blaðið - 29.06.2007, Qupperneq 11
biaöið
FÖSTUDAGUR 29. JtlNÍ 2007
FRÉTTIR 11
Álit umheimsins á Bush og Bandaríkjamönnum fellur vegna Íraksstríðsins
Tuttugu hálshöggvin lík á árbakkanum í Bagdad
1
Tæplega þrjátíu létust og tugir
særðust þegar bílsprengja sprakk
við mannmarga samgöngu-
miðstöð í hverfi sjítamúslíma
í Bagdad, höfuðborg íraks, í
gærmorgun. írösk yfirvöld
tilkynntu jafnframt að tuttugu
manns hefðu fundist hálshöggnir
á árbakka Tígris suður af Bagdad
í gær. Þá tilkynntu talsmenn
breska hersins að þrír breskir her-
menn hefðu látist í Basra í gær.
4i
Fjölskylduharmleikur
Hröpuðu í
fjallaklifri
Fimm Frakkar úr sömu
fjölskyldunni létust við
fjallaklifur í 3.400 metra
hæð á fjallinu Vallon, nærri
bænum La-Chapelle-en-Valgau-
demar í frönsku Ölpunum á
miðvikudaginn.
Lögregla segir að öll hafi verið
bundnir saman í reipi og
hröpuðu þau á annað hundrað
metra niður í stórgrýti er einn
missti fótanna á ís. Hópurinn
samanstóð af tveimur körlum,
konu og 21 og 17 ára gömlum
dætrum annars mannsins.
Götubardagar í Ríó
Eiturlyfjasalar
drepnir
Nítján eiturlyfjasalar létust í
götubardögum við lögreglu í
borginni Rio de Janeiro í Bras-
ilíu á miðvikudaginn. Átökin
blossuðu upp eftir að rúmlega
þúsund lögreglumenn réðust
inn í fátækrahverfið Alemao
þar sem ítök eiturlyfjasala eru
mikil. Borgaryfirvöld vinna nú
hörðum höndum að því að gera
borgina öruggari, en hún hýsir
Ameríkuleikana sem hefjast
þann 13. júlí næstkomandi.
STUTT
• Látinn Kiichi Miyazawa,
fyrrum forsætisráðherra japans,
lést í gærmorgun, 87 ára að aldri.
Miyazawa gegndi embættinu á
árunum 1991 til 1993.
• Bann Evrópusambandið
hefur bannað öllum indónes-
ískum flugfélögum að fljúga
vélum sínum um lofthelgi
aðildarríkja sambandsins.
Flugfélögin uppfylla ekki skil-
yrði um öryggi.
• Eldingar Rúmlega fjörutíu
manns hafa látist af völdum eld-
inga í Kína síðustu fimm daga.
Flestir hinna látnu hafa verið
bændur sem hafa orðið fyrir eld-
ingu við störf úti á ökrum.
Íraksstríðið hófst með innrás
Bandaríkjamanna og banda-
lagsríkja þeirra inn í Irak þann
20. mars árið 2003. Árásin var
rökstudd með því að íraksstjórn
var sögð búa yfir gereyðingar-
vopnum og nauðsyn þess að
koma íraksstjórn frá. Fjölmörg
ríki hafa þegar dregið herlið sitt
frá landinu, en nú eru um 170
þúsund erlendir hermenn í írak,
aðallega bandarískir hermenn.
2
3
Fjöidi látinna í stríðinu er mjög
á reiki, en fleiri tugir látast í
árásum herliðs og andspyrnu-
manna á degi hverjum. Sumir
áætla að fleiri hundruð þúsund
manns hafi týnt lífi frá upphafi
stríðsins. Um fjórar milljónir
íraka eru sagðar hafa neyðst til
að flýja heimili sín. Um 3.500
bandarískir hermenn hafa látist
í írak frá árinu 2003 og um 300
hermenn af öðrum þjóðernum.
. '■
Álit umheimsins á Bush Banda-
ríkjaforseta og Bandaríkjunum
hefur fallið verulega á síðustu
árum samkvæmt nýrri könnun
Pew-rannsóknastofnunarinnar.
Viðhorfsbreytingin er fyrst og
fremst rakin til Iraksstríðsins,
umdeildrar utanríkisstefnu og
hugmynda Bandaríkjamanna
um lýðræði. Meirihlutinn vill að
Bandaríkin dragi herlið sitt til
baka bæði frá írak og Afganistan.
íþróttaskór sundföt sportfatnaður
’ t ’ <
" * 'i.
SMÁRALIND SlMI 545 1550 O GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 O KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
UTILIF