blaðið - 29.06.2007, Page 13
blaóió
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007
FRÉTTIR
13
STUTT
• Hálslón Fyrirhugað er að
hleypa vatni úr Hálslóni 3. júlí
klukkan 10. Er þetta gert í örygg-
isskyni vegna þess að Hálslón
fyllist fyrr en æskilegt þykir.
Verða botnrásir opnaðar og mun
því vatnsmagn í farvegi Jökulsár
á Dal aukast um 150 til300 rúm-
metra. Vatni verður aftur hleypt
úr lóninu í ágúst
• Hólahverfi Heitavatnslaust
varð í Hólahverfi í Reykjavík
í gær en viðgerð Orkuveitu
Reykjavíkur gekk vel og
lauk um hádegið. Lokað var
fyrir heitt vatn í Blikahólum,
Depluhólum, Dúfnahólum,
Erluhólum, Gaukshólum og
Fýlshólum.
Fjölga á nemendum í hjúkrun á næstu árum
Uppgangur slær á aðsókn í hjúkrun
„Varðandi aðsókn í námið þá
hefur það verið þannig að þegar
uppgangur ér í þjóðfélaginu hefur
aðsókn í hjúkrunarfræði minnkað,“
segir Erla Kolbrún Svavarsdóttir,
deildarforseti hjúkrunarfræði-
deildar Háskóla Islands.
„Við höfum gefið út þá stefnu að
fjölga nemendum deildarinnar
jafnt og þétt á næstu árum, en það
gerist þó ekki nema með aukinni
fjárveitingu." Aðsókn í deildina
hefur þó dregist saman um rúmlega
30 prósent frá hausti 2005 meðan
STAÐREYNDIR
►
í janúar 2007 voru 1298
nemendur í viðskipta- og
hagfræðideild HÍ
►
Á sama tíma var 531 nem-
andi íhjúkrunarfræðideild
HÍ
►
Tæp 4 prósent af nemend-
um hjúkrunarfræðideildar
eru karlkyns
nemendum sem komust í gegnum
klásus fjölgaði um 25. „Það þýðir þó
ekki að kröfur um meðaleinkunn
og annað komi til með að lækka,“
segir Erla.
Kjósa að fara annað
Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri á Landspítala-háskólasjúkra-
húsi (LSH), tekur í sama streng.
„Það getur verið að spítalarnir hafi
orðið undir í samkeppninni um at-
hygli ungs fólks. Eins og vinnumark-
aðurinn horfir við ungu fólki þá
getur verið að því finnist áhugaverð-
ara að vinna til dæmis í bönkum,
þar sem umræða í þjóðfélaginu um
þá er mun jákvæðari.“ Auk þess
bendir Anna á að það sé hreinlega
ekki til nóg af fagmenntuðu fólki í
landinu til þess að anna eftirspurn
sem sé mikil eftir stéttinni.
bjorg@bladid.net
ÞEKKIRÞÚTIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
LED Kerru & Vagnaljós
verðdæmi 240x230 85.905
með vsk
Heimiliskerra
78.998.- með vsk
990,- með vsk
verðdæmi 240x230 85.905
með vsk
Hraðahindrun
8964.- með vsk per meter.
119.396
59.000.- með vsk
Rafmagns Golfkerra
Grindin
1980.- með vsk
"l73.055,- með vsk
185.505.- með vsk
Þjarkurinn
Allar þessar ólíku vörur eiga það sameiginlegt að fást hjá
topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722
Landið er fallegra á löglegum hraða
&
Umferðarstofa
Feröamálastofa
www.ferdalag.is