veita lán af fjármunum
Baugs til Fjárfestingarfélagsins
Gaums, Fjárfars ehf. og systur
sinnar. Gestur Jónsson, verjandi
Jóns, fagnar dóminum. „Það
er umhugsunarefni að nokkur
maður þurfi að standa frammi
fyrir því að mæta aftur og aftur
fyrir dóm út af þessum sömu sak-
argiftum. Forsendurnar byggjast
á því að það eru ekki refsiheim-
ildir til staðar í íslenskum lögum
varðandi þann verknað sem
honum er gefinn að sök.“
Líklegt að
Tryggvi áfrýi
Tryggvi Jónsson er dæmdur í
héraði í 12 mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann var
sakaður um að hafa látið Baug
greiða fyrir persónuleg útgjöld sín
á ferðum sínum til Bandaríkjanna.
Þar á meðal var sláttudráttarvél,
golfsett, skópar og aðgöngumiðar
í Disney World í Flórída.
Jakob Möller, verjandi Tryggva,
segir sennilegt að úrskurði héraðs-
dóms verði áfrýjað til Hæstaréttar.
„Það er augljóst af ákvörðun
málsvarnarlaunanna að hann
er sýknaður af verulegum hluta
ákæruliðanna sem felast í 19. liðn-
um. Mér finnst mjög ósennilegt að
hann vilji una þessum dómi og því
sennilegt að hann muni áfrýja.“
Áfrýjað í öðrum
hluta málsins
Viðbrögð Sigurðar Tómasar Magn-
ússonar, setts saksóknara í Baugs-
málinu, voru blendin er dómur
féll í gær. „Hvað varðar ákæruefni
á hendur Jóni Ásgeiri hefur héraðs-
dómur byggt sýknudóm á sömu
forsendum og leiddu til frávísunar
í fyrri dómum. Héraðsdómur
hefur því ekki skipt um skoðun að
því leytinu til að þetta séu óskýrar
refsiheimildir sem ákæruvaldið
reisti þá ákæru á.“
Jón Gerald og Tryggvi hafa 4
vikna áfrýjunarfrest, en ákæru-
valdið hefur 8 vikur. Sigurður
segir að ákæruvaldið bíði eftir
ákvörðun þeirra. Fyrri dómi í
málinu og var áfrýjað til Hæsta-
réttar í gær.
Réttarkerfið er
einnota
Jón Gerald Sullenberger hlaut 3
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir
og Tryggva við að rangfæra bók-
hald Baugs. Jón Gerald segist ætla
að áfrýja dómnum og hyggst fara
með málið alla leið til Mannrétt-
indadómstólsins í Strassborg, ef
svo ber undir.
„Þetta staðfestir að réttarkerfið
á íslandi er einnota og það eru
greinilega ekki allir jafnir fyrir
dómi. Það er með ólíkindum að
maður skuli vera dæmdur á fram-
burði sínum sem vitni. Þetta er
galinn dómur og maður er nánast
orðlaus. Það virðist vera sem þessi
fjölskylda sé búin að kaupa sig frá
allri ábyrgð.“ magnus@bladid.net
Innbrot við lögreglustöð
Vegfarandi hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um
klukkan sex aðfaranótt fimmtudags en hann hafði séð karlmann
spenna upp glugga skammt frá lögreglustöðinni. Náði lögreglan mann-
inum skömmu síðar en á honum fannst duft sem talið er að sé amfet-
amín. Manninum var sleppt um hádegið í gær eftir yfirheyrslu.
hbv
Þyrla sótti
hestamann
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
karlmann á sjötugsaldri sem
hafði dottið af hestbaki í Hóla-
skógi nærri Stöng í Þjórsárdal.
Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli
kenndi maðurinn til í bakinu
og var því ákveðið að fá þyrluna
til að flytja hann. Var farið með
hann á slysadeild Landspítalans
í Fossvogi þar sem hann gekkst
undir rannsóknir.
hbv
Skipta á kókaíni
og hassi
Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn segir verð kókaíns vera
mjög lágt í Brasilíu, sem mögulega
skýri þá staðreynd að íslending-
arnir þrír hafi verið handteknir
þar í landi vegna fíkniefnainn-
flutnings. Ekki sé ólíklegt að menn
flytji hass til Brasilíu í skiptum
fyrir kókaín til að selja annars
staðar. Sá sem síðast var tekinn var
með sex kíló af kókaíni, samkvæmt
Fréttablaðinu. hos
y Innimálning Gljástig 3.7.20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning é frábæru verði
•S Útimálning
S Viðarvörn
/ Lakkmálning
■S Þakmálning
✓ Gólfmálning
S Gluggamálning
^ÍSLANDS MÁLNING
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður
Opið laugard. 10-16
Sætúni 4, S. 5171500 - Skútuvogi 13, S. 517101 við hliðina á Bónus
Verjandinn og annar sakborn
inga Brynjar Níelsson og Ásgeir
Davíösson, eigandi Goldfinger,
reyna að gefa réttinum ráö.
Leituðu lyfja en
fundu einkadans
■ Ákært fyrir einkadans í lokuðu rými á Goldfinger
■ Kvartanir um að karlmönnum hafi verið gefin ólyfjan
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
Óeinkennisklæddir lögreglu-
menn fóru í rannsóknarleiðangur á
Goldfinger haustið 2005. Kvartanir
höfðu borist um að á staðnum hefði
karlmönnum verið gefin ólyfjan og
peningar teknir út af reikningum
þeirra, oft fleiri hundruð þúsund
krónur. Ekkert kom út úr skoðun-
inni sem sannaði að karlmönnum
hefði verið gefin ólyfjan.
Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi
Goldfinger, og tvær dansmeyjar
voru hins vegar ákærð í kjölfar hús-
leitar 7. október 2005 fyrir að hafa
staðið fyrir og sýnt einkadans í lok-
uðu rými á staðnum. Er slíkt brot á
lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar.
Aðalmeðferð var i Héraðsdómi
Reykjaness í gær.
Lögreglusamþykkt höfð í huga
Á Goldfinger er básunum þar sem
einkadansarnir fara fram lokað
með tjaldi þegar slíkur dans á sér
stað. Lögreglumennirnir tveir sem
báru vitni í gær sögðu að ekki væri
hægt að sjá hvað færi fram á bak við
tjöldin og því erfitt fyrir lögreglu
að fylgjast með starfsemi staðarins.
Telja þeir 28. grein lögreglusam-
þykktar Kópavogsbæjar brotna.
Ásgeir segir hins vegar að staður-
inn hafi verið hannaður með lög-
reglusamþykktina í huga og hafi
fyrir húsleitina fengið samþykki
fyrir einkadansi meðal annars frá
lögreglu og sýslumanni. Að hans
mati færu einkadansarnir ekki
fram í lokuðu rými þar sem tjöldin
næðu ekki alveg niður í gólf og auð-
velt væri að draga þau frá til að sjá
inn í rýmið.
Lágmark 170 þúsund í laun
Dansmærin sem bar vitni í gær er
tailensk og hefur unnið með hléum
í nokkur ár á Goldfinger. Sagði hún
að hluti af því sem hún á að gera á
staðnum sé að dansa einkadansa. Að
sögn Ásgeirs fær staðurinn miklar
tekjur af einkadönsunum en sér-
stakt gjald er tekið fyrir slika dansa.
Erfiðlega gekk að yfirheyra dans-
meyna vegna tungumálaörðugleika.
Dansmeyjarnar fá hlutdeild af
LÖGREGLUSAMÞYKKTIN
► „ [..JSIík starfsemi skal
háð sérstöku eftirliti og er
lögreglunni heimilt að fara
um samkomusali og önnur
húsakynni sem gestir hafa
aðgang að. [...]Við sýningar
á nektardansi í næturklúbb-
um er þeim sem dansar
bannað að vera í lokuðu
rými með viðskiptamanni
meðan á sýningu stendur
sem og að fara um meðal
áhorfenda."
hverjum seldum dansi en lágmarks-
laun hjá þeim sem hafa atvinnuleyfi
er lágmark 170 þúsund krónur á
mánuði.
Ákæruvaldið telur hæfilega refs-
ingu fyrir Ásgeir vegna meints brots
á lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar
vera sekt upp á 700 þúsund krónur
en hjá dansaranum 50 þúsund. Hin
dansmærin sem er ákærð í þessu
sama máli var ekki á landinu í gær
og verður þvi mál hennar tekið fyrir
síðar.